Fær bætur eftir að 1,5 tonna vagn féll á fót hans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. maí 2020 18:50 Landsréttur Vísir/Vilhelm Landsréttur dæmdi í dag í máli manns sem lenti undir 1,5 tonna þungum deigluvagni sem féll á fót hans við vinnu. Dæmt var manninum í vil og skulu honum vera greiddar skaðabætur vegna slyssins. Slysið varð þann 10. október 2016 þegar 1,5 tonna deigluvagn rann af krókum sem notaðir voru til að festa vagninn við hífingarbúnað og féll vagninn á fót mannsins. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt í málinu í júní 2019 og komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að hífingarbúnaðurinn sem maðurinn notaði hentaði ekki til verksins sem hann innti reglubundið af hendi. Ósannað væri að hentugur búnaður hafi verið fyrir hendi eða að vinnuveitandi mannsins hafi gefið fyrirmæli um notkun annars búnaðar. Landsréttur féllst á þetta og viðurkenndi rétt mannsins til skaðabóta úr ábyrgðartryggingu vinnuveitandans hjá Vátryggingafélagi Íslands. Vinnuveitandi mannsins áfrýjaði dómi héraðsdóms og krafðist sýknu af öllum kröfum mannsins. Fram kemur í dómnum að ekki liggi annað fyrir í málinu en að hífingarbúnaðurinn sem notaður var, þar með talið krókarnir, hafi verið í lagi og aðstæður almennt góðar á verkstæðinu. Deigluvagninn hafi hins vegar verið þannig hannaður að aðeins hafi verið hægt að setja krókana í göt á innanverðum vagninum en ekki hafi verið hægt að læsa öryggislokum þeirra. Deilt var um hvort vátryggingartaki hjá áfrýjanda og vinnuveitenda bæri bótaábyrgð á tjóni sem maðurinn varð fyrir í slysinu annað hvort að öllu leyti eða ásamt manninum sjálfum. Vinnueftirlitið rannsakaði málið á vettvangi daginn eftir slysið, þann 11. október 2016. Í skýrslu sem gefin var út eftir rannsókn kemur fram að orsök slyssins hafi verið sú að krókarnir hafi runnið af flötum kantinum þar sem ekki var unnt að læsa krókunum með öryggislokunum sem á þeim voru. Öryggisatriði á vinnustaðnum voru sögð almennt í lagi og hefði stefndi verið í öryggisskóm, með hjálm og öryggisgleraugu þegar slysið varð. Ekki hefði verið gert sérstakt áhættumat fyrir hífingu deigluvagna á vinnustaðnum og gaf Vinnueftirlitið þau fyrirmæli um úrbætur að gert yrði sérstakt áhættumat fyrir þennan verkþátt. Í skýrslu sem deildarstjóri hjá vinnuveitandanum gaf fyrir Landsrétti kom fram að stefndi hefði stýrt umræddum krana í hífingarbúnaði með þráðlausri fjarstýringu. Almennt beri ekki nauðsyn að staðið sé nærri þeim hlutum sem verið er að hífa hverju sinni. Þar sem stefndi hefði notað búnaðinn með röngum hætti og aðeins sett tvær keðjur en ekki þrjár í deigluvagninn, sem er sexhyrndur að lögun, hafi hann þurft að standa upp við hann og styðja við vagninn svo hann héldi jafnvægi er hann flutti vagninn yfir stálbita á gólfinu. Vinnubrögðin sem maðurinn beitti við hífingu vagnsins hafi ekki verið viðtekin á verkstæðinu og hafi honum því verið mjög brugðið er hann heyrði hvernig slysið bar að. Fyrir héraðsdómi bar sama vitni að starfsmenn á verkstæðinu hefðu tjáð honum að þetta verklag hefði alltaf viðgengist. Dómsmál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Sjá meira
Landsréttur dæmdi í dag í máli manns sem lenti undir 1,5 tonna þungum deigluvagni sem féll á fót hans við vinnu. Dæmt var manninum í vil og skulu honum vera greiddar skaðabætur vegna slyssins. Slysið varð þann 10. október 2016 þegar 1,5 tonna deigluvagn rann af krókum sem notaðir voru til að festa vagninn við hífingarbúnað og féll vagninn á fót mannsins. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt í málinu í júní 2019 og komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að hífingarbúnaðurinn sem maðurinn notaði hentaði ekki til verksins sem hann innti reglubundið af hendi. Ósannað væri að hentugur búnaður hafi verið fyrir hendi eða að vinnuveitandi mannsins hafi gefið fyrirmæli um notkun annars búnaðar. Landsréttur féllst á þetta og viðurkenndi rétt mannsins til skaðabóta úr ábyrgðartryggingu vinnuveitandans hjá Vátryggingafélagi Íslands. Vinnuveitandi mannsins áfrýjaði dómi héraðsdóms og krafðist sýknu af öllum kröfum mannsins. Fram kemur í dómnum að ekki liggi annað fyrir í málinu en að hífingarbúnaðurinn sem notaður var, þar með talið krókarnir, hafi verið í lagi og aðstæður almennt góðar á verkstæðinu. Deigluvagninn hafi hins vegar verið þannig hannaður að aðeins hafi verið hægt að setja krókana í göt á innanverðum vagninum en ekki hafi verið hægt að læsa öryggislokum þeirra. Deilt var um hvort vátryggingartaki hjá áfrýjanda og vinnuveitenda bæri bótaábyrgð á tjóni sem maðurinn varð fyrir í slysinu annað hvort að öllu leyti eða ásamt manninum sjálfum. Vinnueftirlitið rannsakaði málið á vettvangi daginn eftir slysið, þann 11. október 2016. Í skýrslu sem gefin var út eftir rannsókn kemur fram að orsök slyssins hafi verið sú að krókarnir hafi runnið af flötum kantinum þar sem ekki var unnt að læsa krókunum með öryggislokunum sem á þeim voru. Öryggisatriði á vinnustaðnum voru sögð almennt í lagi og hefði stefndi verið í öryggisskóm, með hjálm og öryggisgleraugu þegar slysið varð. Ekki hefði verið gert sérstakt áhættumat fyrir hífingu deigluvagna á vinnustaðnum og gaf Vinnueftirlitið þau fyrirmæli um úrbætur að gert yrði sérstakt áhættumat fyrir þennan verkþátt. Í skýrslu sem deildarstjóri hjá vinnuveitandanum gaf fyrir Landsrétti kom fram að stefndi hefði stýrt umræddum krana í hífingarbúnaði með þráðlausri fjarstýringu. Almennt beri ekki nauðsyn að staðið sé nærri þeim hlutum sem verið er að hífa hverju sinni. Þar sem stefndi hefði notað búnaðinn með röngum hætti og aðeins sett tvær keðjur en ekki þrjár í deigluvagninn, sem er sexhyrndur að lögun, hafi hann þurft að standa upp við hann og styðja við vagninn svo hann héldi jafnvægi er hann flutti vagninn yfir stálbita á gólfinu. Vinnubrögðin sem maðurinn beitti við hífingu vagnsins hafi ekki verið viðtekin á verkstæðinu og hafi honum því verið mjög brugðið er hann heyrði hvernig slysið bar að. Fyrir héraðsdómi bar sama vitni að starfsmenn á verkstæðinu hefðu tjáð honum að þetta verklag hefði alltaf viðgengist.
Dómsmál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Sjá meira