Lífið

„Ástarsorgin er eitt af því sem ég hef lært mest af“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nökkvi rekur fyrirtækið Swipe.
Nökkvi rekur fyrirtækið Swipe. vísir/frosti

„Ástarsorg er að mínu mati einhver mesti kennari sem maður getur fengið,“ segir Nökkvi Fjalar Orrason sem á og rekur fyrirtækið Swipe. Hann stendur fyrir námskeiðum fyrir fólk sem vill fá meira út úr lífinu og veltir mikið fyrir líðan fólks. Hann hefur til að mynda rætt við karlmenn sem takast á við erfiða ástarsorg.

Nökkvi aðstoðar fólk sem líður illa eða hefur ákveðin markmið og vill gera allt til að ná þeim. Hann var gestur hjá þeim Frosta og Mána í Harmageddon á X-inu í gær.

„Ég hef sjálfur til að mynda tvisvar sinnum verið í sambandi sem hafa endað og mér hefur verið sagt upp. Ástarsorgin er eitt af því sem ég hef lært mest af. Fólk vill oft setja ástarsorg í slæman flokk en hvernig getur það verið slæmt ef það kemur eitthvað frábært út úr því ef þú vinnur úr því þannig.“

Nökkvi var áður í sambandi með Önnu Láru Orlowska sem var krýnd ungfrú Íslandi árið 2016.

 „Ungir strákar hafa verið að leita til mín og ég er alltaf til í að taka þeim með opnum örmum og tilbúinn að setjast niður með þeim og fara yfir allskonar æfingar, pælingar og spurningar. Þetta snýst mikið um það að spyrja réttu spurninganna til einstaklingsins. Við upplifum öll ástarsorg á mismunandi hátt,“ segir Nökkvi en heyra má viðtalið við hann hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×