Pogba talar til stuðningsmanna Man Utd: Get ekki beðið eftir að labba aftur út á völl Arnar Geir Halldórsson skrifar 12. apríl 2020 10:45 Paul Pogba í einum af fáum leikjum sínum með Manchester United á leiktíðinni en þarna er hann í leik á móti Arsenal 30. september síðastliðinn. Getty/Ash Donelon Franski miðjumaðurinn Paul Pogba kveðst vera mjög spenntur fyrir því að snúa til baka á fótboltavöllinn eftir að hafa misst af nær öllu tímabilinu vegna meiðsla. Pogba kom aðeins átta sinnum við sögu með Man Utd á leiktíðinni áður en deildin var stöðvuð vegna kórónuveirufaraldursins en endalaust hefur verið rætt og ritað um framtíð kappans á Old Trafford. Voru til að mynda fjöldi samsæriskenninga sem flugu þess efnis að Pogba væri ekki raunverulega meiddur heldur að undirbúa brottför sína frá Man Utd. "I miss it because that s my job, to play football. I really enjoy playing."@PaulPogba reveals the full story behind his injury setback and says he can't wait to return when football recommences #MUFC— Manchester United (@ManUtd) April 11, 2020 Pogba var gestur hlaðvarps Manchester United í gær en því er stýrt af þremur mönnum; einn þeirra er David May, fyrrum leikmaður félagsins. Þeir spurðu Pogba út í meiðslin. „Maður verður að vera mjög þolinmóður. Ég veit ekki hvort fólk viti hvað gerðist raunverulega. Ég varð fyrir meiðslum í fæti í leik gegn Southampton snemma á tímabilinu. Ég hélt áfram að æfa og reyndi að spila í gegnum meiðslin en ég var að glíma við beinbrot,“ segir Pogba. Umræddur leikur gegn Southampton var leikinn þann 31.ágúst. Pogba spilaði næst gegn Arsenal mánuði síðar og sneri svo aftur í jólavertíðinni þar sem hann kom við sögu í tveimur leikjum en svo ekki söguna meir. „Ég var látinn í gifs og á meðan var beinið að stækka. Þegar ég sneri aftur og spilaði leikina gegn Watford og Newcastle fann ég að það var ekki allt í lagi. Ég þurfti á aðgerð að halda og nú er ég að verða búinn að jafna mig eftir hana. Ég finn ekkert og vonandi get ég farið að spila fótbolta aftur mjög fljótt,“ segir Pogba. „Ég get ekki beðið eftir því að labba aftur út á völlinn. Ég hef saknað þess. Þetta er vinnan mín og ég nýt þess í botn að spila fótbolta,“ segir Pogba. Enski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba kveðst vera mjög spenntur fyrir því að snúa til baka á fótboltavöllinn eftir að hafa misst af nær öllu tímabilinu vegna meiðsla. Pogba kom aðeins átta sinnum við sögu með Man Utd á leiktíðinni áður en deildin var stöðvuð vegna kórónuveirufaraldursins en endalaust hefur verið rætt og ritað um framtíð kappans á Old Trafford. Voru til að mynda fjöldi samsæriskenninga sem flugu þess efnis að Pogba væri ekki raunverulega meiddur heldur að undirbúa brottför sína frá Man Utd. "I miss it because that s my job, to play football. I really enjoy playing."@PaulPogba reveals the full story behind his injury setback and says he can't wait to return when football recommences #MUFC— Manchester United (@ManUtd) April 11, 2020 Pogba var gestur hlaðvarps Manchester United í gær en því er stýrt af þremur mönnum; einn þeirra er David May, fyrrum leikmaður félagsins. Þeir spurðu Pogba út í meiðslin. „Maður verður að vera mjög þolinmóður. Ég veit ekki hvort fólk viti hvað gerðist raunverulega. Ég varð fyrir meiðslum í fæti í leik gegn Southampton snemma á tímabilinu. Ég hélt áfram að æfa og reyndi að spila í gegnum meiðslin en ég var að glíma við beinbrot,“ segir Pogba. Umræddur leikur gegn Southampton var leikinn þann 31.ágúst. Pogba spilaði næst gegn Arsenal mánuði síðar og sneri svo aftur í jólavertíðinni þar sem hann kom við sögu í tveimur leikjum en svo ekki söguna meir. „Ég var látinn í gifs og á meðan var beinið að stækka. Þegar ég sneri aftur og spilaði leikina gegn Watford og Newcastle fann ég að það var ekki allt í lagi. Ég þurfti á aðgerð að halda og nú er ég að verða búinn að jafna mig eftir hana. Ég finn ekkert og vonandi get ég farið að spila fótbolta aftur mjög fljótt,“ segir Pogba. „Ég get ekki beðið eftir því að labba aftur út á völlinn. Ég hef saknað þess. Þetta er vinnan mín og ég nýt þess í botn að spila fótbolta,“ segir Pogba.
Enski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira