Eva Björk Ben fetar í fótspor bróður síns Gumma Stefán Árni Pálsson skrifar 8. janúar 2020 14:30 Eva hóf störf á íþróttadeild RÚV í gær. vísir „Mér líst bara mjög vel á þetta annars hefði ég ekki leitast eftir því að fara út í þetta,“ segir Eva Björk Benediktsdóttir sem hefur verið ráðin sem íþróttafréttakona á RÚV. Hún mun leysa af þær Eddu Sif Pálsdóttur og Kristjönu Arnarsdóttur en Edda fer í fæðingarorlof og Kristjana ætlar að taka sér leyfi eins og Vísir greindi frá í lok síðasta árs. „Ég var bara að byrja í gær og er svona enn að læra inn á þetta. Það er gott vera ekkert að færa sig úr húsi úr fréttunum. Maður er með ágætis grunn í þetta starf og þetta er ótrúlega spennandi tækifæri,“ segir Eva sem var fréttamaður RÚV á Norðurlandi árið 2018 og færði sig í borgina þar sem hún hefur verið á fréttastofunni frá því í apríl á síðasta ári. „Ég var sjálf lengi í fótbolta og lék með Þór/KA í meistaraflokki þar til að ég meiddist. Ég fékk brjósklos í baki þegar ég var tvítug sem hefur verið að stríða mér síðan 2011,“ segir Eva sem varð að leggja skóna á hilluna snemma á ferlinum. Eva var mjög efnilega knattspyrnukona á sínum tíma. Gummi Ben er eldri bróðir Evu Bjarkar. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á boltaíþróttum og það er mikill boltaáhugi í minni fjölskyldu og ég hef alltaf fylgst mikið með.“ Eva Björk er systir Guðmundar Benediktssonar sem hefur í áraraðir verið einn vinsælasti íþróttalýsandi landsins og er í raun orðinn að þjóðareign. „Hann hefur ekki gefið mér nein sérstök ráð og ég býst nú ekki við því, en maður hefur fylgst vel með honum í gegnum tíðina. Það er örugglega eitthvað hægt að læra af honum ef maður leggur sig fram við það,“ segir Eva á léttu nótunum. Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Kristjana og Haraldur halda á vit ævintýranna í Barcelona Kristjana Arnarsdóttir ætlar að taka sér frí frá RÚV og flytja til Spánar með kærasta sínum, Haraldi Franklín. 20. nóvember 2019 08:30 Edda Sif og Vilhjálmur eiga von á dreng Sjónvarpskonan Edda Sif Pálsdóttir og Vilhjálmur Siggeirsson eiga von á barni en Edda er gengin sex mánuði á leið. 5. nóvember 2019 10:30 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
„Mér líst bara mjög vel á þetta annars hefði ég ekki leitast eftir því að fara út í þetta,“ segir Eva Björk Benediktsdóttir sem hefur verið ráðin sem íþróttafréttakona á RÚV. Hún mun leysa af þær Eddu Sif Pálsdóttur og Kristjönu Arnarsdóttur en Edda fer í fæðingarorlof og Kristjana ætlar að taka sér leyfi eins og Vísir greindi frá í lok síðasta árs. „Ég var bara að byrja í gær og er svona enn að læra inn á þetta. Það er gott vera ekkert að færa sig úr húsi úr fréttunum. Maður er með ágætis grunn í þetta starf og þetta er ótrúlega spennandi tækifæri,“ segir Eva sem var fréttamaður RÚV á Norðurlandi árið 2018 og færði sig í borgina þar sem hún hefur verið á fréttastofunni frá því í apríl á síðasta ári. „Ég var sjálf lengi í fótbolta og lék með Þór/KA í meistaraflokki þar til að ég meiddist. Ég fékk brjósklos í baki þegar ég var tvítug sem hefur verið að stríða mér síðan 2011,“ segir Eva sem varð að leggja skóna á hilluna snemma á ferlinum. Eva var mjög efnilega knattspyrnukona á sínum tíma. Gummi Ben er eldri bróðir Evu Bjarkar. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á boltaíþróttum og það er mikill boltaáhugi í minni fjölskyldu og ég hef alltaf fylgst mikið með.“ Eva Björk er systir Guðmundar Benediktssonar sem hefur í áraraðir verið einn vinsælasti íþróttalýsandi landsins og er í raun orðinn að þjóðareign. „Hann hefur ekki gefið mér nein sérstök ráð og ég býst nú ekki við því, en maður hefur fylgst vel með honum í gegnum tíðina. Það er örugglega eitthvað hægt að læra af honum ef maður leggur sig fram við það,“ segir Eva á léttu nótunum.
Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Kristjana og Haraldur halda á vit ævintýranna í Barcelona Kristjana Arnarsdóttir ætlar að taka sér frí frá RÚV og flytja til Spánar með kærasta sínum, Haraldi Franklín. 20. nóvember 2019 08:30 Edda Sif og Vilhjálmur eiga von á dreng Sjónvarpskonan Edda Sif Pálsdóttir og Vilhjálmur Siggeirsson eiga von á barni en Edda er gengin sex mánuði á leið. 5. nóvember 2019 10:30 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Kristjana og Haraldur halda á vit ævintýranna í Barcelona Kristjana Arnarsdóttir ætlar að taka sér frí frá RÚV og flytja til Spánar með kærasta sínum, Haraldi Franklín. 20. nóvember 2019 08:30
Edda Sif og Vilhjálmur eiga von á dreng Sjónvarpskonan Edda Sif Pálsdóttir og Vilhjálmur Siggeirsson eiga von á barni en Edda er gengin sex mánuði á leið. 5. nóvember 2019 10:30