Innlent

Fundi hjúkrunarfræðinga lokið og næsti fundur á morgun

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir um þunga og flókna deilu að ræða.
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir um þunga og flókna deilu að ræða. ríkissáttasemjari

Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í húsakynnum ríkissáttasemjara núna um klukkan 16:30 án niðurstöðu. Næsti fundur í deilunni fer fram á morgun, á sama stað, klukkan 13.

Nær allir fundir sem hafa verið á borði ríkissáttasemjara síðustu vikur hafa farið fram með fjarfundabúnaði, til að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar. Fundur hjúkrunarfræðinga og ríkisins í dag fór hins vegar fram með „hefðbundnari hætti“ því fulltrúar beggja nefnda mættu í Borgartún og sátu fundinn í Karphúsinu.

Í samtali við fréttastofu segir Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, að sami háttur verði hafður á á morgun. Hins vegar verður rík áhersla lögð á að samninganefndir passi tveggja metra regluna svokölluðu, auk þess sem fækkað hefur verið í hópi þeirra sem sitja hvern fund.

Aðalsteinn segir að viðræður hjúkrunarfræðinga og ríkisins séu „þungar og flóknar“ en um leið „í algjörum forgangi“ hjá öllum þeim sem koma að málinu. Samninganefndirnar hafi verið senda heim með heimavinnu sem vonir standi til að geta liðkað fyrir viðræðum morgundagsins.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×