Tónlist

Sóttkvíðaplaylisti Veirmundar Galtýssonar

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Laglínur sem finna má á listanum geta fests á heilum og verið afar smitandi.
Laglínur sem finna má á listanum geta fests á heilum og verið afar smitandi.

Veirmundur Galtýsson á ekkert skylt við sveiflukónginn Geirmund Valtýsson, en er nýr plötusnúður sem sérhæfir sig í sóttkvíar- og veirutengdri tónlist.

Var hann fenginn til að setja saman lagalista sérsniðinn að samkomubanni í stað hefðbundins föstudagsplaylista.

Vísir náði tali af Veirmundi þar sem hann var nýkominn úr loftinu eftir að hafa streymt skífuþeytingi á Primaveira hátíðinni margkunnugu. 

Veirmundur segir listann „uppfullan af smellum sem hafa á einhverjum tímapunkti orðið viral á einhvern hátt.“

Lögin tengist öll á einhvern hátt ástandinu og þeim veiruleika sem við þurfum að búa við í dag, og séu þar að auki öll á íslensku.

Veirmundur Galtýsson er í raun og veiru hugarburður blaðamanns Vísis.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.