Bein útsending: Ævar les í beinni og lofar glæsilegum risaeðlutilþrifum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. mars 2020 11:00 Ævar Þór Benediktsson, betur þekktur sem Ævar vísindamaður. Facebook/Ævar vísindamaður Uppfært: Þessi frétt var upprunalega skrifuð á degi fyrsta streymisins en verður uppfærð daglega með streymi dagsins. Fyrri upplestrum verður svo jafnóðum bætt við neðst í fréttinni. Barnabókahöfundurinn Ævar Þór Benediktsson hefur ákveðið að hafa upplestur fyrir börn í beinni á netinu á hverjum virkum degi. Ástæðuna segir hann vera að svo margir eru heima hjá sér núna og að reyna að finna sér eitthvað að gera. Ævar stefnir á að lesa klukkan 13:00 en ef tíminn breytist lætur hann vita á Facebook síðunni Ævar vísindamaður. Útsendingu dagsins má sjá hér: „Bókin sem um ræðir er Risaeðlur í Reykjavík og ég lofa að reyna að vera með glæsileg risaeðlutilþrif,“ skrifar Ævar í færslu á Facebook. „Fyrsti upplestur er í dag, mánudaginn 16. mars. Ef þið eigið bókina heima skuluði endilega rífa hana úr hillunni, þurrka af henni rykið og lesa með og ef þið hafið aldrei heyrt söguna áður skuluði bara hlusta og njóta. Upplestrarnir verða ca 10 mínútur í hvert skipti.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Ævar birtir myndbönd í beinni með þessum hætti og ætlar að gera sitt allra besta. Myndböndin verða svo aðgengileg á Facebook síðunni fyrir þá krakka sem ekki ná að horfa á Ævar lesa í beinni. „Þannig að þið þurfið ekki að skipuleggja daginn ykkar í kringum þetta - það má líka hlusta áður en maður fer að sofa eða á meðan maður borðar morgunmat eða lærir heima.“ Ævar þakkar Forlaginu fyrir að leyfa sér að „kasta sögunni svona út í kosmósið“ og svo þakkar hann einnig Rán Flygenring fyrir að teikna myndirnar í bókinni, sem hann ætlar auðvitað að sýna á meðan hann les. „Áfram lestur - alls staðar og alls konar,“ segir Ævar að lokum. Hér að neðan má sjá fyrri upplestra Ævars. Upprunalega færslan um streymin: Börn og uppeldi Bókmenntir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Uppfært: Þessi frétt var upprunalega skrifuð á degi fyrsta streymisins en verður uppfærð daglega með streymi dagsins. Fyrri upplestrum verður svo jafnóðum bætt við neðst í fréttinni. Barnabókahöfundurinn Ævar Þór Benediktsson hefur ákveðið að hafa upplestur fyrir börn í beinni á netinu á hverjum virkum degi. Ástæðuna segir hann vera að svo margir eru heima hjá sér núna og að reyna að finna sér eitthvað að gera. Ævar stefnir á að lesa klukkan 13:00 en ef tíminn breytist lætur hann vita á Facebook síðunni Ævar vísindamaður. Útsendingu dagsins má sjá hér: „Bókin sem um ræðir er Risaeðlur í Reykjavík og ég lofa að reyna að vera með glæsileg risaeðlutilþrif,“ skrifar Ævar í færslu á Facebook. „Fyrsti upplestur er í dag, mánudaginn 16. mars. Ef þið eigið bókina heima skuluði endilega rífa hana úr hillunni, þurrka af henni rykið og lesa með og ef þið hafið aldrei heyrt söguna áður skuluði bara hlusta og njóta. Upplestrarnir verða ca 10 mínútur í hvert skipti.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Ævar birtir myndbönd í beinni með þessum hætti og ætlar að gera sitt allra besta. Myndböndin verða svo aðgengileg á Facebook síðunni fyrir þá krakka sem ekki ná að horfa á Ævar lesa í beinni. „Þannig að þið þurfið ekki að skipuleggja daginn ykkar í kringum þetta - það má líka hlusta áður en maður fer að sofa eða á meðan maður borðar morgunmat eða lærir heima.“ Ævar þakkar Forlaginu fyrir að leyfa sér að „kasta sögunni svona út í kosmósið“ og svo þakkar hann einnig Rán Flygenring fyrir að teikna myndirnar í bókinni, sem hann ætlar auðvitað að sýna á meðan hann les. „Áfram lestur - alls staðar og alls konar,“ segir Ævar að lokum. Hér að neðan má sjá fyrri upplestra Ævars. Upprunalega færslan um streymin:
Börn og uppeldi Bókmenntir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira