Segir nær ómögulegt að segja til um úrslit kosninganna Anton Egilsson og Þórhildur Þorkelsdóttir skrifa 22. apríl 2017 20:53 Frakkar ganga að kjörborðinu á morgun til að kjósa sér nýjan forseta. Kosningarnar eru þær mest spennandi í áraraðir en lítill munur er á fylgi fjögurra efstu frambjóðendanna og engin leið að segja til um hverjir þeirra komast í aðra umferð sem verður í maí. Augu heimsbyggðarinnar verða á Frakklandi um helgina en frönsku forsetakosningarnar sem fram fara á morgun verða sögulegar fyrir margar sakir. Til að mynda vegna þess að fylgi efstu frambjóðendanna er vart mælanlegt en líka vegna þess að úrslit kosninganna koma til með að gefa ákveðna mynd af framtíð Evrópusambandsins. Ellefu manns eru í framboði til forseta í Frakklandi. Í kosningunum á morgun verður kosið á milli þeirra en eftir rúmar tvær vikur, þann 7. maí, verður kosið að nýju milli tveggja efstu frambjóðendanna. Annar þeirra verður næsti forseti Frakklands.Miðjumaðurinn Macron þykir sigurstranglegasturAf ellefu eru fimm frambjóðendur sem taldir eru eiga raunhæfa möguleika á að komast í seinni umferðina. Fyrst ber að nefna miðjumanninn Emmanuel Macron sem hefur komið eins og stormsveipur inn í frönsk stjórnmál. Hann þykir hafa mikla persónutöfra og bera af í kappræðum. Fylgi Macron hefur aukist örlítið frá síðustu könnunum og er honum nú spáð um 24 prósent atkvæða. Þá ber næst að nefna frambjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, en hún þykir hafa róttækar skoðanir. Hún vill láta loka landamærum landsins og hætta í Evrópusambandinu. Samkvæmt nýjustu könnunum mælist hún nú með um 21 prósent atkvæða. Francois Fillon, frambjóðandi Repúblikana, þótti sigurstranglegastur framan af. Nýleg hneykslis- og spillingarmál sem honum tengjast hafa þó nánast gert út um sigurvonir hans. Þá hefur vinstrimaðurinn Jean-Luc Mélenchon, frambjóðandi La France Insoumise, ágætt fylgi og sósíalistinn Benoit Hamon fylgir fast á hæla hans. Ómögulegt að spá fyrir um úrslitin Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í Frakklandi, segir nær ómögulegt að segja til um hverjir muni komast áfram í seinni umferð kosninganna. „Það hefur dregist saman með fjórum efstu frambjóðendunum síðustu vikur. Ekki nóg með það heldur eru margir sem segjast ætla að sitja heima og margir eru enn óákveðnir. Þannig að niðurstaðan er enn mikilli óvissu háð,” segir Kristján. Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Frakkar ganga að kjörborðinu á morgun til að kjósa sér nýjan forseta. Kosningarnar eru þær mest spennandi í áraraðir en lítill munur er á fylgi fjögurra efstu frambjóðendanna og engin leið að segja til um hverjir þeirra komast í aðra umferð sem verður í maí. Augu heimsbyggðarinnar verða á Frakklandi um helgina en frönsku forsetakosningarnar sem fram fara á morgun verða sögulegar fyrir margar sakir. Til að mynda vegna þess að fylgi efstu frambjóðendanna er vart mælanlegt en líka vegna þess að úrslit kosninganna koma til með að gefa ákveðna mynd af framtíð Evrópusambandsins. Ellefu manns eru í framboði til forseta í Frakklandi. Í kosningunum á morgun verður kosið á milli þeirra en eftir rúmar tvær vikur, þann 7. maí, verður kosið að nýju milli tveggja efstu frambjóðendanna. Annar þeirra verður næsti forseti Frakklands.Miðjumaðurinn Macron þykir sigurstranglegasturAf ellefu eru fimm frambjóðendur sem taldir eru eiga raunhæfa möguleika á að komast í seinni umferðina. Fyrst ber að nefna miðjumanninn Emmanuel Macron sem hefur komið eins og stormsveipur inn í frönsk stjórnmál. Hann þykir hafa mikla persónutöfra og bera af í kappræðum. Fylgi Macron hefur aukist örlítið frá síðustu könnunum og er honum nú spáð um 24 prósent atkvæða. Þá ber næst að nefna frambjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, en hún þykir hafa róttækar skoðanir. Hún vill láta loka landamærum landsins og hætta í Evrópusambandinu. Samkvæmt nýjustu könnunum mælist hún nú með um 21 prósent atkvæða. Francois Fillon, frambjóðandi Repúblikana, þótti sigurstranglegastur framan af. Nýleg hneykslis- og spillingarmál sem honum tengjast hafa þó nánast gert út um sigurvonir hans. Þá hefur vinstrimaðurinn Jean-Luc Mélenchon, frambjóðandi La France Insoumise, ágætt fylgi og sósíalistinn Benoit Hamon fylgir fast á hæla hans. Ómögulegt að spá fyrir um úrslitin Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í Frakklandi, segir nær ómögulegt að segja til um hverjir muni komast áfram í seinni umferð kosninganna. „Það hefur dregist saman með fjórum efstu frambjóðendunum síðustu vikur. Ekki nóg með það heldur eru margir sem segjast ætla að sitja heima og margir eru enn óákveðnir. Þannig að niðurstaðan er enn mikilli óvissu háð,” segir Kristján.
Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira