Innlent

Tæp­lega þriðjungur smitaðra hefur náð bata

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Tæpur þriðjungur þeirra sem greinst hefur með kórónuveiruna hér á landi hefur náð bata.
Tæpur þriðjungur þeirra sem greinst hefur með kórónuveiruna hér á landi hefur náð bata. Vísir/Vilhelm

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19 sjúkdómnum eru nú alls 1.486 hér á landi. Af þeim eru 1.054 nú smitaðir. Staðfestum smitum fjölgaði um 69 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær en þá var greint frá 53 nýjum smitum. Smitum hefur því fjölgað milli daga.

Þá eru 42 nú á sjúkrahúsi og 11 á gjörgæslu vegna COVID-19. Alls hefur 428 manns batnað af veikinni. Þá eru 5.511 manns í sóttkví og 1.054 í einangrun. Þeim sem eru í sóttkví fjölgað um 236 á milli daga og hafa nú alls 11.657 manns lokið sóttkví. Sýni hafa verið tekin úr 25.394 manns.

Klukkan tvö verður haldinn upplýsingafundur almannavarna og landlæknis þar sem farið verður yfir stöðu mála í sambandi við faraldurinn og farið yfir aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, verða á staðnum til að upplýsa landsmenn um þróun mála með tilliti til kórónuveirunnar hér á landi. Þá munu Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verða gestir fundarin að þessu sinni.


Tengdar fréttir

Bein útsending: Upplýsingafundur númer 36

Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 14:00 í dag að Skógarhlíð 14. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi.

Grunur um að fjórði íbúinn á Bergi sé smitaður

Á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru 3 veikir af Covid -19 og einn í viðbót er með einkenni og kominn í einangrun. Sjö aðrir íbúar eru í sóttkví. Stór hluti starfsmanna er í sóttkví og í þeim hópi er einnig farið að bera á einkennum sjúkdómsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×