Framleiddu íslenska hönnun á einangrunarhjúp á fjórum dögum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. apríl 2020 21:30 Ferða- og einangrunarhjúpurinn kemur í veg fyrir að Covid19 smitaður einstaklingur smiti út frá sér þegar hann er fluttur á milli staða. Vísir/Einar Á. Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. Vöruhönnuður segir tækið þegar hafa sannað sig. Fyrir tæpum tveimur vikum fékk stoðtækjafyrirtækið Össur beiðni um hvort fyrirtækið gæti komið að framleiðslu á ferða- og einangrunarhjúpum sem notaðir eru við flutning á Covid19-smituðum án þess smithætta sé til staðar. Fáir slíkir hjúpar eru til hér á landi og hafði Landspítalinn pantað fleiri frá birgja erlendis en afhendingartími var óljós. Því var leitað annarra ráða en Össur hafði áður komið til hjálpar með að útvega pinna sem notaðir eru við sýnatöku vegna veirunnar. Ferða- og einangrunarhjúpur sem stoðtækjafyrirtækið Össur framleiddi.Vísir/Einar Á. Vel tekið í beiðni Landspítalans „Það fór bara allt af stað. Það stukku allir til. Við erum hérna lítið teymi sem að keyrum á þetta að fullu og fáum aðstoð í öllu húsinu,“ segir Lárus Gunnsteinsson, vöruhönnuður hjá Össuri. Tveimur dögum síðar hafi fyrsti hjúpurinn verið afhentur og síðan þá fleiri verið framleiddir. Eðli málsins samkvæmt þurfum lækninga- og hjúkrunarvörur að fara í gegnum margra mánaða samþykktarferli. Það hafi ekki þurft í þessu tilfelli. „Lögfræðingar beggja fyrirtækjanna, Össurar og Landspítalans þeir sömu um það og gæðaeftirlit okkar fór í gegnum það. Núna erum við að bjarga mannslífum en hins vegar, og til þess að árétta það, að þá kunnum við þetta. Það eru hlutir í þessu sem við erum með hér er betra heldur en það sem fæst og er framleitt sem lækningatæki,“ segir Lárus. Þrátt fyrir mikla eftirspurn eftir vöru sem þessari í heiminum hefur ekki verið tekin ákvörðun um frekari framleiðslu. „Ég veit það ekki. Það er kannski annarra að ákveða það. Þetta er kannski ekki það sem við höfum verið í, en maður veit aldrei sína ævi,“ segir Lárus og bætir við að þótt fáir dagar séu liðnir sé þegar komin góð reynsla á hjúpnum hjá Landspítalanum. „Þessi fyrst sem við gerðum, það tók okkur fjóra daga að teikna og búa hann til og á honum byggjum við hina. Við fórum með hann á Landspítalann fyrir viku. Tókum hann svo til baka á laugardaginn. Hann leit úr fyrir að vera mikið notaður. Við erum að endurbæta hann, þannig að þetta er greinilega mikið notað,“ segir Lárus. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. Vöruhönnuður segir tækið þegar hafa sannað sig. Fyrir tæpum tveimur vikum fékk stoðtækjafyrirtækið Össur beiðni um hvort fyrirtækið gæti komið að framleiðslu á ferða- og einangrunarhjúpum sem notaðir eru við flutning á Covid19-smituðum án þess smithætta sé til staðar. Fáir slíkir hjúpar eru til hér á landi og hafði Landspítalinn pantað fleiri frá birgja erlendis en afhendingartími var óljós. Því var leitað annarra ráða en Össur hafði áður komið til hjálpar með að útvega pinna sem notaðir eru við sýnatöku vegna veirunnar. Ferða- og einangrunarhjúpur sem stoðtækjafyrirtækið Össur framleiddi.Vísir/Einar Á. Vel tekið í beiðni Landspítalans „Það fór bara allt af stað. Það stukku allir til. Við erum hérna lítið teymi sem að keyrum á þetta að fullu og fáum aðstoð í öllu húsinu,“ segir Lárus Gunnsteinsson, vöruhönnuður hjá Össuri. Tveimur dögum síðar hafi fyrsti hjúpurinn verið afhentur og síðan þá fleiri verið framleiddir. Eðli málsins samkvæmt þurfum lækninga- og hjúkrunarvörur að fara í gegnum margra mánaða samþykktarferli. Það hafi ekki þurft í þessu tilfelli. „Lögfræðingar beggja fyrirtækjanna, Össurar og Landspítalans þeir sömu um það og gæðaeftirlit okkar fór í gegnum það. Núna erum við að bjarga mannslífum en hins vegar, og til þess að árétta það, að þá kunnum við þetta. Það eru hlutir í þessu sem við erum með hér er betra heldur en það sem fæst og er framleitt sem lækningatæki,“ segir Lárus. Þrátt fyrir mikla eftirspurn eftir vöru sem þessari í heiminum hefur ekki verið tekin ákvörðun um frekari framleiðslu. „Ég veit það ekki. Það er kannski annarra að ákveða það. Þetta er kannski ekki það sem við höfum verið í, en maður veit aldrei sína ævi,“ segir Lárus og bætir við að þótt fáir dagar séu liðnir sé þegar komin góð reynsla á hjúpnum hjá Landspítalanum. „Þessi fyrst sem við gerðum, það tók okkur fjóra daga að teikna og búa hann til og á honum byggjum við hina. Við fórum með hann á Landspítalann fyrir viku. Tókum hann svo til baka á laugardaginn. Hann leit úr fyrir að vera mikið notaður. Við erum að endurbæta hann, þannig að þetta er greinilega mikið notað,“ segir Lárus.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira