Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. apríl 2020 12:36 Nú horfir til betri vegar á hjúkrunarheimilinu Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan í gær. Fjórir heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit. Sex starfsmenn eru með staðfest smit og sæta einangrun heima hjá sér og 23 starfsmenn til viðbótar eru ýmist í sóttkví eða einangrun. Fréttastofa greindi frá þeim sorgarfregnum í gær heimilismaður á Bergi hefði látist af völdum veirunnar eftir að hópsýking blossaði upp á heimilinu. Staðan var grafalvarleg um helgina, ekki síst vegna skorts á starfsfólki, en nú horfir til betri vegar eftir að liðsauki bakvarðasveitar barst frá Reykjavík með þyrlu gæslunnar í gær. Starfseminni á Bergi er nú nær alfarið sinnt af bakvarðasveit. „Okkur finnst við hafa náð utan um stöðuna og starfsemina og höfum veitt góða þjónustu og höldum áfram að gera það. En með þessum liðsauka sem barst í gær þá er meiri ró komin á starfsemina og ástandið betra,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í hádegisfréttum Bylgjunnar. Skelfilegar afleiðingar þess að smit berist á elliheimili Gylfi bætir við að þótt aðgerðir sóttvarnayfirvalda til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar, líkt og heimsóknarbann á elliheimilum, séu íþyngjandi, séu þær nauðsynlegar. Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur þurft að kalla til fólk úr bakvarðasveit til að manna deildir. „Þetta hópsmit hefur haft veruleg áhrif er það ástand sem allt kapp heilbrigðiskerfisins er lagt á að koma í veg fyrir, að smit komist inn á hjúkrunarheimili. Svona getur því miður gerst og þá er þetta niðurstaðan. Heimsóknarbann hefur gilt á Bergi um nokkurra vikna skeið og það gildir líka á öðrum stofnunum í kringum landið á öllum hjúkrunarheimilum, svo ég viti til og þetta er ástæðan. Ef smit berst inn á elliheimilin eru afleiðingarnar skelfilegar.“ Mikill velvilji og samstaða samfélagsins á Vestfjörðum Vestfirðingar hafa á undanförnum dögum hrundið af stað stöfnun fyrir tækjabúnaði, ýmiss konar, fyrir heilbrigðisstofnun Vestfjarða. „Tækjamálin hjá okkur er ekki eins og best væri á kosið. Meðal annars er verið að safna þarna fyrir svæfingarvélum sem eru hjá okkur orðnar 11 ára gamlar. Það er naumt skammtað í tækjakaup sem veittur er í fjárlögum á hverju ári. Það hefur verið skortur á þessu og ekki hægt að kaupa nýjustu tæki. Þessi velvilji sem við sjáum í samfélaginu er mjög skýr og fleytir okkur ansi langt. Þessi tækjakaup sem hér um ræðir. Svo er það þannig að kórónuveiran breytir þeirri þörf sem við höfum fyrir tæki. Ýmis tæki sem við í venjulegu árferði þyrftum ekki mörg eintök af, við þurfum þá kannski fleiri tæki af sambærilegri tegund á meðan þessi veira gengur yfir og það er væntanlega frekar talið í mánuðum heldur en vikum sem þetta ástand mun vara.“ Fjöldi Vestfirðinga hefur farið í sýnatöku á undanförnum dögum. Gylfi segir staðfestum smitum hafa fjölgað lítið eitt. Hertar aðgerðir tóku gildi í gær og eru nú allir norðanverðir Vestfirðir undir. Fréttastofa greindi frá því fyrir hádegi að karlmaður á sextugsaldri, sem fluttur var með sjúkraflugi á vegum Mýflugs frá Ísafirði til Reykjavíkur í gærkvöldi, væri kominn í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Maðurinn er þungt haldinn af Covid-19 sjúkdómnum. Bolungarvík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kominn suður og í öndunarvél á gjörgæslu Karlmaður á sextugsaldri sem fluttur var með sjúkraflugi á vegum Mýflugs frá Ísafirði til Reykjavíkur í gærkvöldi er kominn í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. 7. apríl 2020 11:38 Ætla að flytja þungt haldinn Covid-19 sjúkling með sjúkraflugi frá Ísafirði Sex hafa látist af völdum Covid-19 sjúkdómsins hér á landi og tæplega sextán hundruð verið greindir. Flytja á karlmann sem er þungt haldinn af Covid-19 með sjúkraflugi frá Ísafirði. 6. apríl 2020 19:45 „Þetta tekur verulega á“ Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, segir hið alvarlega ástand á hjúkrunarheimilinu Bergi taka á bæði heimilis- og starfsfólk. 6. apríl 2020 13:12 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Fjórir heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit. Sex starfsmenn eru með staðfest smit og sæta einangrun heima hjá sér og 23 starfsmenn til viðbótar eru ýmist í sóttkví eða einangrun. Fréttastofa greindi frá þeim sorgarfregnum í gær heimilismaður á Bergi hefði látist af völdum veirunnar eftir að hópsýking blossaði upp á heimilinu. Staðan var grafalvarleg um helgina, ekki síst vegna skorts á starfsfólki, en nú horfir til betri vegar eftir að liðsauki bakvarðasveitar barst frá Reykjavík með þyrlu gæslunnar í gær. Starfseminni á Bergi er nú nær alfarið sinnt af bakvarðasveit. „Okkur finnst við hafa náð utan um stöðuna og starfsemina og höfum veitt góða þjónustu og höldum áfram að gera það. En með þessum liðsauka sem barst í gær þá er meiri ró komin á starfsemina og ástandið betra,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í hádegisfréttum Bylgjunnar. Skelfilegar afleiðingar þess að smit berist á elliheimili Gylfi bætir við að þótt aðgerðir sóttvarnayfirvalda til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar, líkt og heimsóknarbann á elliheimilum, séu íþyngjandi, séu þær nauðsynlegar. Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur þurft að kalla til fólk úr bakvarðasveit til að manna deildir. „Þetta hópsmit hefur haft veruleg áhrif er það ástand sem allt kapp heilbrigðiskerfisins er lagt á að koma í veg fyrir, að smit komist inn á hjúkrunarheimili. Svona getur því miður gerst og þá er þetta niðurstaðan. Heimsóknarbann hefur gilt á Bergi um nokkurra vikna skeið og það gildir líka á öðrum stofnunum í kringum landið á öllum hjúkrunarheimilum, svo ég viti til og þetta er ástæðan. Ef smit berst inn á elliheimilin eru afleiðingarnar skelfilegar.“ Mikill velvilji og samstaða samfélagsins á Vestfjörðum Vestfirðingar hafa á undanförnum dögum hrundið af stað stöfnun fyrir tækjabúnaði, ýmiss konar, fyrir heilbrigðisstofnun Vestfjarða. „Tækjamálin hjá okkur er ekki eins og best væri á kosið. Meðal annars er verið að safna þarna fyrir svæfingarvélum sem eru hjá okkur orðnar 11 ára gamlar. Það er naumt skammtað í tækjakaup sem veittur er í fjárlögum á hverju ári. Það hefur verið skortur á þessu og ekki hægt að kaupa nýjustu tæki. Þessi velvilji sem við sjáum í samfélaginu er mjög skýr og fleytir okkur ansi langt. Þessi tækjakaup sem hér um ræðir. Svo er það þannig að kórónuveiran breytir þeirri þörf sem við höfum fyrir tæki. Ýmis tæki sem við í venjulegu árferði þyrftum ekki mörg eintök af, við þurfum þá kannski fleiri tæki af sambærilegri tegund á meðan þessi veira gengur yfir og það er væntanlega frekar talið í mánuðum heldur en vikum sem þetta ástand mun vara.“ Fjöldi Vestfirðinga hefur farið í sýnatöku á undanförnum dögum. Gylfi segir staðfestum smitum hafa fjölgað lítið eitt. Hertar aðgerðir tóku gildi í gær og eru nú allir norðanverðir Vestfirðir undir. Fréttastofa greindi frá því fyrir hádegi að karlmaður á sextugsaldri, sem fluttur var með sjúkraflugi á vegum Mýflugs frá Ísafirði til Reykjavíkur í gærkvöldi, væri kominn í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Maðurinn er þungt haldinn af Covid-19 sjúkdómnum.
Bolungarvík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kominn suður og í öndunarvél á gjörgæslu Karlmaður á sextugsaldri sem fluttur var með sjúkraflugi á vegum Mýflugs frá Ísafirði til Reykjavíkur í gærkvöldi er kominn í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. 7. apríl 2020 11:38 Ætla að flytja þungt haldinn Covid-19 sjúkling með sjúkraflugi frá Ísafirði Sex hafa látist af völdum Covid-19 sjúkdómsins hér á landi og tæplega sextán hundruð verið greindir. Flytja á karlmann sem er þungt haldinn af Covid-19 með sjúkraflugi frá Ísafirði. 6. apríl 2020 19:45 „Þetta tekur verulega á“ Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, segir hið alvarlega ástand á hjúkrunarheimilinu Bergi taka á bæði heimilis- og starfsfólk. 6. apríl 2020 13:12 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Kominn suður og í öndunarvél á gjörgæslu Karlmaður á sextugsaldri sem fluttur var með sjúkraflugi á vegum Mýflugs frá Ísafirði til Reykjavíkur í gærkvöldi er kominn í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. 7. apríl 2020 11:38
Ætla að flytja þungt haldinn Covid-19 sjúkling með sjúkraflugi frá Ísafirði Sex hafa látist af völdum Covid-19 sjúkdómsins hér á landi og tæplega sextán hundruð verið greindir. Flytja á karlmann sem er þungt haldinn af Covid-19 með sjúkraflugi frá Ísafirði. 6. apríl 2020 19:45
„Þetta tekur verulega á“ Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, segir hið alvarlega ástand á hjúkrunarheimilinu Bergi taka á bæði heimilis- og starfsfólk. 6. apríl 2020 13:12