Nýjar reglur um sóttkví taka gildi á morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. maí 2020 18:01 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Á morgun, þann 15. maí, taka gildi nýjar reglur um sóttkví og einangrun vegna faraldurs kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Reglurnar voru birtar á vef Stjórnartíðinda í gær. Samkvæmt reglunum verður öllum þeim sem koma til Íslands og hafa dvalið í meira en sólarhring á síðastliðnum 14 dögum í löndum sem skilgreind eru af sóttvarnalækni sem hááhættusvæði skylt að fara í tveggja vikna sóttkví frá komu til landsins. Þá skulu þeir sem umgengist hafa einstaklinga með Covid-19 einnig fara í sóttkví í 14 daga frá því þeir umgengust viðkomandi síðast. Þeir sem ofangreind atriði eiga við um skulu samkvæmt reglunum sæta heimsóttkví. Það þýðir að viðkomandi má ekki yfirgefa heimili sitt nema brýna nauðsyn beri til, eða til þess að fara í gönguferð. Eins má einstaklingur í sóttkví ekki fá gesti til sín, nota almenningssamgöngur eða fara til vinnu, skóla eða á aðra staði þar sem annað fólk er að finna. Hér má finna nánari upplýsingar um hvernig sóttkví skal háttað. Þá er í reglunum að finna sérstaka umfjöllun um svokallaða vinnusóttkví. Sóttvarnalæknir getur veitt fólki leyfir til þess að sinna sérstökum verkefnum og fara í vinnusóttkví í stað heimasóttkvíar. Það þýðir að einstaklingur sem sætir sóttkví getur fengið leyfi til þess að ferðast til og frá vinnustað sínum, meðan á sóttkví stendur. Skilyrði þess að fá leyfi til vinnusóttkvíar eru þau að viðkomandi umgangist ekki aðra en heimilisfólk eða þá sem eru með þeim í vinnusóttkví, dveljist einungist á gististað og vinnustað meðan á sóttkví stendur, fylgi öðrum reglum um sóttkví, auk reglna sóttvarnalæknis um vinnusóttkví, og að sótt sé um heimild fyrir vinnusóttkví til sóttvarnalæknis. Eins getur sóttvarnalæknir veitt undanþágu frá heimsóttkví, að öllu leyti eða hluta, vegna sérstakra aðstæðna. Þó þarf að vera tryggt að slík undanþága komi ekki niður á smitvörnum. Þá er í reglunum að finna sérstakt ákvæði um einangrun, en sóttvarnalæknir hefur gefið út nánari reglum um hvernig henni skal háttað. Brot á reglum um sóttkví getur varðað sektum eða fangelsi, samkvæmt 19. grein sóttvarnalaga eða 175. grein almennra hegningarlaga. Hér má nálgast reglurnar, sem taka gildi á morgun, í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Á morgun, þann 15. maí, taka gildi nýjar reglur um sóttkví og einangrun vegna faraldurs kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Reglurnar voru birtar á vef Stjórnartíðinda í gær. Samkvæmt reglunum verður öllum þeim sem koma til Íslands og hafa dvalið í meira en sólarhring á síðastliðnum 14 dögum í löndum sem skilgreind eru af sóttvarnalækni sem hááhættusvæði skylt að fara í tveggja vikna sóttkví frá komu til landsins. Þá skulu þeir sem umgengist hafa einstaklinga með Covid-19 einnig fara í sóttkví í 14 daga frá því þeir umgengust viðkomandi síðast. Þeir sem ofangreind atriði eiga við um skulu samkvæmt reglunum sæta heimsóttkví. Það þýðir að viðkomandi má ekki yfirgefa heimili sitt nema brýna nauðsyn beri til, eða til þess að fara í gönguferð. Eins má einstaklingur í sóttkví ekki fá gesti til sín, nota almenningssamgöngur eða fara til vinnu, skóla eða á aðra staði þar sem annað fólk er að finna. Hér má finna nánari upplýsingar um hvernig sóttkví skal háttað. Þá er í reglunum að finna sérstaka umfjöllun um svokallaða vinnusóttkví. Sóttvarnalæknir getur veitt fólki leyfir til þess að sinna sérstökum verkefnum og fara í vinnusóttkví í stað heimasóttkvíar. Það þýðir að einstaklingur sem sætir sóttkví getur fengið leyfi til þess að ferðast til og frá vinnustað sínum, meðan á sóttkví stendur. Skilyrði þess að fá leyfi til vinnusóttkvíar eru þau að viðkomandi umgangist ekki aðra en heimilisfólk eða þá sem eru með þeim í vinnusóttkví, dveljist einungist á gististað og vinnustað meðan á sóttkví stendur, fylgi öðrum reglum um sóttkví, auk reglna sóttvarnalæknis um vinnusóttkví, og að sótt sé um heimild fyrir vinnusóttkví til sóttvarnalæknis. Eins getur sóttvarnalæknir veitt undanþágu frá heimsóttkví, að öllu leyti eða hluta, vegna sérstakra aðstæðna. Þó þarf að vera tryggt að slík undanþága komi ekki niður á smitvörnum. Þá er í reglunum að finna sérstakt ákvæði um einangrun, en sóttvarnalæknir hefur gefið út nánari reglum um hvernig henni skal háttað. Brot á reglum um sóttkví getur varðað sektum eða fangelsi, samkvæmt 19. grein sóttvarnalaga eða 175. grein almennra hegningarlaga. Hér má nálgast reglurnar, sem taka gildi á morgun, í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira