„Þetta tekur verulega á“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. apríl 2020 13:12 Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur þurft að kalla til fólk úr bakvarðasveit til að manna deildir. Ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er alvarlegt. Líkt og fréttastofa greindi frá í morgun lést íbúi á hjúkrunarheimilinu í gær úr Covid-19 sjúkdómnum. Tveir heimilismenn eru með staðfest smit og þrír aðrir sæta einangrun. Sjá nánar: Íbúi á Bergi látinn af völdum Covid-19 Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, var í hádegisfréttum Bylgjunnar spurður út í líðan íbúanna á Bergi og hvort ótti hafi gripið um sig á meðal þeirra. „Það er augljóst að þetta tekur verulega á bæði íbúa en líka starfsmenn. Langstærstur hluti starfsmanna er í sóttkví eða einangrun, meira og minna veikir þannig að það tekur verulega á fólk að þurfa að takast á við það á sama tíma og vinnustaðurinn þeirra og fólkið sem það hefur sinnt og annast um sé í þessum skrítnu og erfiðu aðstæðum.“ Meirihluti fastra starfsmanna á hjúkrunarheimilinu eru í einangrun en þar af eru fimm með staðfest smit. Aðrir fastir starfsmenn utan þriggja eru í sóttkví og er heimilinu nær alfarið sinnt af bakvarðasveit. Von er á liðsauka með þyrlu Landhelgisgæslunnar seinna í dag ef veður leyfir. „Við erum núna með fólk sem kom um og fyrir helgi sem hefur verið að taka mjög langar vaktir. Við væntum þess og vonum að veður leyfi þyrlu Landhelgisgæslunnar að flytja til okkar tíu manns úr bakvarðasveit úr Reykjavík hingað seinni partinn og þá verðum við komin fyrir vind. Síðan munu fleiri koma eftir því sem líður á vikuna. Okkur sýnist núna þetta vera komið í þokkalegt stand en það breytir ekki því að starfsmenn eru veikir og íbúar eru veikir og eru og verða í sóttkví þannig að heimilishaldið á Bergi er ekki og verður ekki með hefðbundnu sniði næstu vikur.“ En hvernig standa málin á Vestfjörðum? Er útbreiðslan mikil? „Það er hópsmit á Ísafirði og í Bolungarvík og eitt staðfest smit á Flateyri. Í morgun tóku gildi hertar samkomureglur og hertar reglur um skólahald á Þingeyri, Suðureyri, Súðavík og Flateyri, í stíl við það sem verið hefur hér á Ísafirði og Bolungarvík. Ástæðan fyrir því er sú að það er mikill samgangur á milli þessara byggðarkjarna, sömu búðir sem fólk verslar í og svo framvegis og sama atvinnusvæðið og þar með var talið líklegt að ef það væru smit á Ísafirði og Bolungarvík þá myndu þau fara að dreifa sér annars staðar líka,“ sagði Gylfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Tengdar fréttir Íbúi á Bergi í Bolungarvík látinn af völdum Covid-19 Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær úr Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. 6. apríl 2020 10:20 Grafalvarleg staða er á hjúkrunarheimili í Bolungarvík Fimm manna samkomubann gildir nú á öllum norðanverðum Vestfjörðum eftir að aðgerðir voru hertar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir stöðuna alvarlega á hjúkrunarheimilinu Bergi þar sem nokkur smit hafa greinst hjá íbúum og starfsfólki. 5. apríl 2020 23:55 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
Ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er alvarlegt. Líkt og fréttastofa greindi frá í morgun lést íbúi á hjúkrunarheimilinu í gær úr Covid-19 sjúkdómnum. Tveir heimilismenn eru með staðfest smit og þrír aðrir sæta einangrun. Sjá nánar: Íbúi á Bergi látinn af völdum Covid-19 Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, var í hádegisfréttum Bylgjunnar spurður út í líðan íbúanna á Bergi og hvort ótti hafi gripið um sig á meðal þeirra. „Það er augljóst að þetta tekur verulega á bæði íbúa en líka starfsmenn. Langstærstur hluti starfsmanna er í sóttkví eða einangrun, meira og minna veikir þannig að það tekur verulega á fólk að þurfa að takast á við það á sama tíma og vinnustaðurinn þeirra og fólkið sem það hefur sinnt og annast um sé í þessum skrítnu og erfiðu aðstæðum.“ Meirihluti fastra starfsmanna á hjúkrunarheimilinu eru í einangrun en þar af eru fimm með staðfest smit. Aðrir fastir starfsmenn utan þriggja eru í sóttkví og er heimilinu nær alfarið sinnt af bakvarðasveit. Von er á liðsauka með þyrlu Landhelgisgæslunnar seinna í dag ef veður leyfir. „Við erum núna með fólk sem kom um og fyrir helgi sem hefur verið að taka mjög langar vaktir. Við væntum þess og vonum að veður leyfi þyrlu Landhelgisgæslunnar að flytja til okkar tíu manns úr bakvarðasveit úr Reykjavík hingað seinni partinn og þá verðum við komin fyrir vind. Síðan munu fleiri koma eftir því sem líður á vikuna. Okkur sýnist núna þetta vera komið í þokkalegt stand en það breytir ekki því að starfsmenn eru veikir og íbúar eru veikir og eru og verða í sóttkví þannig að heimilishaldið á Bergi er ekki og verður ekki með hefðbundnu sniði næstu vikur.“ En hvernig standa málin á Vestfjörðum? Er útbreiðslan mikil? „Það er hópsmit á Ísafirði og í Bolungarvík og eitt staðfest smit á Flateyri. Í morgun tóku gildi hertar samkomureglur og hertar reglur um skólahald á Þingeyri, Suðureyri, Súðavík og Flateyri, í stíl við það sem verið hefur hér á Ísafirði og Bolungarvík. Ástæðan fyrir því er sú að það er mikill samgangur á milli þessara byggðarkjarna, sömu búðir sem fólk verslar í og svo framvegis og sama atvinnusvæðið og þar með var talið líklegt að ef það væru smit á Ísafirði og Bolungarvík þá myndu þau fara að dreifa sér annars staðar líka,“ sagði Gylfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Tengdar fréttir Íbúi á Bergi í Bolungarvík látinn af völdum Covid-19 Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær úr Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. 6. apríl 2020 10:20 Grafalvarleg staða er á hjúkrunarheimili í Bolungarvík Fimm manna samkomubann gildir nú á öllum norðanverðum Vestfjörðum eftir að aðgerðir voru hertar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir stöðuna alvarlega á hjúkrunarheimilinu Bergi þar sem nokkur smit hafa greinst hjá íbúum og starfsfólki. 5. apríl 2020 23:55 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
Íbúi á Bergi í Bolungarvík látinn af völdum Covid-19 Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær úr Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. 6. apríl 2020 10:20
Grafalvarleg staða er á hjúkrunarheimili í Bolungarvík Fimm manna samkomubann gildir nú á öllum norðanverðum Vestfjörðum eftir að aðgerðir voru hertar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir stöðuna alvarlega á hjúkrunarheimilinu Bergi þar sem nokkur smit hafa greinst hjá íbúum og starfsfólki. 5. apríl 2020 23:55