Coviskubit Ragga Nagli skrifar 10. apríl 2020 13:00 Ragnhildur Þórðardóttir, Ragga Nagli, skrifar pistla um heilsu á Vísi. Vísir/Vilhelm Þú opnar Facebook. Kórónustatusar blasa við þér. „Dagur 14 í sóttkví. Gerðum æðislegan brunch og bökuðum speltbollur.“ „Fjöllan búin með fjögur púsluspil“ „Föndruðum skeljakassa eftir fjöruferð“ „Allir saman í Öskjuhlíð í Náttúrubingó“ Þú rétt náðir hálftíma með barninu á róló í gær. Þú horfir á vegginn sem barnið þitt tússaði á meðan þú varst fastur á símafundi. Barnið þitt fékk fjarstýringu í hönd og kláraði Netflix og Youtube svo þú gætir klárað ársreikninga. Eina sem hefur verið föndrað er að teipa aftur allar skúffur og skápa til að koma í veg fyrir að krakkinn fari hamförum. Cheerios beint uppúr pakkanum Framkvæmdaklám á Facebook er allsráðandi. „Kláruðum loksins baðherbergið“ „Geymslutiltekt í sóttkví“ „Búin að þrífa fjóra eldhússkápa fyrir hádegi.“ Eina sem þú ert búinn með eru fjórar máltíðir ..... bara fyrir hádegi. Þú hefur ekki séð botninn á eldhúsvaskinum í heila viku. Óhreinatauskarfan gubbar útúr sér spjörunum. MYND/Ragga nagli Lóa vinkona bjó til tröllaleir og eyddi kvöldstund með familíunni að búa til allskonar fígúrur. Þú lokaðir þig af á klósettinu í gærkvöldi til að fá tvær mínútur í friði. Sérð á speglinum að barnið hefur komist í meiköppdótið þitt. Á Instagramm eru myndir af börnum í pikknikk á stofugólfinu. Barnið þitt borðaði Cheerios beint uppúr pakkanum meðan þú kláraðir skýrslu. Allir sitja saman í hring með bók í hönd. “Lesum saman í heimavistinni” Eina sem barnið þitt las í gær var íslenskur texti á teiknimynd í sjónvarpinu. Instagramm myndir af sameiginlegum hnallþórubakstri Myllumerkin #stuðkví #gamansaman vekja hjá þér samviskubit. Þú ert þjakaður af Coviskubiti. Af hverju er ég ekki að nýta þennan tíma til meiri samvista með börnunum? Af hverju er ég ekki í stuðkví eins og allir aðrir? Af hverju er ég ekki að lesa meira, taka til í skúrnum, dytta að pallinum, fara í gönguferðir, hekla, prjóna og læra arabísku á netinu. Sexý statusar eða sótsvartur veruleiki? En veruleikinn þinn er í takt við það sem 90% eru að ganga í gegnum núna. Sumir eru í fullri vinnu heima. Sumir eru í framlínunni á spítölunum að hjúkra sjúkum. Sumir hafa þurft að gerast kennarar barna sinna á einni nóttu. Sumir eru í raun kennarar og þurft að feta sig áfram í fjarfundakennslubúnaði. Sumir eru að skoða nýja möguleika eftir að hafa misst vinnuna. Sumir eru að hjúkra ástvinum sínum heima. Það skrifar enginn sexý status um að henda sér í sófann á kvöldin að horfa á samkynhneigðan tígrisdýrakóng með vafasama hárgreiðslu í miðríkjum Bandaríkjanna. Það rata engir pistlar á netið að vopna sig fjarstýringu í annarri og hvítvín í hinni eftir heilan dag að sinna vinnu við borðstofuborðið, googla stærðfræði fyrir 12 ára til að stauta þig fram úr heimavinnu, hrista skankana á stofugólfinu, elda mat, ganga frá, setja í uppþvottavél og þvo þvott. En þessi verkefni eru stundum það eina sem við erum aflögu fær. Það eina sem þarf til að lifa dagana af. Myllumerkin #alltíþroti #lifadaginnaf eru ekki samfélagsmiðlavænir. Myndir af börnum flatmagandi á gólfinu með smettið borað í símaskjá meðan þú situr sveittur við tölvuna fá ekki mörg læks. Gerum ekki Coviskubit að nýjum faraldri Það verður engin verðlaunaafhending eftir COVID-19 heimavistina fyrir að baka sem flestar möffins, prjóna peysur og mála pallinn. Það eru allir að skakklappast í gegnum þetta ástand á sinn hátt. Það er hver og einn að finna sinn takt að kljást við nýjan hversdag, og og það er engin einn taktur betri en annar. Sumir finna gleði í að festa upp skápa. Aðrir díla við daginn með að hringja bara nokkur símtöl og lakka táneglurnar. Smánum ekki aðferðir annarra. Gerum ekki Coviskubit að nýjum faraldri. #fokkcoviskubit #nógugott Heilsa Ragga nagli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Þú opnar Facebook. Kórónustatusar blasa við þér. „Dagur 14 í sóttkví. Gerðum æðislegan brunch og bökuðum speltbollur.