Innlent

Sundlaugarnar opnaðar á miðnætti á sunnudaginn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tísti rétt í þessu um að sundlaugarnar í Reykjavík opni á miðnætti á sunnudaginn til að mæta eftirvæntingu og eftirspurn.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tísti rétt í þessu um að sundlaugarnar í Reykjavík opni á miðnætti á sunnudaginn til að mæta eftirvæntingu og eftirspurn. vísir/vilhelm

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að sundlaugarnar í Reykjavík verði opnaðar á miðnætti á sunnudaginn. Komin var heimild frá heilbrigðisráðherra að opna laugarnar mánudaginn 18. maí. Ljóst er að ekki á mínúta að fara til spillis.

Sjá einnig: Svona verður fyrirkomulagið í sundlaugunum 18. maí

„Til að mæta eftirvæntingu og eftirspurn ætlum við að opna allar laugarnar eina mínútu eftir miðnætti og hafa opið alla nóttina. Einhverjir verða þreyttir - en hreinir og glaðir - á mánudaginn,“ segir Dagur.

Sundlaugar landsins hafa verið lokaðar síðan 23. mars. Þeim verður heimilt að taka á móti helmingi þeim gestafjölda sem hver og sig hefur almennt leyfi fyrir.


Tengdar fréttir

Svona verður fyrir­komu­lagið í sund­laugunum 18. maí

Sóttvarnalæknir mun leggja það til að fjöldi gesta í sundlaugum, sem ráðgert er að opni á ný eftir samkomubann nú á mánudaginn, fari fyrst um sinn ekki yfir helmingsfjölda gesta sem starfsleyfi hverrar laugar kveður á um.

Höfða til fólks að hanga ekki of lengi í pottunum

Skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg segir að sundlaugarnar búi að reynslu frá því í samkomubanni var komið á í mars. Hann reiknar með að reglurnar sem kynntar verða á næstunni muni gilda í tvær vikur.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.