Innlent

Nýskráðum ökutækjum fjölgar um nærri 50 prósent á milli ára

MYND/GVA

Nýskráðum ökutækjum á fyrstu 53 dögum þessa árs fjölgaði um 47 prósent miðað við sama tímabil í fyrra samkvæmt samantekt Umferðarstofu.

Í tilkynningu frá stofunni kemur fram að á tímabilinu 1. janúar til 22. febrúar á þessu ári hafi nærri 4.150 ökutæki verið nýskráð á Íslandi miðað við rúmlega 2800 ökutæki yfir sama tímabil á síðasta ári. Vantar aðeins 86 ökutæki upp á að náð sé sögulegu hámarki nýskráninga sem var árið 2006 yfir sama tímabil.

Þá segir Umferðarstofa að á þessum 53 dögum hafi rúmlega 14 þúsund ökutæki skipt um eigendur en þau voru um 13.600 á sama tíma í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×