Fær bætur eftir að 1,5 tonna vagn féll á fót hans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. maí 2020 18:50 Landsréttur Vísir/Vilhelm Landsréttur dæmdi í dag í máli manns sem lenti undir 1,5 tonna þungum deigluvagni sem féll á fót hans við vinnu. Dæmt var manninum í vil og skulu honum vera greiddar skaðabætur vegna slyssins. Slysið varð þann 10. október 2016 þegar 1,5 tonna deigluvagn rann af krókum sem notaðir voru til að festa vagninn við hífingarbúnað og féll vagninn á fót mannsins. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt í málinu í júní 2019 og komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að hífingarbúnaðurinn sem maðurinn notaði hentaði ekki til verksins sem hann innti reglubundið af hendi. Ósannað væri að hentugur búnaður hafi verið fyrir hendi eða að vinnuveitandi mannsins hafi gefið fyrirmæli um notkun annars búnaðar. Landsréttur féllst á þetta og viðurkenndi rétt mannsins til skaðabóta úr ábyrgðartryggingu vinnuveitandans hjá Vátryggingafélagi Íslands. Vinnuveitandi mannsins áfrýjaði dómi héraðsdóms og krafðist sýknu af öllum kröfum mannsins. Fram kemur í dómnum að ekki liggi annað fyrir í málinu en að hífingarbúnaðurinn sem notaður var, þar með talið krókarnir, hafi verið í lagi og aðstæður almennt góðar á verkstæðinu. Deigluvagninn hafi hins vegar verið þannig hannaður að aðeins hafi verið hægt að setja krókana í göt á innanverðum vagninum en ekki hafi verið hægt að læsa öryggislokum þeirra. Deilt var um hvort vátryggingartaki hjá áfrýjanda og vinnuveitenda bæri bótaábyrgð á tjóni sem maðurinn varð fyrir í slysinu annað hvort að öllu leyti eða ásamt manninum sjálfum. Vinnueftirlitið rannsakaði málið á vettvangi daginn eftir slysið, þann 11. október 2016. Í skýrslu sem gefin var út eftir rannsókn kemur fram að orsök slyssins hafi verið sú að krókarnir hafi runnið af flötum kantinum þar sem ekki var unnt að læsa krókunum með öryggislokunum sem á þeim voru. Öryggisatriði á vinnustaðnum voru sögð almennt í lagi og hefði stefndi verið í öryggisskóm, með hjálm og öryggisgleraugu þegar slysið varð. Ekki hefði verið gert sérstakt áhættumat fyrir hífingu deigluvagna á vinnustaðnum og gaf Vinnueftirlitið þau fyrirmæli um úrbætur að gert yrði sérstakt áhættumat fyrir þennan verkþátt. Í skýrslu sem deildarstjóri hjá vinnuveitandanum gaf fyrir Landsrétti kom fram að stefndi hefði stýrt umræddum krana í hífingarbúnaði með þráðlausri fjarstýringu. Almennt beri ekki nauðsyn að staðið sé nærri þeim hlutum sem verið er að hífa hverju sinni. Þar sem stefndi hefði notað búnaðinn með röngum hætti og aðeins sett tvær keðjur en ekki þrjár í deigluvagninn, sem er sexhyrndur að lögun, hafi hann þurft að standa upp við hann og styðja við vagninn svo hann héldi jafnvægi er hann flutti vagninn yfir stálbita á gólfinu. Vinnubrögðin sem maðurinn beitti við hífingu vagnsins hafi ekki verið viðtekin á verkstæðinu og hafi honum því verið mjög brugðið er hann heyrði hvernig slysið bar að. Fyrir héraðsdómi bar sama vitni að starfsmenn á verkstæðinu hefðu tjáð honum að þetta verklag hefði alltaf viðgengist. Dómsmál Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Landsréttur dæmdi í dag í máli manns sem lenti undir 1,5 tonna þungum deigluvagni sem féll á fót hans við vinnu. Dæmt var manninum í vil og skulu honum vera greiddar skaðabætur vegna slyssins. Slysið varð þann 10. október 2016 þegar 1,5 tonna deigluvagn rann af krókum sem notaðir voru til að festa vagninn við hífingarbúnað og féll vagninn á fót mannsins. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt í málinu í júní 2019 og komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að hífingarbúnaðurinn sem maðurinn notaði hentaði ekki til verksins sem hann innti reglubundið af hendi. Ósannað væri að hentugur búnaður hafi verið fyrir hendi eða að vinnuveitandi mannsins hafi gefið fyrirmæli um notkun annars búnaðar. Landsréttur féllst á þetta og viðurkenndi rétt mannsins til skaðabóta úr ábyrgðartryggingu vinnuveitandans hjá Vátryggingafélagi Íslands. Vinnuveitandi mannsins áfrýjaði dómi héraðsdóms og krafðist sýknu af öllum kröfum mannsins. Fram kemur í dómnum að ekki liggi annað fyrir í málinu en að hífingarbúnaðurinn sem notaður var, þar með talið krókarnir, hafi verið í lagi og aðstæður almennt góðar á verkstæðinu. Deigluvagninn hafi hins vegar verið þannig hannaður að aðeins hafi verið hægt að setja krókana í göt á innanverðum vagninum en ekki hafi verið hægt að læsa öryggislokum þeirra. Deilt var um hvort vátryggingartaki hjá áfrýjanda og vinnuveitenda bæri bótaábyrgð á tjóni sem maðurinn varð fyrir í slysinu annað hvort að öllu leyti eða ásamt manninum sjálfum. Vinnueftirlitið rannsakaði málið á vettvangi daginn eftir slysið, þann 11. október 2016. Í skýrslu sem gefin var út eftir rannsókn kemur fram að orsök slyssins hafi verið sú að krókarnir hafi runnið af flötum kantinum þar sem ekki var unnt að læsa krókunum með öryggislokunum sem á þeim voru. Öryggisatriði á vinnustaðnum voru sögð almennt í lagi og hefði stefndi verið í öryggisskóm, með hjálm og öryggisgleraugu þegar slysið varð. Ekki hefði verið gert sérstakt áhættumat fyrir hífingu deigluvagna á vinnustaðnum og gaf Vinnueftirlitið þau fyrirmæli um úrbætur að gert yrði sérstakt áhættumat fyrir þennan verkþátt. Í skýrslu sem deildarstjóri hjá vinnuveitandanum gaf fyrir Landsrétti kom fram að stefndi hefði stýrt umræddum krana í hífingarbúnaði með þráðlausri fjarstýringu. Almennt beri ekki nauðsyn að staðið sé nærri þeim hlutum sem verið er að hífa hverju sinni. Þar sem stefndi hefði notað búnaðinn með röngum hætti og aðeins sett tvær keðjur en ekki þrjár í deigluvagninn, sem er sexhyrndur að lögun, hafi hann þurft að standa upp við hann og styðja við vagninn svo hann héldi jafnvægi er hann flutti vagninn yfir stálbita á gólfinu. Vinnubrögðin sem maðurinn beitti við hífingu vagnsins hafi ekki verið viðtekin á verkstæðinu og hafi honum því verið mjög brugðið er hann heyrði hvernig slysið bar að. Fyrir héraðsdómi bar sama vitni að starfsmenn á verkstæðinu hefðu tjáð honum að þetta verklag hefði alltaf viðgengist.
Dómsmál Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira