Bjóða upp á skammtímahúsnæði fyrir fólk á vergangi vegna faraldursins Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. apríl 2020 18:55 Reykjavíkurborg hefur þjónustað langstærsta hluta heimilislausra með fjölþættan vanda hér á landi og starfrækir þrjú neyðarskýli. Vísir/vilhelm Reykjavíkurborg, með fjármögnun frá félagsmálaráðuneytinu, mun koma á fót sérstakri móttöku sem er opin allan sólarhringinn og býður upp á skammtímahúsnæði fyrir þá sem eru í húsnæðisvanda vegna COVID-19. Áætlaður heildarkostnaður vegna verkefnisins, sem er til fjögurra mánaða, er um 85 milljónir króna. Í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu um styrkveitinguna segir að fjölgað hafi í hópi þeirra sem leita til félagsþjónustu sveitarfélaga eftir fjárhagsaðstoð og aðstoð við húsnæðisleit. „Um er að ræða fólk sem hefur dvalist erlendis, hjá ættingjum eða vinum eða í öðru tímabundnu húsnæði og hefur lent í fjárhags- og húsnæðisvanda vegna COVID-19, til dæmis vegna hættu á smiti í núverandi húsnæði, eða fólk sem þarf að fara í sóttkví, missir samastað sinn og leitar til sveitarfélags síns eftir húsnæðisúrræðum. Stundum getur þessar aðstæður borið brátt að og þörf fyrir úrræði strax.“ Af þeim sökum hafi verið ákveðið að ráðast í uppsetningu á fyrrnefndri móttöku og neyðarhúsnæði. „Samstarfið þýðir jafnframt að borgin mun hafa svigrúm til að taka við öllum þeim sem þurfa þjónustuna á landsvísu óháð lögheimili. Móttakan mun tengja viðkomandi einstaklinga við félagsráðgjafa í því sveitarfélagi þar sem einstaklingurinn á lögheimili en viðkomandi getur dvalið í skammtímahúsnæðinu þar til mál hans eru komin í réttan farveg hjá því sveitarfélagi sem um ræðir,“ segir í fyrrnefndri tilkynningu. Þar segir jafnframt að rætt hafi verið við fulltrúa Akureyrarbæjar um sambærilegar aðgerðir, sé þörf og tilefni til. Félagsmál Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira
Reykjavíkurborg, með fjármögnun frá félagsmálaráðuneytinu, mun koma á fót sérstakri móttöku sem er opin allan sólarhringinn og býður upp á skammtímahúsnæði fyrir þá sem eru í húsnæðisvanda vegna COVID-19. Áætlaður heildarkostnaður vegna verkefnisins, sem er til fjögurra mánaða, er um 85 milljónir króna. Í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu um styrkveitinguna segir að fjölgað hafi í hópi þeirra sem leita til félagsþjónustu sveitarfélaga eftir fjárhagsaðstoð og aðstoð við húsnæðisleit. „Um er að ræða fólk sem hefur dvalist erlendis, hjá ættingjum eða vinum eða í öðru tímabundnu húsnæði og hefur lent í fjárhags- og húsnæðisvanda vegna COVID-19, til dæmis vegna hættu á smiti í núverandi húsnæði, eða fólk sem þarf að fara í sóttkví, missir samastað sinn og leitar til sveitarfélags síns eftir húsnæðisúrræðum. Stundum getur þessar aðstæður borið brátt að og þörf fyrir úrræði strax.“ Af þeim sökum hafi verið ákveðið að ráðast í uppsetningu á fyrrnefndri móttöku og neyðarhúsnæði. „Samstarfið þýðir jafnframt að borgin mun hafa svigrúm til að taka við öllum þeim sem þurfa þjónustuna á landsvísu óháð lögheimili. Móttakan mun tengja viðkomandi einstaklinga við félagsráðgjafa í því sveitarfélagi þar sem einstaklingurinn á lögheimili en viðkomandi getur dvalið í skammtímahúsnæðinu þar til mál hans eru komin í réttan farveg hjá því sveitarfélagi sem um ræðir,“ segir í fyrrnefndri tilkynningu. Þar segir jafnframt að rætt hafi verið við fulltrúa Akureyrarbæjar um sambærilegar aðgerðir, sé þörf og tilefni til.
Félagsmál Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira