Alma Möller elskar ferðalög, saumaskap, kampavín og hálendi Íslands Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2020 10:29 Alma Dagbjört Möller landlæknir hefur ásamt þeim Víði Reynissyni og Þórólfi Guðnasyni staðið vaktina í kórónuveirufaraldrinum og upplýst almenning síðustu vikur. Sindri Sindrason hitti Ölmu Möller fyrir Ísland í dag um síðustu helgi og var þátturinn sýndur í gærkvöldi. Alma er Siglfirðingur þar sem hún ólst upp. Sextán ára fór hún í Menntaskólann á Akureyri þar sem hún var næstu fjögur árin. Eftir það lá leiðin í Háskóla Íslands. „Það kom í raun ekkert annað til greina en læknisfræðin, nema kannski þegar ég var pínulítil og ætlaði að verða búðarkona. Ég ákvað þetta frekar snemma í menntaskóla,“ segir Alma en þegar hún ákvað að fara í læknisfræði hafði enginn í hennar fjölskyldu farið þá braut. Alma hitti eiginmann sinn á lesdeildinni í læknadeildinni. Eftir námið í Háskóla Íslands fluttu þau hjónin út til Lundar í Svíþjóð og fóru í framhaldsnám. Þá áttu þau eina dóttur en eignuðust dreng úti í Svíþjóð. Alma er sérfræðingur í svæfinga og gjörgæslulækningum. Bráðameðferð spennandi „Ég bætti síðan annarri sérfræðigráðu við mig hérna heima sem er stjórnun í heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu. Mér fannst alltaf öll bráðameðferð mjög spennandi og tók aukanám í gjörgæslulækningum í Svíþjóð og var það alltaf markmiðið.“ Alma á tvö börn og tengdabörn með eiginmanni sínum. Eftir erfiðan dag elskar Alma að elda og sauma. „Ég hef saumað mikið frá því ég var krakki. Það var frábær handavinnukennsla á Siglufirði og manni var sett fyrir heima. Það var ekki bara að lesa og reikna heldur átti maður að bródera líka.“ Alma er fyrsta konan til að verða landlæknir og sér hún ekki eftir því. Hún hefur aftur á móti ekki áhuga á því að verða heilbrigðisráðherra þar sem hún segist ekki vera mjög pólitísk. Alma hlakkar til að eiga meiri frítíma og elskar að ferðast. Elskar að ferðast „Ég sé um utanlandsferðir og maðurinn minn um ferðalög innanlands og það er eiginlega það besta sem ég veit. Það kemur að því að við getum farið að fara til útlanda aftur en ég er voðalega ánægð með hvað ég er búin með mikið.“ Alma telur mögulegt að samfélagið komi sterkara til baka eftir að þessu ástandi linnir. „Það er allt þetta með samheldni, samstöðu og hjálpa öðrum og láta gott af sér leiða. Njóta vina sinna og fjölskyldu og samveru, það er eitthvað sem við komum með út úr þessu.“ Þegar Alma ætlar virkilega að gera vel við sig þá: „Það besta sem ég veit er að vera í útileigu með manninum mínum upp á hálendi. Þar sem er kyrrð og við erum að elda einhvern geggjaðan mat. Og helst að ég eigi góða bók til að sitja með og lesa.“ Uppáhaldsdrykkur Ölmu er vatn en líka kampavín. „Uppáhaldsborgirnar mínar eru París og London. Ég hef komið mjög oft til Parísar, góður matur og nóg af kampavíni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísland í dag Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Alma Dagbjört Möller landlæknir hefur ásamt þeim Víði Reynissyni og Þórólfi Guðnasyni staðið vaktina í kórónuveirufaraldrinum og upplýst almenning síðustu vikur. Sindri Sindrason hitti Ölmu Möller fyrir Ísland í dag um síðustu helgi og var þátturinn sýndur í gærkvöldi. Alma er Siglfirðingur þar sem hún ólst upp. Sextán ára fór hún í Menntaskólann á Akureyri þar sem hún var næstu fjögur árin. Eftir það lá leiðin í Háskóla Íslands. „Það kom í raun ekkert annað til greina en læknisfræðin, nema kannski þegar ég var pínulítil og ætlaði að verða búðarkona. Ég ákvað þetta frekar snemma í menntaskóla,“ segir Alma en þegar hún ákvað að fara í læknisfræði hafði enginn í hennar fjölskyldu farið þá braut. Alma hitti eiginmann sinn á lesdeildinni í læknadeildinni. Eftir námið í Háskóla Íslands fluttu þau hjónin út til Lundar í Svíþjóð og fóru í framhaldsnám. Þá áttu þau eina dóttur en eignuðust dreng úti í Svíþjóð. Alma er sérfræðingur í svæfinga og gjörgæslulækningum. Bráðameðferð spennandi „Ég bætti síðan annarri sérfræðigráðu við mig hérna heima sem er stjórnun í heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu. Mér fannst alltaf öll bráðameðferð mjög spennandi og tók aukanám í gjörgæslulækningum í Svíþjóð og var það alltaf markmiðið.“ Alma á tvö börn og tengdabörn með eiginmanni sínum. Eftir erfiðan dag elskar Alma að elda og sauma. „Ég hef saumað mikið frá því ég var krakki. Það var frábær handavinnukennsla á Siglufirði og manni var sett fyrir heima. Það var ekki bara að lesa og reikna heldur átti maður að bródera líka.“ Alma er fyrsta konan til að verða landlæknir og sér hún ekki eftir því. Hún hefur aftur á móti ekki áhuga á því að verða heilbrigðisráðherra þar sem hún segist ekki vera mjög pólitísk. Alma hlakkar til að eiga meiri frítíma og elskar að ferðast. Elskar að ferðast „Ég sé um utanlandsferðir og maðurinn minn um ferðalög innanlands og það er eiginlega það besta sem ég veit. Það kemur að því að við getum farið að fara til útlanda aftur en ég er voðalega ánægð með hvað ég er búin með mikið.“ Alma telur mögulegt að samfélagið komi sterkara til baka eftir að þessu ástandi linnir. „Það er allt þetta með samheldni, samstöðu og hjálpa öðrum og láta gott af sér leiða. Njóta vina sinna og fjölskyldu og samveru, það er eitthvað sem við komum með út úr þessu.“ Þegar Alma ætlar virkilega að gera vel við sig þá: „Það besta sem ég veit er að vera í útileigu með manninum mínum upp á hálendi. Þar sem er kyrrð og við erum að elda einhvern geggjaðan mat. Og helst að ég eigi góða bók til að sitja með og lesa.“ Uppáhaldsdrykkur Ölmu er vatn en líka kampavín. „Uppáhaldsborgirnar mínar eru París og London. Ég hef komið mjög oft til Parísar, góður matur og nóg af kampavíni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísland í dag Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning