Enski boltinn

Hughes: Ferguson er örugglega þreyttur að svara spurningum um City

Ómar Þorgeirsson skrifar
Mark Hughes og Carlos Tevez.
Mark Hughes og Carlos Tevez. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Mark Hughes hjá Manchester City hefur afar gaman af skotunum sem starfsbróðir hans Sir Alex Ferguson hjá Manchester United hefur verið að láta flakka um City liðið undanfarið.

Hughes fagnar því að City sé komið inn í umræðuna hjá Ferguson og fleirum og vonast til þess að það sé til komið vegna þess að félagið sé á réttri leið.

„Ég hugsa að Ferguson sé orðinn hundleiður á því að það sé alltaf verið að spyrja hann út í City liðið frekar en lið United. Við erum stoltir og ánægðir með að City virðist vera komið meira og meira inn í umræðuna og ég get vel séð af hverju það fer í taugarnar á Ferguson en frá mínum bæjardyrum séð þá er það nú frekar fyndið.

Við stefnum annars bara á að verða sterkari og sterkari og ég veit að það fer í taugarnar á mörgum en við höfum minnstar áhyggjur af því," segir Hughes en United og City mætast eins og kunnugt er í grannaslag í hádeginu á sunnudag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×