Vill hefja vegagerð um Teigsskóg á næsta ári Kristján Már Unnarsson skrifar 27. maí 2015 14:01 Vegamálastjóri fagnar úrskurði Skipulagsstofnunar um Teigsskóg og vonast til að framkvæmdir hefjist á síðari hluta næsta árs. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar en Skipulagsstofnun féllst í morgun á beiðni Vegagerðarinnar um að endurskoða umhverfismat hins umdeildar vegar. Deilur hafa staðið í áratug um framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit í Austur-Barðarstrandarsýslu. Vegagerðin og sveitarfélög á Vestfjörðum hafa lagt höfuðáherslu á að vegurinn liggi um Teigsskóg en mætt andstöðu landeigenda og náttúruverndarsamtaka, sem höfðu sigur með Hæstaréttardómi fyrir sex árum. Vegagerðin hefur nú hannað nýja veglínu um Teigsskóg og féllst Skipulagsstofnun á að í henni felist það miklar breytingar að þær réttlæti endurskoðun umhverfismatsins. Breytingarnar fela meðal annars í sér minni skerðingu á skóglendi en milda einnig áhrif á leirur og fjörur þar sem brúarop eru breikkuð á brúm yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri kvaðst í samtali við fréttastofu fagna þessari niðurstöðu Skipulagsstofnunar og vonast til að hún yrði til að draga úr andstöðu við verkefnið. Vegagerðin mun nú í framhaldinu leggja fram tillögu að matsáætlun fyrir endurskoðað umhverfismat. Vegagerðin vonast til að niðurstaða liggi fyrir og að unnt verði að sækja um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar á fyrri hluta næsta árs. Gangi það allt eftir kveðst vegamálstjóri vonast til að framkvæmdir hefjist síðla næsta árs og að hægt verði að hleypa umferð á nýjan veg um Teigsskóg árið 2018. Tengdar fréttir Vegur um Teigsskóg aftur í umhverfismat Skipulagsstofnun hefur fallist á beiðni Vegagerðarinnar um að endurskoða umhverfismat vegna hins umdeilda vegar um Teigsskóg í Þorskafirði. 27. maí 2015 09:09 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Vegamálastjóri fagnar úrskurði Skipulagsstofnunar um Teigsskóg og vonast til að framkvæmdir hefjist á síðari hluta næsta árs. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar en Skipulagsstofnun féllst í morgun á beiðni Vegagerðarinnar um að endurskoða umhverfismat hins umdeildar vegar. Deilur hafa staðið í áratug um framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit í Austur-Barðarstrandarsýslu. Vegagerðin og sveitarfélög á Vestfjörðum hafa lagt höfuðáherslu á að vegurinn liggi um Teigsskóg en mætt andstöðu landeigenda og náttúruverndarsamtaka, sem höfðu sigur með Hæstaréttardómi fyrir sex árum. Vegagerðin hefur nú hannað nýja veglínu um Teigsskóg og féllst Skipulagsstofnun á að í henni felist það miklar breytingar að þær réttlæti endurskoðun umhverfismatsins. Breytingarnar fela meðal annars í sér minni skerðingu á skóglendi en milda einnig áhrif á leirur og fjörur þar sem brúarop eru breikkuð á brúm yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri kvaðst í samtali við fréttastofu fagna þessari niðurstöðu Skipulagsstofnunar og vonast til að hún yrði til að draga úr andstöðu við verkefnið. Vegagerðin mun nú í framhaldinu leggja fram tillögu að matsáætlun fyrir endurskoðað umhverfismat. Vegagerðin vonast til að niðurstaða liggi fyrir og að unnt verði að sækja um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar á fyrri hluta næsta árs. Gangi það allt eftir kveðst vegamálstjóri vonast til að framkvæmdir hefjist síðla næsta árs og að hægt verði að hleypa umferð á nýjan veg um Teigsskóg árið 2018.
Tengdar fréttir Vegur um Teigsskóg aftur í umhverfismat Skipulagsstofnun hefur fallist á beiðni Vegagerðarinnar um að endurskoða umhverfismat vegna hins umdeilda vegar um Teigsskóg í Þorskafirði. 27. maí 2015 09:09 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Vegur um Teigsskóg aftur í umhverfismat Skipulagsstofnun hefur fallist á beiðni Vegagerðarinnar um að endurskoða umhverfismat vegna hins umdeilda vegar um Teigsskóg í Þorskafirði. 27. maí 2015 09:09