Innlent

Heimsóknarbann líklega áfram í mánuði en mögulega sund í sumar

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Víðir Reynisson á upplýsingafundi dagsins.
Víðir Reynisson á upplýsingafundi dagsins. Lögreglan

Tólf greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhring. Alls hafa 889 náð bata og það er í fyrsta skipti sem þeir eru fleiri en þeir sem eru með virkt smit, sem eru 804.

Yfirvöld vinna nú að áætlun um það hvernig samkomubanninu verður aflétt og stendur til að kynna þær í vikunni. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að það verði að öllum líkindum gert í þremur til fjórum skrefum. Fyrsta þann 4 maí.

„Sérfræðingar eru nokkuð sammála um að það þurfi að líða þrjár til fjórar vikur á milli skrefa til að sjá hvaða áhrif þessar afléttingar hafi á faraldurinn þannig það má reikna með því að þetta verði nokkur skref fram á sumarið sem við munum sjá breytingar í. Þetta mun ekki gerast allt saman 4. maí og við reiknum með tveimur til þremur skrefum eftir það,“ segir Víðir. 

Þannig verði einhvers konar takmarkanir út sumarið. Þá verði líklega slakað á banninu í öfugri röð miðað við hvernig það hvernig það var sett á.

„Og dæmi um það sem er í skoðun er opnun á ýmissi starfsemi sem var lokað í síðustu aðgerð. Það er hugsanleg fjölgun á þeim sem mega koma saman í samkomubannið,“ segir Víðir og bætir við að ólíklegt sé að fjöldi þeirra sem mega koma saman verði færður úr tuttugu í hundrað í fyrstu aðgerðunum. „Frekar eitthvað þar á milli.“

Víðir segir að litið sé til annarra þjóða hvað fjöldann varðar. „Til dæmis í Danmörku er verið að opna leik og grunnskóla í komandi viku. Síðan ætla þeir að fara með samkomubannið sitt úr fimm í tíu um miðjan maí, þannig þjóðir eru greinilega að gera þetta mjög varlega,“ segir Víðir.

Heimsóknarbann til viðkvæmustu hópana var með fyrstu takmörkununum sem settar voru á og má því ætla að verði síðast aflétt.

„Vonandi fyrr en seinna en ég held að raunhæft sé að horfa á það sem hluta af aðgerðunum þegar komið er inn á sumarið,“ sergir Víðir. 

Hann telur að fólk komi til með að geta farið í sund í sumar. Heldurðu að það verði aflétt í fyrsta skrefinu ? „Nei mér finnst það ekki líklegt, en það er ekki ómögulegt,“ segir Víðir. 


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.