Konsúllinn verður kyrr Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. október 2017 06:00 Guðlaugur Þór lét kanna mál Borislavovu. vísir/vilhelm „Ég hef látið kanna þetta mál innan ráðuneytisins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um umdeildan ræðismann Íslands í Búlgaríu sem fjallað var um í Fréttablaðinu 10. og 11. október síðastliðinn. Guðlaugur segir engar skráðar upplýsingar í ráðuneytinu um þau mál sem umfjöllunin laut að. Í umfjöllun blaðsins kom fram að Tsvetelina Borislavova, sem skipuð var heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu árið 2006 hefur ítrekað verið orðuð við peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi í fjölmiðlum þar ytra og að sendiherra Bandaríkjanna í Búlgaríu hafi varað bandarísk stjórnvöld við henni í skeytum sem lekið var á vefsíðu Wikileaks árið 2010. „Ég hef, að svo stöddu, ekki ástæðu til að ætla að hún geti ekki sinnt sínu hlutverki sem ræðismaður okkar í Búlgaríu, enda liggur ekkert fyrir um að hún hafi gerst brotleg við lög,“ segir Guðlaugur. Hann lætur þess getið að ræðismenn Íslands erlendis séu á þriðja hundrað talsins og mjög mikilvægur hluti af utanríkisþjónustu Íslands. Í nýútkominni skýrslu um utanríkisþjónustu til framtíðar, sem unnin var að hans frumkvæði, hafi verið lagt til að stofnuð yrði sérstök deild í utanríkisráðuneytinu til að styðja við ræðismenn okkar erlendis. „Þeirri tillögu var þegar hrint í framkvæmd og umsjón þessara mála er því í réttum farvegi að mínu mati, en við fylgjumst vel með framvindunni,“ segir Guðlaugur. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ræðismaður fyrir Ísland orðuð við skipulagða glæpastarfsemi Heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu, Tsvetelina Borislavova, sem var viðskiptafélagi Björgúlfs Thors Björgúlfssonar, hefur ítrekað verið orðuð við peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. 10. október 2017 05:00 Umdeildur ræðismaður fékk meðmæli frá sendiherra og Björgólfi Thor Guðmundur Árni Stefánsson, þá sendiherra og Björgólfur Thor Björgólfsson voru meðal þeirra sem mæltu með því að Tsvetelina Borislavova yrði skipuð heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu. Skipunin gekk í gegn árið 2006 og það var Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi utanríkisráðherra sem undirritaði skipunarbréfið, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. 11. október 2017 10:00 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Ég hef látið kanna þetta mál innan ráðuneytisins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um umdeildan ræðismann Íslands í Búlgaríu sem fjallað var um í Fréttablaðinu 10. og 11. október síðastliðinn. Guðlaugur segir engar skráðar upplýsingar í ráðuneytinu um þau mál sem umfjöllunin laut að. Í umfjöllun blaðsins kom fram að Tsvetelina Borislavova, sem skipuð var heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu árið 2006 hefur ítrekað verið orðuð við peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi í fjölmiðlum þar ytra og að sendiherra Bandaríkjanna í Búlgaríu hafi varað bandarísk stjórnvöld við henni í skeytum sem lekið var á vefsíðu Wikileaks árið 2010. „Ég hef, að svo stöddu, ekki ástæðu til að ætla að hún geti ekki sinnt sínu hlutverki sem ræðismaður okkar í Búlgaríu, enda liggur ekkert fyrir um að hún hafi gerst brotleg við lög,“ segir Guðlaugur. Hann lætur þess getið að ræðismenn Íslands erlendis séu á þriðja hundrað talsins og mjög mikilvægur hluti af utanríkisþjónustu Íslands. Í nýútkominni skýrslu um utanríkisþjónustu til framtíðar, sem unnin var að hans frumkvæði, hafi verið lagt til að stofnuð yrði sérstök deild í utanríkisráðuneytinu til að styðja við ræðismenn okkar erlendis. „Þeirri tillögu var þegar hrint í framkvæmd og umsjón þessara mála er því í réttum farvegi að mínu mati, en við fylgjumst vel með framvindunni,“ segir Guðlaugur.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ræðismaður fyrir Ísland orðuð við skipulagða glæpastarfsemi Heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu, Tsvetelina Borislavova, sem var viðskiptafélagi Björgúlfs Thors Björgúlfssonar, hefur ítrekað verið orðuð við peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. 10. október 2017 05:00 Umdeildur ræðismaður fékk meðmæli frá sendiherra og Björgólfi Thor Guðmundur Árni Stefánsson, þá sendiherra og Björgólfur Thor Björgólfsson voru meðal þeirra sem mæltu með því að Tsvetelina Borislavova yrði skipuð heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu. Skipunin gekk í gegn árið 2006 og það var Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi utanríkisráðherra sem undirritaði skipunarbréfið, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. 11. október 2017 10:00 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Ræðismaður fyrir Ísland orðuð við skipulagða glæpastarfsemi Heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu, Tsvetelina Borislavova, sem var viðskiptafélagi Björgúlfs Thors Björgúlfssonar, hefur ítrekað verið orðuð við peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. 10. október 2017 05:00
Umdeildur ræðismaður fékk meðmæli frá sendiherra og Björgólfi Thor Guðmundur Árni Stefánsson, þá sendiherra og Björgólfur Thor Björgólfsson voru meðal þeirra sem mæltu með því að Tsvetelina Borislavova yrði skipuð heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu. Skipunin gekk í gegn árið 2006 og það var Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi utanríkisráðherra sem undirritaði skipunarbréfið, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. 11. október 2017 10:00