Lífið

James Bond stjarnan Honor Black­man látin

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Honor Blackman á mótmælum vegna skertra réttinda eldriborgara í nóvember 2009.
Honor Blackman á mótmælum vegna skertra réttinda eldriborgara í nóvember 2009. EPA/ANDY RAIN

Breska leikkonan Honor Blackman, sem þekktust er fyrir að hafa leikið Pussy Galore í James Bond myndinni Goldfinger, er látin 94 ára að aldri. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.

Fjölskylda hennar sagði í yfirlýsingu að hún hafi látist umkringd fjölskyldum og vinum á heimili sínu í Lewes í Ausur Sussex.

Blackman var einnig þekkt fyrir leik sinn sem Cathy Gale í sjónvarpsþáttunum Avengers sem sýndir voru á sjöunda áratugnum þar sem hún lék eitt af aðalhlutverkunum ásamt Patrick Macnee. Parið sló einnig í gegn í Kinky Boots sem gefin var út árið 1964.

Í yfirlýsingunni sem fjölskylda hennar gaf út sagði einnig: „Auk þess að hafa verið frábær móðir og amma var Honor gríðarlega hæfileikarík og skapandi leikkona.“

Blackman fæddist í Plaistow í austurhluta Lundúna árið 1925 og gekk hún í Guildhall tónlistar- og leiklistarskólann. Þá var hún einnig þjálfuð í bardagaíþróttum sem tryggði henni hlutverk Pussy Galore, samverkamanns illmennisins Auric Goldfinger í þriðju James Bond kvikmyndinni.

„Ég var þegar aðdáandi James Bond en ég bað um að lesa handritið fyrir Goldfinger áður en ég tók við hlutverkinu,“ sagði hún í viðtali. „Þegar ég hafði lesið handritið var ég handviss um að það hentaði mér.“ Þrátt fyrir að Galore hafi snúið við blaðinu og gengið til liðs við Bond í kvikmyndinni eftir að hafa varið með honum nóttinni var persónan opinberlega samkynhneigð í skáldsögu Ian Flemming um Bond.

Síðustu ár ævinnar ferðaðist Blackman um Bretland og steig á svið í sýningunni Honor Blackman sem hún sjálf (e. Honor Blackman As Herself) sem fjallaði um feril hennar í skemmtibransanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.