Segir nær ómögulegt að segja til um úrslit kosninganna Anton Egilsson og Þórhildur Þorkelsdóttir skrifa 22. apríl 2017 20:53 Frakkar ganga að kjörborðinu á morgun til að kjósa sér nýjan forseta. Kosningarnar eru þær mest spennandi í áraraðir en lítill munur er á fylgi fjögurra efstu frambjóðendanna og engin leið að segja til um hverjir þeirra komast í aðra umferð sem verður í maí. Augu heimsbyggðarinnar verða á Frakklandi um helgina en frönsku forsetakosningarnar sem fram fara á morgun verða sögulegar fyrir margar sakir. Til að mynda vegna þess að fylgi efstu frambjóðendanna er vart mælanlegt en líka vegna þess að úrslit kosninganna koma til með að gefa ákveðna mynd af framtíð Evrópusambandsins. Ellefu manns eru í framboði til forseta í Frakklandi. Í kosningunum á morgun verður kosið á milli þeirra en eftir rúmar tvær vikur, þann 7. maí, verður kosið að nýju milli tveggja efstu frambjóðendanna. Annar þeirra verður næsti forseti Frakklands.Miðjumaðurinn Macron þykir sigurstranglegasturAf ellefu eru fimm frambjóðendur sem taldir eru eiga raunhæfa möguleika á að komast í seinni umferðina. Fyrst ber að nefna miðjumanninn Emmanuel Macron sem hefur komið eins og stormsveipur inn í frönsk stjórnmál. Hann þykir hafa mikla persónutöfra og bera af í kappræðum. Fylgi Macron hefur aukist örlítið frá síðustu könnunum og er honum nú spáð um 24 prósent atkvæða. Þá ber næst að nefna frambjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, en hún þykir hafa róttækar skoðanir. Hún vill láta loka landamærum landsins og hætta í Evrópusambandinu. Samkvæmt nýjustu könnunum mælist hún nú með um 21 prósent atkvæða. Francois Fillon, frambjóðandi Repúblikana, þótti sigurstranglegastur framan af. Nýleg hneykslis- og spillingarmál sem honum tengjast hafa þó nánast gert út um sigurvonir hans. Þá hefur vinstrimaðurinn Jean-Luc Mélenchon, frambjóðandi La France Insoumise, ágætt fylgi og sósíalistinn Benoit Hamon fylgir fast á hæla hans. Ómögulegt að spá fyrir um úrslitin Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í Frakklandi, segir nær ómögulegt að segja til um hverjir muni komast áfram í seinni umferð kosninganna. „Það hefur dregist saman með fjórum efstu frambjóðendunum síðustu vikur. Ekki nóg með það heldur eru margir sem segjast ætla að sitja heima og margir eru enn óákveðnir. Þannig að niðurstaðan er enn mikilli óvissu háð,” segir Kristján. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Frakkar ganga að kjörborðinu á morgun til að kjósa sér nýjan forseta. Kosningarnar eru þær mest spennandi í áraraðir en lítill munur er á fylgi fjögurra efstu frambjóðendanna og engin leið að segja til um hverjir þeirra komast í aðra umferð sem verður í maí. Augu heimsbyggðarinnar verða á Frakklandi um helgina en frönsku forsetakosningarnar sem fram fara á morgun verða sögulegar fyrir margar sakir. Til að mynda vegna þess að fylgi efstu frambjóðendanna er vart mælanlegt en líka vegna þess að úrslit kosninganna koma til með að gefa ákveðna mynd af framtíð Evrópusambandsins. Ellefu manns eru í framboði til forseta í Frakklandi. Í kosningunum á morgun verður kosið á milli þeirra en eftir rúmar tvær vikur, þann 7. maí, verður kosið að nýju milli tveggja efstu frambjóðendanna. Annar þeirra verður næsti forseti Frakklands.Miðjumaðurinn Macron þykir sigurstranglegasturAf ellefu eru fimm frambjóðendur sem taldir eru eiga raunhæfa möguleika á að komast í seinni umferðina. Fyrst ber að nefna miðjumanninn Emmanuel Macron sem hefur komið eins og stormsveipur inn í frönsk stjórnmál. Hann þykir hafa mikla persónutöfra og bera af í kappræðum. Fylgi Macron hefur aukist örlítið frá síðustu könnunum og er honum nú spáð um 24 prósent atkvæða. Þá ber næst að nefna frambjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, en hún þykir hafa róttækar skoðanir. Hún vill láta loka landamærum landsins og hætta í Evrópusambandinu. Samkvæmt nýjustu könnunum mælist hún nú með um 21 prósent atkvæða. Francois Fillon, frambjóðandi Repúblikana, þótti sigurstranglegastur framan af. Nýleg hneykslis- og spillingarmál sem honum tengjast hafa þó nánast gert út um sigurvonir hans. Þá hefur vinstrimaðurinn Jean-Luc Mélenchon, frambjóðandi La France Insoumise, ágætt fylgi og sósíalistinn Benoit Hamon fylgir fast á hæla hans. Ómögulegt að spá fyrir um úrslitin Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í Frakklandi, segir nær ómögulegt að segja til um hverjir muni komast áfram í seinni umferð kosninganna. „Það hefur dregist saman með fjórum efstu frambjóðendunum síðustu vikur. Ekki nóg með það heldur eru margir sem segjast ætla að sitja heima og margir eru enn óákveðnir. Þannig að niðurstaðan er enn mikilli óvissu háð,” segir Kristján.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira