Lífið

Heima í Hörpu: Þórir og Hildur fluttu tónlist eftir Zoltán Kodály

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hildur og Þórir fluttu tónlistina í beinni úr Hörpunni fyrir hádegi í dag. 
Hildur og Þórir fluttu tónlistina í beinni úr Hörpunni fyrir hádegi í dag. 

Þórir Jóhannsson, kontrabassaleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, og píanóleikarinn Ingunn Hildur Hauksdóttir fluttu saman tónlist eftir ungverska tónskáldið Zoltán Kodály og hinn þjóðkunna jazzbassaleikara Árna Egilsson í beinni útsendingu í Hörpu í morgun.

Harpa, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenska óperan hafa tekið höndum saman og bjóða upp á lifandi tónlistarstreymi úr Eldborg klukkan ellefu flesta morgna á meðan samkomubann varir.

Hér að neðan má hlusta á flutning Þóris og Hildar frá því í fyrr í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.