Innlent

Stíf fundarhöld hjá BSRB halda áfram eftir nætursvefn

Samúel Karl Ólason og Jóhann K. Jóhannsson skrifa
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vísir/Vilhelm

Fundi í kjaraviðræðum BSRB við ríki, borg og sveitarfélög lauk nú á tólfta tímanum í kvöld. Fundarhöld hafa staðið yfir í allan dag og í gær og hefur verið boðað aftur til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið.

Ef ekki nást samningar fyrir mánudaginn skellur á verkfall félaga í BSRB sem kemur til með að hafa víðtæk áhrif á skóla, leikskóla, frístundaheimili, þjónustu við aldraða auk þess sem starfsemi fjölda stofnana raskast og sundlaugum og íþróttahúsum verður víða lokað.

Í dag sögðu deiluaðilar að viðræðunum hefði miðað ágætlega.

„Ég finn það að það eru allir að vinna hörðum höndum að því að ná samningum. Það er hins vegar þó nokkuð bil á milli okkar varðandi nokkra þætti en það gerist oft margt þegar svona er lagt mikið við og þegar verkföll standa fyrir dyrum,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sjá einnig: Fundað stíft í kjaradeilu BSRB: „Getur brugðið til beggja vona“

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur ákveðið að leggja ekki niður störf í verkfalli eins og til stóð vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Þá hafa tvö aðildarfélög BSRB, Sameyki og Sjúkraliðafélagið, veitt undanþágu vegna verkfallsins hjá Landspítalanum og heilsugæslunni vegna veirunnar.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×