Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2025 17:32 Erling Haaland raðaði inn sextán mörkum í undankeppni HM og Noregur vann alla sína leiki. Getty/Andrea Staccioli Skrif sænska fótboltablaðamannsins Olof Lundh um hversu „aumkunarvert“ það sé að Norðmenn ætli að fagna því sérstaklega í Osló í dag, að vera komnir inn á HM í fótbolta í fyrsta sinn frá árinu 1998, hafa vakið viðbrögð í Noregi. Erling Haaland og félagar tryggðu sig endanlega inn á HM í gærkvöld með 4-1 útisigri gegn Ítalíu og sýndu alveg ótrúlega yfirburði í sínum undanriðli. Þeir fengu þar fullt hús stiga, skoruðu heil 37 mörk og fengu aðeins fimm á sig, í átta leikjum. Haaland mun auk þess enda langmarkahæstur í undankeppninni, með 16 mörk, og því óhætt að segja að HM-sæti Noregs sé verðskuldað. Það er jafnframt langþráð því Noregur var síðast á HM karla í fótbolta á síðustu öld, og hefur ekki farið á stórmót síðan á EM árið 2000. View this post on Instagram A post shared by Herrelandslaget (@herrelandslaget) Það er því ekki að ástæðulausu sem boðað hefur verið til hátíðar á Ráðhústorginu í Osló í dag þar sem hetjurnar úr norska liðinu verða hylltar. Búist er við að um 50.000 manns mæti og gleðjist saman. Eigi að bíða þar til þeir vinni verðlaun „Það er ekki skrýtið að menn tryllist,“ skrifaði Lundh í pistli á Fotbollskanalen en bætti svo við: „Samt sem áður er það undarlegt og nánast aumkunarvert að fagna því á mánudaginn í Ósló að liðið sé komið áfram. Geymið fagnaðarlætin þar til þið hafið mögulega afrekað eitthvað á HM næsta sumar og kannski komið heim með verðlaunapening,“ skrifaði Lundh. Segir Svíum að hugsa um sjálfa sig Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, var spurður út í þessi skrif á blaðamannafundi í dag og svaraði: „Það er í lagi að fagna svolítið þegar maður er kominn á HM í fyrsta sinn síðan 1998. Það er svolítið langt seilst að kalla það aumkunarvert. Við höfum ekki sömu reynslu af úrslitakeppnum og Svíþjóð og Danmörk undanfarin ár, þá verður þetta svolítið svona.“ Solbakken skaut svo aðeins á Svía sem voru heldur betur langt frá því að tryggja sig beint inn á HM í gegnum undanriðilinn: „Núna held ég að Svíar ættu að einbeita sér að sinni umspilskeppni. Olof Lundh ætti líka að gera það. En hann er fær blaðamaður, svo ég ber virðingu fyrir honum. En með því að segja „aumkunarvert“ var gengið aðeins of langt,“ sagði Solbakken. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Sjá meira
Erling Haaland og félagar tryggðu sig endanlega inn á HM í gærkvöld með 4-1 útisigri gegn Ítalíu og sýndu alveg ótrúlega yfirburði í sínum undanriðli. Þeir fengu þar fullt hús stiga, skoruðu heil 37 mörk og fengu aðeins fimm á sig, í átta leikjum. Haaland mun auk þess enda langmarkahæstur í undankeppninni, með 16 mörk, og því óhætt að segja að HM-sæti Noregs sé verðskuldað. Það er jafnframt langþráð því Noregur var síðast á HM karla í fótbolta á síðustu öld, og hefur ekki farið á stórmót síðan á EM árið 2000. View this post on Instagram A post shared by Herrelandslaget (@herrelandslaget) Það er því ekki að ástæðulausu sem boðað hefur verið til hátíðar á Ráðhústorginu í Osló í dag þar sem hetjurnar úr norska liðinu verða hylltar. Búist er við að um 50.000 manns mæti og gleðjist saman. Eigi að bíða þar til þeir vinni verðlaun „Það er ekki skrýtið að menn tryllist,“ skrifaði Lundh í pistli á Fotbollskanalen en bætti svo við: „Samt sem áður er það undarlegt og nánast aumkunarvert að fagna því á mánudaginn í Ósló að liðið sé komið áfram. Geymið fagnaðarlætin þar til þið hafið mögulega afrekað eitthvað á HM næsta sumar og kannski komið heim með verðlaunapening,“ skrifaði Lundh. Segir Svíum að hugsa um sjálfa sig Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, var spurður út í þessi skrif á blaðamannafundi í dag og svaraði: „Það er í lagi að fagna svolítið þegar maður er kominn á HM í fyrsta sinn síðan 1998. Það er svolítið langt seilst að kalla það aumkunarvert. Við höfum ekki sömu reynslu af úrslitakeppnum og Svíþjóð og Danmörk undanfarin ár, þá verður þetta svolítið svona.“ Solbakken skaut svo aðeins á Svía sem voru heldur betur langt frá því að tryggja sig beint inn á HM í gegnum undanriðilinn: „Núna held ég að Svíar ættu að einbeita sér að sinni umspilskeppni. Olof Lundh ætti líka að gera það. En hann er fær blaðamaður, svo ég ber virðingu fyrir honum. En með því að segja „aumkunarvert“ var gengið aðeins of langt,“ sagði Solbakken.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Sjá meira