Segir nær ómögulegt að segja til um úrslit kosninganna Anton Egilsson og Þórhildur Þorkelsdóttir skrifa 22. apríl 2017 20:53 Frakkar ganga að kjörborðinu á morgun til að kjósa sér nýjan forseta. Kosningarnar eru þær mest spennandi í áraraðir en lítill munur er á fylgi fjögurra efstu frambjóðendanna og engin leið að segja til um hverjir þeirra komast í aðra umferð sem verður í maí. Augu heimsbyggðarinnar verða á Frakklandi um helgina en frönsku forsetakosningarnar sem fram fara á morgun verða sögulegar fyrir margar sakir. Til að mynda vegna þess að fylgi efstu frambjóðendanna er vart mælanlegt en líka vegna þess að úrslit kosninganna koma til með að gefa ákveðna mynd af framtíð Evrópusambandsins. Ellefu manns eru í framboði til forseta í Frakklandi. Í kosningunum á morgun verður kosið á milli þeirra en eftir rúmar tvær vikur, þann 7. maí, verður kosið að nýju milli tveggja efstu frambjóðendanna. Annar þeirra verður næsti forseti Frakklands.Miðjumaðurinn Macron þykir sigurstranglegasturAf ellefu eru fimm frambjóðendur sem taldir eru eiga raunhæfa möguleika á að komast í seinni umferðina. Fyrst ber að nefna miðjumanninn Emmanuel Macron sem hefur komið eins og stormsveipur inn í frönsk stjórnmál. Hann þykir hafa mikla persónutöfra og bera af í kappræðum. Fylgi Macron hefur aukist örlítið frá síðustu könnunum og er honum nú spáð um 24 prósent atkvæða. Þá ber næst að nefna frambjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, en hún þykir hafa róttækar skoðanir. Hún vill láta loka landamærum landsins og hætta í Evrópusambandinu. Samkvæmt nýjustu könnunum mælist hún nú með um 21 prósent atkvæða. Francois Fillon, frambjóðandi Repúblikana, þótti sigurstranglegastur framan af. Nýleg hneykslis- og spillingarmál sem honum tengjast hafa þó nánast gert út um sigurvonir hans. Þá hefur vinstrimaðurinn Jean-Luc Mélenchon, frambjóðandi La France Insoumise, ágætt fylgi og sósíalistinn Benoit Hamon fylgir fast á hæla hans. Ómögulegt að spá fyrir um úrslitin Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í Frakklandi, segir nær ómögulegt að segja til um hverjir muni komast áfram í seinni umferð kosninganna. „Það hefur dregist saman með fjórum efstu frambjóðendunum síðustu vikur. Ekki nóg með það heldur eru margir sem segjast ætla að sitja heima og margir eru enn óákveðnir. Þannig að niðurstaðan er enn mikilli óvissu háð,” segir Kristján. Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Sjá meira
Frakkar ganga að kjörborðinu á morgun til að kjósa sér nýjan forseta. Kosningarnar eru þær mest spennandi í áraraðir en lítill munur er á fylgi fjögurra efstu frambjóðendanna og engin leið að segja til um hverjir þeirra komast í aðra umferð sem verður í maí. Augu heimsbyggðarinnar verða á Frakklandi um helgina en frönsku forsetakosningarnar sem fram fara á morgun verða sögulegar fyrir margar sakir. Til að mynda vegna þess að fylgi efstu frambjóðendanna er vart mælanlegt en líka vegna þess að úrslit kosninganna koma til með að gefa ákveðna mynd af framtíð Evrópusambandsins. Ellefu manns eru í framboði til forseta í Frakklandi. Í kosningunum á morgun verður kosið á milli þeirra en eftir rúmar tvær vikur, þann 7. maí, verður kosið að nýju milli tveggja efstu frambjóðendanna. Annar þeirra verður næsti forseti Frakklands.Miðjumaðurinn Macron þykir sigurstranglegasturAf ellefu eru fimm frambjóðendur sem taldir eru eiga raunhæfa möguleika á að komast í seinni umferðina. Fyrst ber að nefna miðjumanninn Emmanuel Macron sem hefur komið eins og stormsveipur inn í frönsk stjórnmál. Hann þykir hafa mikla persónutöfra og bera af í kappræðum. Fylgi Macron hefur aukist örlítið frá síðustu könnunum og er honum nú spáð um 24 prósent atkvæða. Þá ber næst að nefna frambjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, en hún þykir hafa róttækar skoðanir. Hún vill láta loka landamærum landsins og hætta í Evrópusambandinu. Samkvæmt nýjustu könnunum mælist hún nú með um 21 prósent atkvæða. Francois Fillon, frambjóðandi Repúblikana, þótti sigurstranglegastur framan af. Nýleg hneykslis- og spillingarmál sem honum tengjast hafa þó nánast gert út um sigurvonir hans. Þá hefur vinstrimaðurinn Jean-Luc Mélenchon, frambjóðandi La France Insoumise, ágætt fylgi og sósíalistinn Benoit Hamon fylgir fast á hæla hans. Ómögulegt að spá fyrir um úrslitin Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í Frakklandi, segir nær ómögulegt að segja til um hverjir muni komast áfram í seinni umferð kosninganna. „Það hefur dregist saman með fjórum efstu frambjóðendunum síðustu vikur. Ekki nóg með það heldur eru margir sem segjast ætla að sitja heima og margir eru enn óákveðnir. Þannig að niðurstaðan er enn mikilli óvissu háð,” segir Kristján.
Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Sjá meira