Lífið

Bein útsending: Gestir Ævars utan úr geimnum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ævar Þór Benediktsson, betur þekktur sem Ævar vísindamaður.
Ævar Þór Benediktsson, betur þekktur sem Ævar vísindamaður. Mynd/Forlagið

Ævar Þór Benediktsson, betur þekktur sem Ævar vísindamaður, hefur glatt þúsundir barna með upplestri á bókum sínum í beinni útsendingu í samkomubanninu. Eftir nokkurra daga páskafrí fer Ævar aftur af stað í dag og byrjar nú á þriðju bókinni í bókaflokknum um bernskubrek Ævars. Á slaginu klukkan eitt hefst lestur á bókinni Gestir utan úr geimnum. 

Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér fyrir neðan. Þessi frétt verður uppfærð daglega með streymi dagsins. Fyrri upplestrum verður svo jafnóðum bætt við neðst í fréttinni.

Streimt hefur verið frá upplestri Ævars frá fyrsta degi hér á Vísi. Fyrst las hann bókina Risaeðlur í Reykjavík og svo tók við önnur bókin sem er með titilinn Vélmennaárásin. Fyrsti upplesturinn hefur til dæmis verið spilaður hátt í 15 þúsund sinnum á Facebook þegar þetta er skrifað. Áhugasamir geta nálgast eldri útsendingar hér á Vísi og á Facebook síðu Ævars vísindamanns.

Hér að neðan má sjá fyrri upplestra Ævars.

c

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×