Æfðu viðbrögð við snjóflóðum í Bláfjöllum Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. febrúar 2020 13:30 Frá æfingu björgunarsveita í Bláfjöllum í dag. Vísir/Frikki Stór snjóflóðaleitaræfing hófst í Bláfjöllum í morgun, þar sem hundar og fjöldi fólks koma við sögu. Skipuleggjandi æfingarinnar segir snjóflóð síðustu vikna sýna fram á mikilvægi þess að björgunarsveitir séu ávallt viðbúnar, og kunni réttu handtökin. „Við ætlum að hafa hérna stóra snjóflóðaleitaræfingu. Það eru björgunarsveitir af Reykjavíkursvæðinu og Bláfjalla-skíðasvæðinu, sem standa að þessari æfingu,“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir, meðlimur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík og einn skipuleggjenda æfingarinnar. Útkall vegna snjóflóðs var sent út klukkan 10 í morgun og þegar björgunarsveitarfólk mætti á vettvang var búið að grafa fólk og dúkkur í fönn, sem koma þurfti í skjól.„Mikilvægasta viðbragðið í snjóflóðum, sérstaklega ef fólk er ekki með ýlur, það eru snjóflóðaleitarhundar sem að markera á fólk. Það er eini möguleikinn að finna það fljótt en annars þarf að notast við stangaleit sem er mjög seinleg,“ segir Þóra.Þóra segir að æfingin hafi verið sett á dagskrá í haust. Snjóflóð síðustu vikna, bæði á Vestfjörðum og í Esjuhlíðum á miðvikudag, þar sem ungur maður fórst, hafi síðan undirstrikað mikilvægi æfinga sem þessara.„Vissulega vorum við aðeins hugsi hvort við ættum að halda áfram í ljósi mjög sorglegra atburða síðustu daga en það vilja allir vera eins vel æfðir og klárir og kostur er á. Þannig að við keyrum æfinguna í anda þess.“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir. Almannavarnir Björgunarsveitir Reykjavík Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Stór snjóflóðaleitaræfing hófst í Bláfjöllum í morgun, þar sem hundar og fjöldi fólks koma við sögu. Skipuleggjandi æfingarinnar segir snjóflóð síðustu vikna sýna fram á mikilvægi þess að björgunarsveitir séu ávallt viðbúnar, og kunni réttu handtökin. „Við ætlum að hafa hérna stóra snjóflóðaleitaræfingu. Það eru björgunarsveitir af Reykjavíkursvæðinu og Bláfjalla-skíðasvæðinu, sem standa að þessari æfingu,“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir, meðlimur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík og einn skipuleggjenda æfingarinnar. Útkall vegna snjóflóðs var sent út klukkan 10 í morgun og þegar björgunarsveitarfólk mætti á vettvang var búið að grafa fólk og dúkkur í fönn, sem koma þurfti í skjól.„Mikilvægasta viðbragðið í snjóflóðum, sérstaklega ef fólk er ekki með ýlur, það eru snjóflóðaleitarhundar sem að markera á fólk. Það er eini möguleikinn að finna það fljótt en annars þarf að notast við stangaleit sem er mjög seinleg,“ segir Þóra.Þóra segir að æfingin hafi verið sett á dagskrá í haust. Snjóflóð síðustu vikna, bæði á Vestfjörðum og í Esjuhlíðum á miðvikudag, þar sem ungur maður fórst, hafi síðan undirstrikað mikilvægi æfinga sem þessara.„Vissulega vorum við aðeins hugsi hvort við ættum að halda áfram í ljósi mjög sorglegra atburða síðustu daga en það vilja allir vera eins vel æfðir og klárir og kostur er á. Þannig að við keyrum æfinguna í anda þess.“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir.
Almannavarnir Björgunarsveitir Reykjavík Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira