Alma Möller elskar ferðalög, saumaskap, kampavín og hálendi Íslands Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2020 10:29 Alma Dagbjört Möller landlæknir hefur ásamt þeim Víði Reynissyni og Þórólfi Guðnasyni staðið vaktina í kórónuveirufaraldrinum og upplýst almenning síðustu vikur. Sindri Sindrason hitti Ölmu Möller fyrir Ísland í dag um síðustu helgi og var þátturinn sýndur í gærkvöldi. Alma er Siglfirðingur þar sem hún ólst upp. Sextán ára fór hún í Menntaskólann á Akureyri þar sem hún var næstu fjögur árin. Eftir það lá leiðin í Háskóla Íslands. „Það kom í raun ekkert annað til greina en læknisfræðin, nema kannski þegar ég var pínulítil og ætlaði að verða búðarkona. Ég ákvað þetta frekar snemma í menntaskóla,“ segir Alma en þegar hún ákvað að fara í læknisfræði hafði enginn í hennar fjölskyldu farið þá braut. Alma hitti eiginmann sinn á lesdeildinni í læknadeildinni. Eftir námið í Háskóla Íslands fluttu þau hjónin út til Lundar í Svíþjóð og fóru í framhaldsnám. Þá áttu þau eina dóttur en eignuðust dreng úti í Svíþjóð. Alma er sérfræðingur í svæfinga og gjörgæslulækningum. Bráðameðferð spennandi „Ég bætti síðan annarri sérfræðigráðu við mig hérna heima sem er stjórnun í heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu. Mér fannst alltaf öll bráðameðferð mjög spennandi og tók aukanám í gjörgæslulækningum í Svíþjóð og var það alltaf markmiðið.“ Alma á tvö börn og tengdabörn með eiginmanni sínum. Eftir erfiðan dag elskar Alma að elda og sauma. „Ég hef saumað mikið frá því ég var krakki. Það var frábær handavinnukennsla á Siglufirði og manni var sett fyrir heima. Það var ekki bara að lesa og reikna heldur átti maður að bródera líka.“ Alma er fyrsta konan til að verða landlæknir og sér hún ekki eftir því. Hún hefur aftur á móti ekki áhuga á því að verða heilbrigðisráðherra þar sem hún segist ekki vera mjög pólitísk. Alma hlakkar til að eiga meiri frítíma og elskar að ferðast. Elskar að ferðast „Ég sé um utanlandsferðir og maðurinn minn um ferðalög innanlands og það er eiginlega það besta sem ég veit. Það kemur að því að við getum farið að fara til útlanda aftur en ég er voðalega ánægð með hvað ég er búin með mikið.“ Alma telur mögulegt að samfélagið komi sterkara til baka eftir að þessu ástandi linnir. „Það er allt þetta með samheldni, samstöðu og hjálpa öðrum og láta gott af sér leiða. Njóta vina sinna og fjölskyldu og samveru, það er eitthvað sem við komum með út úr þessu.“ Þegar Alma ætlar virkilega að gera vel við sig þá: „Það besta sem ég veit er að vera í útileigu með manninum mínum upp á hálendi. Þar sem er kyrrð og við erum að elda einhvern geggjaðan mat. Og helst að ég eigi góða bók til að sitja með og lesa.“ Uppáhaldsdrykkur Ölmu er vatn en líka kampavín. „Uppáhaldsborgirnar mínar eru París og London. Ég hef komið mjög oft til Parísar, góður matur og nóg af kampavíni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísland í dag Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Lífið Fleiri fréttir Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Sjá meira
Alma Dagbjört Möller landlæknir hefur ásamt þeim Víði Reynissyni og Þórólfi Guðnasyni staðið vaktina í kórónuveirufaraldrinum og upplýst almenning síðustu vikur. Sindri Sindrason hitti Ölmu Möller fyrir Ísland í dag um síðustu helgi og var þátturinn sýndur í gærkvöldi. Alma er Siglfirðingur þar sem hún ólst upp. Sextán ára fór hún í Menntaskólann á Akureyri þar sem hún var næstu fjögur árin. Eftir það lá leiðin í Háskóla Íslands. „Það kom í raun ekkert annað til greina en læknisfræðin, nema kannski þegar ég var pínulítil og ætlaði að verða búðarkona. Ég ákvað þetta frekar snemma í menntaskóla,“ segir Alma en þegar hún ákvað að fara í læknisfræði hafði enginn í hennar fjölskyldu farið þá braut. Alma hitti eiginmann sinn á lesdeildinni í læknadeildinni. Eftir námið í Háskóla Íslands fluttu þau hjónin út til Lundar í Svíþjóð og fóru í framhaldsnám. Þá áttu þau eina dóttur en eignuðust dreng úti í Svíþjóð. Alma er sérfræðingur í svæfinga og gjörgæslulækningum. Bráðameðferð spennandi „Ég bætti síðan annarri sérfræðigráðu við mig hérna heima sem er stjórnun í heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu. Mér fannst alltaf öll bráðameðferð mjög spennandi og tók aukanám í gjörgæslulækningum í Svíþjóð og var það alltaf markmiðið.“ Alma á tvö börn og tengdabörn með eiginmanni sínum. Eftir erfiðan dag elskar Alma að elda og sauma. „Ég hef saumað mikið frá því ég var krakki. Það var frábær handavinnukennsla á Siglufirði og manni var sett fyrir heima. Það var ekki bara að lesa og reikna heldur átti maður að bródera líka.“ Alma er fyrsta konan til að verða landlæknir og sér hún ekki eftir því. Hún hefur aftur á móti ekki áhuga á því að verða heilbrigðisráðherra þar sem hún segist ekki vera mjög pólitísk. Alma hlakkar til að eiga meiri frítíma og elskar að ferðast. Elskar að ferðast „Ég sé um utanlandsferðir og maðurinn minn um ferðalög innanlands og það er eiginlega það besta sem ég veit. Það kemur að því að við getum farið að fara til útlanda aftur en ég er voðalega ánægð með hvað ég er búin með mikið.“ Alma telur mögulegt að samfélagið komi sterkara til baka eftir að þessu ástandi linnir. „Það er allt þetta með samheldni, samstöðu og hjálpa öðrum og láta gott af sér leiða. Njóta vina sinna og fjölskyldu og samveru, það er eitthvað sem við komum með út úr þessu.“ Þegar Alma ætlar virkilega að gera vel við sig þá: „Það besta sem ég veit er að vera í útileigu með manninum mínum upp á hálendi. Þar sem er kyrrð og við erum að elda einhvern geggjaðan mat. Og helst að ég eigi góða bók til að sitja með og lesa.“ Uppáhaldsdrykkur Ölmu er vatn en líka kampavín. „Uppáhaldsborgirnar mínar eru París og London. Ég hef komið mjög oft til Parísar, góður matur og nóg af kampavíni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísland í dag Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Lífið Fleiri fréttir Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Sjá meira