Lífið

Move með Mömmunum framlag Svía til Eurovision

Samúel Karl Ólason skrifar
The Mamas samanstendur af þeim Ashley Haynes, frá Bandaríkjunum, og þeim sænsku Dinah Yonas Manna og Loulou Lamotte frá Svíþjóð.
The Mamas samanstendur af þeim Ashley Haynes, frá Bandaríkjunum, og þeim sænsku Dinah Yonas Manna og Loulou Lamotte frá Svíþjóð.

The Mamas komu, sáu og sigruðu í Melodifestialen 2020 sem fram fór í Stokkhólmi í kvöld frammi fyrir þrjátíu þúsund manns í stappaðri Friends Arena. Lag þeirra Move er því framlag Svía til Eurovision sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í maí.

Eftir fjögur undanúrslitakvöld og eitt aukakvöld kepptu tólf lög á úrslitakvöldinu. Um er að ræða stærsta sjónvarpskvöld þeirra Svía og ríkir jafnan mikil eftirvænting fyrir kvöldinu.

Líkt og hér heima voru það áhorfendur í símakosningu til móts við atkvæði alþjóðlegra dómnefnda sem réðu því hvernig úrslitin yrðu. Aðeins einu stigi munaði að lokum á Move og Dotter sem flestir reiknuðu með að myndi vinna.

1. The Mamas - Move 137 stig

2. Dotter - Bulletproof 136 stig

3. Anna Bergendahl - Kingdom Come 107 stig

Að neðan má sjá lögin sem höfnuðu í þremur efstu sætunum.

Þess má geta að Ísland var fulltrúi Norðurlandanna í alþjóðlegu dómnefndinni í ár. Kom það í hlut Selmu Björnsdóttur, Eurovision-fara Íslands árið 1999 og 2005, að kynna stigin frá Íslandi.

The Mamas fengu 8 stig frá Íslandi, Anna Bergendahl 10 stig og Dotter 12 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.