“ „Fjöllan búin með fjögur púsluspil“ „Föndruðum skeljakassa eftir fjöruferð“ „Allir saman í Öskjuhlíð í Náttúrubingó“ Þú rétt náðir hálftíma með barninu á róló í gær. Þú horfir á vegginn sem barnið þitt tússaði á meðan þú varst fastur á símafundi. Barnið þitt fékk fjarstýringu í hönd og kláraði Netflix og Youtube svo þú gætir klárað ársreikninga. Eina sem hefur verið föndrað er að teipa aftur allar skúffur og skápa til að koma í veg fyrir að krakkinn fari hamförum. Cheerios beint uppúr pakkanum Framkvæmdaklám á Facebook er allsráðandi. „Kláruðum loksins baðherbergið“ „Geymslutiltekt í sóttkví“ „Búin að þrífa fjóra eldhússkápa fyrir hádegi.“ Eina sem þú ert búinn með eru fjórar máltíðir ..... bara fyrir hádegi. Þú hefur ekki séð botninn á eldhúsvaskinum í heila viku. Óhreinatauskarfan gubbar útúr sér spjörunum. MYND/Ragga nagli Lóa vinkona bjó til tröllaleir og eyddi kvöldstund með familíunni að búa til allskonar fígúrur. Þú lokaðir þig af á klósettinu í gærkvöldi til að fá tvær mínútur í friði. Sérð á speglinum að barnið hefur komist í meiköppdótið þitt. Á Instagramm eru myndir af börnum í pikknikk á stofugólfinu. Barnið þitt borðaði Cheerios beint uppúr pakkanum meðan þú kláraðir skýrslu. Allir sitja saman í hring með bók í hönd. “Lesum saman í heimavistinni” Eina sem barnið þitt las í gær var íslenskur texti á teiknimynd í sjónvarpinu. Instagramm myndir af sameiginlegum hnallþórubakstri Myllumerkin #stuðkví #gamansaman vekja hjá þér samviskubit. Þú ert þjakaður af Coviskubiti. Af hverju er ég ekki að nýta þennan tíma til meiri samvista með börnunum? Af hverju er ég ekki í stuðkví eins og allir aðrir? Af hverju er ég ekki að lesa meira, taka til í skúrnum, dytta að pallinum, fara í gönguferðir, hekla, prjóna og læra arabísku á netinu. Sexý statusar eða sótsvartur veruleiki? En veruleikinn þinn er í takt við það sem 90% eru að ganga í gegnum núna. Sumir eru í fullri vinnu heima. Sumir eru í framlínunni á spítölunum að hjúkra sjúkum. Sumir hafa þurft að gerast kennarar barna sinna á einni nóttu. Sumir eru í raun kennarar og þurft að feta sig áfram í fjarfundakennslubúnaði. Sumir eru að skoða nýja möguleika eftir að hafa misst vinnuna. Sumir eru að hjúkra ástvinum sínum heima. Það skrifar enginn sexý status um að henda sér í sófann á kvöldin að horfa á samkynhneigðan tígrisdýrakóng með vafasama hárgreiðslu í miðríkjum Bandaríkjanna. Það rata engir pistlar á netið að vopna sig fjarstýringu í annarri og hvítvín í hinni eftir heilan dag að sinna vinnu við borðstofuborðið, googla stærðfræði fyrir 12 ára til að stauta þig fram úr heimavinnu, hrista skankana á stofugólfinu, elda mat, ganga frá, setja í uppþvottavél og þvo þvott. En þessi verkefni eru stundum það eina sem við erum aflögu fær. Það eina sem þarf til að lifa dagana af. Myllumerkin #alltíþroti #lifadaginnaf eru ekki samfélagsmiðlavænir. Myndir af börnum flatmagandi á gólfinu með smettið borað í símaskjá meðan þú situr sveittur við tölvuna fá ekki mörg læks. Gerum ekki Coviskubit að nýjum faraldri Það verður engin verðlaunaafhending eftir COVID-19 heimavistina fyrir að baka sem flestar möffins, prjóna peysur og mála pallinn. Það eru allir að skakklappast í gegnum þetta ástand á sinn hátt. Það er hver og einn að finna sinn takt að kljást við nýjan hversdag, og og það er engin einn taktur betri en annar. Sumir finna gleði í að festa upp skápa. Aðrir díla við daginn með að hringja bara nokkur símtöl og lakka táneglurnar. Smánum ekki aðferðir annarra. Gerum ekki Coviskubit að nýjum faraldri. #fokkcoviskubit #nógugott
Heilsa Ragga nagli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira