Bein útsending: Vélmennaárás Ævars Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. mars 2020 12:35 Ævar Þór Benediktsson, betur þekktur sem Ævar vísindamaður. Mynd/Forlagið Ævar Þór Benediktsson leikari og bókahöfundur hefur nú lokið við að lesa bókina Risaeðlur í Reykjavík og við tekur framhaldið, Vélmennaárásin. Ævar mun lesa upp úr bókinni fyrir börnin í beinni útsendingu kl.13:00 og má finna útsendinguna hér að neðan. Þessi frétt verður uppfærð daglega með streymi dagsins. Fyrri upplestrum verður svo jafnóðum bætt við neðst í fréttinni. Ævar Þór las upp bókina Risaeðlur í Reykjavík í átta hlutum. Bókin er sú fyrsta í bókaflokknum Bernskubrek Ævars en Vélmennaárásin er önnur bókin í röðinni. Í samtali við Vísi segir Ævar að upplesturinn hafi gengið mjög vel hingað til.. „Til að byrja með pínu stressandi en núna hef ég vanist þessu. Þetta er góð rútína á deginum hjá mér. Ég veit að klukkan 13:00 á öllum virkum dögum er bein útsending, og þá er eins gott að vera búinn að fá sér góðan hádegisverð og heimalagað kaffi svo maður sé með á nótunum.“ Ævar hefur þó nokkra reynslu af upplestri, þar sem hann hefur lesið nokkrar hljóðbækur, bæði sínar eigin og eftir aðra höfunda. Hann segist sjálfur vera mikill hljóðbókahlustandi líka. „Ég sá á Twitter að bandaríski leikarinn Josh Gad var að lesa barnabækur í beinni og hugsaði með mér að þetta væri hrikalega sniðugt, sérstaklega þar sem svo margir eru fastir heima hjá sér og vantar kannski eitthvað til að brjóta upp daginn. Tveimur dögum seinna fór fyrsti lesturinn á Risaeðlum í Reykjavík í loftið.“ Ævar segir að viðbrögðin við upplestrinum hafi verið gríðarlega góð. Mörg börn fylgjast spennt með myndböndunum á Facebook og hér á Vísi. „Mörg þúsund manns hafa horft á hvert myndband, þannig að þetta er orðinn töluverður fjöldi. Krakkar eru að hlusta heima, heilu bekkirnir fylgjast með í skólum og svo eru íslenskir krakkar sem búa erlendis líka að horfa. Ég hef auk þess fengið sendar óteljandi margar teikningar af risaeðlum sem ég deili á Facebook-síðunni minni á hverjum degi, sem er yndislegt.“ Alla upplestrana upp úr bókinni Risaeðlur í Reykjavík má finna hér á Vísi og öll myndböndin um Vélmennaárásina munu birtast hér í þessari frétt. Ævar segir að áhorfendur megi búast við vélmennum, stórhættulegri gervigreind, spennu og stuði. „Myndböndin vistast sjálfkrafa inni á Facebook-síðu Ævars vísindamanns, þannig að það er allt í lagi þótt maður sé bara að byrja að hlusta núna,“ segir Ævar að lokum. Samkomubann á Íslandi Bókmenntir Tengdar fréttir Bein útsending: Ævar les í beinni og lofar glæsilegum risaeðlutilþrifum Barnabókahöfundurinn Ævar Þór Benediktsson hefur ákveðið að hafa upplestur fyrir börn í beinni á netinu á hverjum virkum degi. 16. mars 2020 11:00 Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Sjá meira
Ævar Þór Benediktsson leikari og bókahöfundur hefur nú lokið við að lesa bókina Risaeðlur í Reykjavík og við tekur framhaldið, Vélmennaárásin. Ævar mun lesa upp úr bókinni fyrir börnin í beinni útsendingu kl.13:00 og má finna útsendinguna hér að neðan. Þessi frétt verður uppfærð daglega með streymi dagsins. Fyrri upplestrum verður svo jafnóðum bætt við neðst í fréttinni. Ævar Þór las upp bókina Risaeðlur í Reykjavík í átta hlutum. Bókin er sú fyrsta í bókaflokknum Bernskubrek Ævars en Vélmennaárásin er önnur bókin í röðinni. Í samtali við Vísi segir Ævar að upplesturinn hafi gengið mjög vel hingað til.. „Til að byrja með pínu stressandi en núna hef ég vanist þessu. Þetta er góð rútína á deginum hjá mér. Ég veit að klukkan 13:00 á öllum virkum dögum er bein útsending, og þá er eins gott að vera búinn að fá sér góðan hádegisverð og heimalagað kaffi svo maður sé með á nótunum.“ Ævar hefur þó nokkra reynslu af upplestri, þar sem hann hefur lesið nokkrar hljóðbækur, bæði sínar eigin og eftir aðra höfunda. Hann segist sjálfur vera mikill hljóðbókahlustandi líka. „Ég sá á Twitter að bandaríski leikarinn Josh Gad var að lesa barnabækur í beinni og hugsaði með mér að þetta væri hrikalega sniðugt, sérstaklega þar sem svo margir eru fastir heima hjá sér og vantar kannski eitthvað til að brjóta upp daginn. Tveimur dögum seinna fór fyrsti lesturinn á Risaeðlum í Reykjavík í loftið.“ Ævar segir að viðbrögðin við upplestrinum hafi verið gríðarlega góð. Mörg börn fylgjast spennt með myndböndunum á Facebook og hér á Vísi. „Mörg þúsund manns hafa horft á hvert myndband, þannig að þetta er orðinn töluverður fjöldi. Krakkar eru að hlusta heima, heilu bekkirnir fylgjast með í skólum og svo eru íslenskir krakkar sem búa erlendis líka að horfa. Ég hef auk þess fengið sendar óteljandi margar teikningar af risaeðlum sem ég deili á Facebook-síðunni minni á hverjum degi, sem er yndislegt.“ Alla upplestrana upp úr bókinni Risaeðlur í Reykjavík má finna hér á Vísi og öll myndböndin um Vélmennaárásina munu birtast hér í þessari frétt. Ævar segir að áhorfendur megi búast við vélmennum, stórhættulegri gervigreind, spennu og stuði. „Myndböndin vistast sjálfkrafa inni á Facebook-síðu Ævars vísindamanns, þannig að það er allt í lagi þótt maður sé bara að byrja að hlusta núna,“ segir Ævar að lokum.
Samkomubann á Íslandi Bókmenntir Tengdar fréttir Bein útsending: Ævar les í beinni og lofar glæsilegum risaeðlutilþrifum Barnabókahöfundurinn Ævar Þór Benediktsson hefur ákveðið að hafa upplestur fyrir börn í beinni á netinu á hverjum virkum degi. 16. mars 2020 11:00 Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Sjá meira
Bein útsending: Ævar les í beinni og lofar glæsilegum risaeðlutilþrifum Barnabókahöfundurinn Ævar Þór Benediktsson hefur ákveðið að hafa upplestur fyrir börn í beinni á netinu á hverjum virkum degi. 16. mars 2020 11:00