Hefur trú á að samningaviðræðum við flugfreyjur sé ekki lokið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. maí 2020 18:53 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vongóður um að fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila eftir að slitnaði upp úr fundi þeirra í gær. Þetta kom fram í viðtali við Boga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Því að það eru mikil tækifæri til þess að gera breytingar á þessum samningum sem hafa eins og komið hefur fram langa sögu og eru flóknir. Það er hægt að breyta þeim og auka vinnuframlag og framleiðni, en á sama tíma verja ráðstöfunartekjur fólks. Ég er bjartsýnn á að við setjumst niður aftur og finnum lausn á þessu máli,“ segir Bogi. Bogi segir það verða að koma í ljós hvort af fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair verði eftir átta daga, hafi samningar við flugfreyjur ekki náðst. Bogi hefur áður sagt að fjárfestar geri kröfu um að langtímasamningar milli Icelandair og starfsmanna félagsins náist. „Eins og hefur komið fram erum við að fara í þetta útboð á þessum miklu óvissutímum og það er krefjandi að selja nýtt hlutafé í þessari stöðu, þannig að við þurfum að sýna fram á að framtíðin sé björt og ákveðinn fyrirsjáanleika hvað varðar þennan kostnaðarlið hjá okkur, því við eigum að geta haft, í rauninni, stjórn á honum,“ segir Bogi. Vongóður um að samningar við flugmenn náist Samninganefndir flugmanna og Icelandair hafa fundað í dag, og gera enn þegar þetta er skrifað. Góður gangur er sagður í viðræðunum. „Menn sitja og ræða málin núna, þannig að þetta er allavega í gangi, sem er gott. Það er verið að fara yfir hlutina og við erum að reyna að ná saman,“ segir Bogi. Aðspurður segist hann ekki viss hvort samningar náist í kvöld. Hann sé þó vongóður um að aðilar nái saman að endingu. „Ég er vongóður um að samningar takist, spurning hvort það gerist í kvöld.“ Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir „Algjör einhugur“ á meðal flugfreyja að hafna útspili Icelandair Algjör einhugur er meðal félagsmanna FFÍ um að hafna útspili Icelandair frá 10. maí að því er fram kemur í tilkynningu frá Flugfreyjufélagi Íslands. Afstaða félagsmanna til tilboðs Icelandair var könnuð á fundi þeirra í hádeginu. 12. maí 2020 13:37 Tugprósenta munur á tilboði Icelandair og væntingum flugfreyja Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. 11. maí 2020 18:18 Launafrost til 2023 Í tillögum sem lagðar voru fram af Icelandair í kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands í gær er farið fram á 18 til 35 prósenta launaskerðingu flugfreyja og flugþjóna hjá félaginu. 11. maí 2020 22:21 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vongóður um að fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila eftir að slitnaði upp úr fundi þeirra í gær. Þetta kom fram í viðtali við Boga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Því að það eru mikil tækifæri til þess að gera breytingar á þessum samningum sem hafa eins og komið hefur fram langa sögu og eru flóknir. Það er hægt að breyta þeim og auka vinnuframlag og framleiðni, en á sama tíma verja ráðstöfunartekjur fólks. Ég er bjartsýnn á að við setjumst niður aftur og finnum lausn á þessu máli,“ segir Bogi. Bogi segir það verða að koma í ljós hvort af fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair verði eftir átta daga, hafi samningar við flugfreyjur ekki náðst. Bogi hefur áður sagt að fjárfestar geri kröfu um að langtímasamningar milli Icelandair og starfsmanna félagsins náist. „Eins og hefur komið fram erum við að fara í þetta útboð á þessum miklu óvissutímum og það er krefjandi að selja nýtt hlutafé í þessari stöðu, þannig að við þurfum að sýna fram á að framtíðin sé björt og ákveðinn fyrirsjáanleika hvað varðar þennan kostnaðarlið hjá okkur, því við eigum að geta haft, í rauninni, stjórn á honum,“ segir Bogi. Vongóður um að samningar við flugmenn náist Samninganefndir flugmanna og Icelandair hafa fundað í dag, og gera enn þegar þetta er skrifað. Góður gangur er sagður í viðræðunum. „Menn sitja og ræða málin núna, þannig að þetta er allavega í gangi, sem er gott. Það er verið að fara yfir hlutina og við erum að reyna að ná saman,“ segir Bogi. Aðspurður segist hann ekki viss hvort samningar náist í kvöld. Hann sé þó vongóður um að aðilar nái saman að endingu. „Ég er vongóður um að samningar takist, spurning hvort það gerist í kvöld.“
Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir „Algjör einhugur“ á meðal flugfreyja að hafna útspili Icelandair Algjör einhugur er meðal félagsmanna FFÍ um að hafna útspili Icelandair frá 10. maí að því er fram kemur í tilkynningu frá Flugfreyjufélagi Íslands. Afstaða félagsmanna til tilboðs Icelandair var könnuð á fundi þeirra í hádeginu. 12. maí 2020 13:37 Tugprósenta munur á tilboði Icelandair og væntingum flugfreyja Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. 11. maí 2020 18:18 Launafrost til 2023 Í tillögum sem lagðar voru fram af Icelandair í kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands í gær er farið fram á 18 til 35 prósenta launaskerðingu flugfreyja og flugþjóna hjá félaginu. 11. maí 2020 22:21 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
„Algjör einhugur“ á meðal flugfreyja að hafna útspili Icelandair Algjör einhugur er meðal félagsmanna FFÍ um að hafna útspili Icelandair frá 10. maí að því er fram kemur í tilkynningu frá Flugfreyjufélagi Íslands. Afstaða félagsmanna til tilboðs Icelandair var könnuð á fundi þeirra í hádeginu. 12. maí 2020 13:37
Tugprósenta munur á tilboði Icelandair og væntingum flugfreyja Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. 11. maí 2020 18:18
Launafrost til 2023 Í tillögum sem lagðar voru fram af Icelandair í kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands í gær er farið fram á 18 til 35 prósenta launaskerðingu flugfreyja og flugþjóna hjá félaginu. 11. maí 2020 22:21
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent