James Bond stjarnan Honor Blackman látin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. apríl 2020 18:13 Honor Blackman á mótmælum vegna skertra réttinda eldriborgara í nóvember 2009. EPA/ANDY RAIN Breska leikkonan Honor Blackman, sem þekktust er fyrir að hafa leikið Pussy Galore í James Bond myndinni Goldfinger, er látin 94 ára að aldri. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Fjölskylda hennar sagði í yfirlýsingu að hún hafi látist umkringd fjölskyldum og vinum á heimili sínu í Lewes í Ausur Sussex. Blackman var einnig þekkt fyrir leik sinn sem Cathy Gale í sjónvarpsþáttunum Avengers sem sýndir voru á sjöunda áratugnum þar sem hún lék eitt af aðalhlutverkunum ásamt Patrick Macnee. Parið sló einnig í gegn í Kinky Boots sem gefin var út árið 1964. Í yfirlýsingunni sem fjölskylda hennar gaf út sagði einnig: „Auk þess að hafa verið frábær móðir og amma var Honor gríðarlega hæfileikarík og skapandi leikkona.“ Blackman fæddist í Plaistow í austurhluta Lundúna árið 1925 og gekk hún í Guildhall tónlistar- og leiklistarskólann. Þá var hún einnig þjálfuð í bardagaíþróttum sem tryggði henni hlutverk Pussy Galore, samverkamanns illmennisins Auric Goldfinger í þriðju James Bond kvikmyndinni. „Ég var þegar aðdáandi James Bond en ég bað um að lesa handritið fyrir Goldfinger áður en ég tók við hlutverkinu,“ sagði hún í viðtali. „Þegar ég hafði lesið handritið var ég handviss um að það hentaði mér.“ Þrátt fyrir að Galore hafi snúið við blaðinu og gengið til liðs við Bond í kvikmyndinni eftir að hafa varið með honum nóttinni var persónan opinberlega samkynhneigð í skáldsögu Ian Flemming um Bond. Síðustu ár ævinnar ferðaðist Blackman um Bretland og steig á svið í sýningunni Honor Blackman sem hún sjálf (e. Honor Blackman As Herself) sem fjallaði um feril hennar í skemmtibransanum. Andlát Bíó og sjónvarp James Bond Bretland Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Breska leikkonan Honor Blackman, sem þekktust er fyrir að hafa leikið Pussy Galore í James Bond myndinni Goldfinger, er látin 94 ára að aldri. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Fjölskylda hennar sagði í yfirlýsingu að hún hafi látist umkringd fjölskyldum og vinum á heimili sínu í Lewes í Ausur Sussex. Blackman var einnig þekkt fyrir leik sinn sem Cathy Gale í sjónvarpsþáttunum Avengers sem sýndir voru á sjöunda áratugnum þar sem hún lék eitt af aðalhlutverkunum ásamt Patrick Macnee. Parið sló einnig í gegn í Kinky Boots sem gefin var út árið 1964. Í yfirlýsingunni sem fjölskylda hennar gaf út sagði einnig: „Auk þess að hafa verið frábær móðir og amma var Honor gríðarlega hæfileikarík og skapandi leikkona.“ Blackman fæddist í Plaistow í austurhluta Lundúna árið 1925 og gekk hún í Guildhall tónlistar- og leiklistarskólann. Þá var hún einnig þjálfuð í bardagaíþróttum sem tryggði henni hlutverk Pussy Galore, samverkamanns illmennisins Auric Goldfinger í þriðju James Bond kvikmyndinni. „Ég var þegar aðdáandi James Bond en ég bað um að lesa handritið fyrir Goldfinger áður en ég tók við hlutverkinu,“ sagði hún í viðtali. „Þegar ég hafði lesið handritið var ég handviss um að það hentaði mér.“ Þrátt fyrir að Galore hafi snúið við blaðinu og gengið til liðs við Bond í kvikmyndinni eftir að hafa varið með honum nóttinni var persónan opinberlega samkynhneigð í skáldsögu Ian Flemming um Bond. Síðustu ár ævinnar ferðaðist Blackman um Bretland og steig á svið í sýningunni Honor Blackman sem hún sjálf (e. Honor Blackman As Herself) sem fjallaði um feril hennar í skemmtibransanum.
Andlát Bíó og sjónvarp James Bond Bretland Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira