Innlent

Malbikið lengist í Grafningi í sumar

Kristján Már Unnarsson skrifar
Frá Grafningsvegi neðri. Þar enda malbikið núna við Hlíðará vestan Bíldsfells en úr því á að bæta í sumar.
Frá Grafningsvegi neðri. Þar enda malbikið núna við Hlíðará vestan Bíldsfells en úr því á að bæta í sumar. Stöð 2/Einar Árnason.

Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu fimm kílómetra langs kafla í Grafningi sunnan Úlfljótsvatns, milli Hlíðarár og Grafningsvegar efri. Vegarkaflinn verður byggður upp og lagður bundnu slitlagi.

Frestur til að skila inn tilboðum rennur út 28. apríl. Verkið skal allt vinnast í sumar og á því að vera að fullu lokið fyrir 1. september, samkvæmt útboðslýsingu.

Vegfarendur um Grafning hafa til þessa mátt búa við malarveg með tilheyrandi skruðningi, steinkasti og þjóðvegaryki.Stöð 2/Einar Árnason.

Þessi vegagerð bætist við endurbætur Grafningsvegar milli Nesjavalla og Úlfljótsvatns, sem verktakinn Suðurtak á Selfossi hefur unnið að undanfarin tvö ár.

Sjá einnig hér: Bundið slitlag kemur sunnan Þingvallavatns

Byrjað var sumarið 2018 á fimm kílómetra kafla milli Nesjavalla og Hagavíkur. Í fyrra hófust svo framkvæmdir við sex kílómetra kafla milli Hagavíkur og Úlfljótsvatns, en þar eru verklok áætluð 1. júní í sumar.

Í frétt Stöðvar 2 í fyrrasumar var bent á að vegarbæturnar gætu gert þriðju leiðina milli Reykjavíkur og uppsveita Árnessýslu að ákjósanlegum valkosti, eins og sjá má hér:


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×