Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Allt viðbragðsteymi lögreglu og sjúkraflutningamanna á Selfossi þurfti að fara í sóttkví í nótt eftir að hafa sinnt fólki sem átti að vera í sóttkví og hafði velt bíl sínum á Þingvallavegi. Fólkið slapp með minniháttar meiðsl. Yfirlögregluþjónn segir að slysið hafi valdið miklu álagi á umdæmi lögreglunnar og ítrekar að fólk ferðist innanhúss.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig verður rætt við konu sem hefur jafnað sig á Covid-19 veikindum. Hún segir það hafa verið mikið áfall að greinast. Hátt í sjötíu manns þurftu að fara í sóttkví vegna hennar og olli það miklu samviskubiti og áhyggjum.

Nokkur hundruð Íslendingar vilja komast til landsins á næstu dögum og eru margir þeirra í óvissu um hvort það takist. Farið verður yfir stöðuna með deildarstjóra hjá utanríkisráðuneytinu. Einnig verður rætt við lögreglu sem hefur áhyggjur af því að heimilisofbeldi komi til með að aukast miðað við reynsluna erlendis.

Þá hittum við fjóra hlaupagarpa sem hlaupa í dag maraþon á hlaupabretti í heimahúsi. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×