Innlent

Staðfest smit orðin sextíu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fjöldi smitaðra sem vitað er af hækkar því úr 58 í 60.
Fjöldi smitaðra sem vitað er af hækkar því úr 58 í 60. Vísir/Vilhelm

Tvö smit kórónuveirunnar greindust til viðbótar í morgun hjá einstaklingum sem báðir komu til landsins með flugi frá Verona á Ítalíu síðastliðinn laugardag. Hafa því fimm einstaklingar úr því flugi greinst með veiruna.

Alls eru greind smit hérlendis orðin 60 talsins. 50 smit hjá einstaklingum sem hafa verið að koma erlendis frá og 10 sem smitast hafa innanlands.

Boðað hefur verið til reglubundins blaðamannafundar hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra klukkan 14 í dag vegna kórónuveirunnar. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 3.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×