Eva Björk Ben fetar í fótspor bróður síns Gumma Stefán Árni Pálsson skrifar 8. janúar 2020 14:30 Eva hóf störf á íþróttadeild RÚV í gær. vísir „Mér líst bara mjög vel á þetta annars hefði ég ekki leitast eftir því að fara út í þetta,“ segir Eva Björk Benediktsdóttir sem hefur verið ráðin sem íþróttafréttakona á RÚV. Hún mun leysa af þær Eddu Sif Pálsdóttur og Kristjönu Arnarsdóttur en Edda fer í fæðingarorlof og Kristjana ætlar að taka sér leyfi eins og Vísir greindi frá í lok síðasta árs. „Ég var bara að byrja í gær og er svona enn að læra inn á þetta. Það er gott vera ekkert að færa sig úr húsi úr fréttunum. Maður er með ágætis grunn í þetta starf og þetta er ótrúlega spennandi tækifæri,“ segir Eva sem var fréttamaður RÚV á Norðurlandi árið 2018 og færði sig í borgina þar sem hún hefur verið á fréttastofunni frá því í apríl á síðasta ári. „Ég var sjálf lengi í fótbolta og lék með Þór/KA í meistaraflokki þar til að ég meiddist. Ég fékk brjósklos í baki þegar ég var tvítug sem hefur verið að stríða mér síðan 2011,“ segir Eva sem varð að leggja skóna á hilluna snemma á ferlinum. Eva var mjög efnilega knattspyrnukona á sínum tíma. Gummi Ben er eldri bróðir Evu Bjarkar. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á boltaíþróttum og það er mikill boltaáhugi í minni fjölskyldu og ég hef alltaf fylgst mikið með.“ Eva Björk er systir Guðmundar Benediktssonar sem hefur í áraraðir verið einn vinsælasti íþróttalýsandi landsins og er í raun orðinn að þjóðareign. „Hann hefur ekki gefið mér nein sérstök ráð og ég býst nú ekki við því, en maður hefur fylgst vel með honum í gegnum tíðina. Það er örugglega eitthvað hægt að læra af honum ef maður leggur sig fram við það,“ segir Eva á léttu nótunum. Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Kristjana og Haraldur halda á vit ævintýranna í Barcelona Kristjana Arnarsdóttir ætlar að taka sér frí frá RÚV og flytja til Spánar með kærasta sínum, Haraldi Franklín. 20. nóvember 2019 08:30 Edda Sif og Vilhjálmur eiga von á dreng Sjónvarpskonan Edda Sif Pálsdóttir og Vilhjálmur Siggeirsson eiga von á barni en Edda er gengin sex mánuði á leið. 5. nóvember 2019 10:30 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
„Mér líst bara mjög vel á þetta annars hefði ég ekki leitast eftir því að fara út í þetta,“ segir Eva Björk Benediktsdóttir sem hefur verið ráðin sem íþróttafréttakona á RÚV. Hún mun leysa af þær Eddu Sif Pálsdóttur og Kristjönu Arnarsdóttur en Edda fer í fæðingarorlof og Kristjana ætlar að taka sér leyfi eins og Vísir greindi frá í lok síðasta árs. „Ég var bara að byrja í gær og er svona enn að læra inn á þetta. Það er gott vera ekkert að færa sig úr húsi úr fréttunum. Maður er með ágætis grunn í þetta starf og þetta er ótrúlega spennandi tækifæri,“ segir Eva sem var fréttamaður RÚV á Norðurlandi árið 2018 og færði sig í borgina þar sem hún hefur verið á fréttastofunni frá því í apríl á síðasta ári. „Ég var sjálf lengi í fótbolta og lék með Þór/KA í meistaraflokki þar til að ég meiddist. Ég fékk brjósklos í baki þegar ég var tvítug sem hefur verið að stríða mér síðan 2011,“ segir Eva sem varð að leggja skóna á hilluna snemma á ferlinum. Eva var mjög efnilega knattspyrnukona á sínum tíma. Gummi Ben er eldri bróðir Evu Bjarkar. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á boltaíþróttum og það er mikill boltaáhugi í minni fjölskyldu og ég hef alltaf fylgst mikið með.“ Eva Björk er systir Guðmundar Benediktssonar sem hefur í áraraðir verið einn vinsælasti íþróttalýsandi landsins og er í raun orðinn að þjóðareign. „Hann hefur ekki gefið mér nein sérstök ráð og ég býst nú ekki við því, en maður hefur fylgst vel með honum í gegnum tíðina. Það er örugglega eitthvað hægt að læra af honum ef maður leggur sig fram við það,“ segir Eva á léttu nótunum.
Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Kristjana og Haraldur halda á vit ævintýranna í Barcelona Kristjana Arnarsdóttir ætlar að taka sér frí frá RÚV og flytja til Spánar með kærasta sínum, Haraldi Franklín. 20. nóvember 2019 08:30 Edda Sif og Vilhjálmur eiga von á dreng Sjónvarpskonan Edda Sif Pálsdóttir og Vilhjálmur Siggeirsson eiga von á barni en Edda er gengin sex mánuði á leið. 5. nóvember 2019 10:30 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
Kristjana og Haraldur halda á vit ævintýranna í Barcelona Kristjana Arnarsdóttir ætlar að taka sér frí frá RÚV og flytja til Spánar með kærasta sínum, Haraldi Franklín. 20. nóvember 2019 08:30
Edda Sif og Vilhjálmur eiga von á dreng Sjónvarpskonan Edda Sif Pálsdóttir og Vilhjálmur Siggeirsson eiga von á barni en Edda er gengin sex mánuði á leið. 5. nóvember 2019 10:30