Innlent

Hvetur til málsóknar á hendur vefsíðum með nafnlausum níðskrifum

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hvetur til þess að einhver láti reyna á ábyrgð þeirra sem halda úti vefsíðum þar sem vegið er að fólki í skjóli nafnleysis með dónaskap og óhróðri.

Þessi orð lætur ráðherrann falla á heimasíðu sinni í kjölfar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Þar var Gaukur Úlfarsson dæmdur til að greiða Ómari R. Valdimarssyni 300 þúsund krónur í miskabætur vegna ummæla sem Gaukur lét falla um Ómar á bloggsíðu sinni.

Ráðherra segir dóminn sögulegan og hann hafi lengi talið að höfundar væru ekki síður ábyrgir orða sinna í netheimum en annars staðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×