Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Óvenjufáir greindust með kórónuveiruna síðastliðinn sólarhring en sóttvarnalæknir segir of snemmt að segja til um hvort toppi faraldursins sé náð. Þá verði ekki hægt að greina frá afléttingu samkomubanns fyrr en eftir páska. Nánar verður fjallað um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar ræðum við líka við fjármálaráðherra sem segir að gangi svartsýnustu spár eftir, stefni í mesta samdrátt hér á landi í heila öld.

Í fréttatímanum kynnum við okkur líka ferða- og einangrunarhjúpa sem Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann vegna kórónuveirunnar, fjarheilbrigðistæki sem sent verður í síma Covid-sjúklinga og varnargarð sem reisa á í sumar austan við Vík í Mýrdal, til að verja þorpið gegn Kötluhlaupi.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.