Ekkert sem bannar dæmdum barnaníðingum að fara með forsjá barns Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. janúar 2020 18:45 Ekkert í lögum kveður á um að barnaníðingar fari ekki með forsjá barna að sögn forstjóra Barnaverndarstofu. Hún vill meira eftirlit og utanumhald með barnaníðingum hér á landi. Í Bretlandi fái dæmdir barnaníðingar, sem metnir eru hættulegir, ekki að ganga lausir séu börn á heimilinu. Þá segir Heiða að á Íslandi sé ekkert eftirlit né utanumhald með dæmdum barnaníðingum, hvorki eftir að þeir fá dóm né eftir að afplánun lýkur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafi metið það svo að 13 ára barni manns, sem dæmdur var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðru barni sínu, starfi engin hætta af því að búa með föður sínum. Maðurinn var dæmdur í sjö ára fangelsi í október en hann fer einn með forsjá barnsins. Lögmaður móður sagði hana hafa miklar áhyggjur af barni sínu sem nú býr með dæmdum barnaníðingi. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, getur aðeins tjáð sig almennt um mál af þessum toga en hún telur þörf á að bæta lagaumhverfið. „Það er ekkert í lögum sem kveður á um það að einstaklingur sem hefur brotið gegn barni fái ekki að hafa forsjá barna, jafnvel sömu barna,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu. Fái barnaverndarnefnd upplýsingar um að barnaníðingur búi með barni getur hún að ákveðið að láta gera áhættumat. „Það hefur því miður ekki verið sett inn í lög að það sé gerð krafa um að einstaklingar sem séu dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum gangist undir svona áhættumat, við hefðum vilja sjá það og höfum talað fyrir því í áratug,“ segir Heiða Björg. Fréttastofa hefur upplýsingar um að áhættumat hafi farið fram í máli mannsins og niðurstaðan að barninu stafaði ekki hætta af því að búa með föður sínum - þrátt fyrir að hann hafi brotið gegn eldra systkini þess sem er af sama kyni, þegar það var á svipuðum aldri. „Rannsóknir sýna það að það eru ekki allir sem eru dæmdir fyrir kynferðisbrot líklegir til að brjóta af sér aftur eða áfram,“ segir Heiða Björg og bætir við að því sé mikilvægt að fram fari áhættumat. Þá segir Heiða Björg að á Íslandi sé ekkert eftirlit né utanumhald með dæmdum barnaníðingum, hvorki eftir að þeir fá dóm né eftir að afplánun lýkur. „Þeir fái búsetu og atvinnu og annað við hæfi því við vitum það að það dregur ur líkum á því að gera þá hættulega,“ segir Heiða Björg. Bretar hafi til dæmis sett ákveðinn skilyrði fyrir því að dæmdir barnaníðingar, sem metnir eru hættulegir, gangi lausir. „Til dæmis að menn neyti ekki vímuefna og að menn séu ekki búsettir með börnum,“ segir Heiða Björg. Barnavernd Fjölskyldumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur metið það svo að 13 ára barni manns, sem dæmdur var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum börnum sínum, stafi engin hætta af því að búa með föður sínum. Lögfræðingur móðurinnar segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns. 5. janúar 2020 19:38 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Ekkert í lögum kveður á um að barnaníðingar fari ekki með forsjá barna að sögn forstjóra Barnaverndarstofu. Hún vill meira eftirlit og utanumhald með barnaníðingum hér á landi. Í Bretlandi fái dæmdir barnaníðingar, sem metnir eru hættulegir, ekki að ganga lausir séu börn á heimilinu. Þá segir Heiða að á Íslandi sé ekkert eftirlit né utanumhald með dæmdum barnaníðingum, hvorki eftir að þeir fá dóm né eftir að afplánun lýkur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafi metið það svo að 13 ára barni manns, sem dæmdur var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðru barni sínu, starfi engin hætta af því að búa með föður sínum. Maðurinn var dæmdur í sjö ára fangelsi í október en hann fer einn með forsjá barnsins. Lögmaður móður sagði hana hafa miklar áhyggjur af barni sínu sem nú býr með dæmdum barnaníðingi. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, getur aðeins tjáð sig almennt um mál af þessum toga en hún telur þörf á að bæta lagaumhverfið. „Það er ekkert í lögum sem kveður á um það að einstaklingur sem hefur brotið gegn barni fái ekki að hafa forsjá barna, jafnvel sömu barna,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu. Fái barnaverndarnefnd upplýsingar um að barnaníðingur búi með barni getur hún að ákveðið að láta gera áhættumat. „Það hefur því miður ekki verið sett inn í lög að það sé gerð krafa um að einstaklingar sem séu dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum gangist undir svona áhættumat, við hefðum vilja sjá það og höfum talað fyrir því í áratug,“ segir Heiða Björg. Fréttastofa hefur upplýsingar um að áhættumat hafi farið fram í máli mannsins og niðurstaðan að barninu stafaði ekki hætta af því að búa með föður sínum - þrátt fyrir að hann hafi brotið gegn eldra systkini þess sem er af sama kyni, þegar það var á svipuðum aldri. „Rannsóknir sýna það að það eru ekki allir sem eru dæmdir fyrir kynferðisbrot líklegir til að brjóta af sér aftur eða áfram,“ segir Heiða Björg og bætir við að því sé mikilvægt að fram fari áhættumat. Þá segir Heiða Björg að á Íslandi sé ekkert eftirlit né utanumhald með dæmdum barnaníðingum, hvorki eftir að þeir fá dóm né eftir að afplánun lýkur. „Þeir fái búsetu og atvinnu og annað við hæfi því við vitum það að það dregur ur líkum á því að gera þá hættulega,“ segir Heiða Björg. Bretar hafi til dæmis sett ákveðinn skilyrði fyrir því að dæmdir barnaníðingar, sem metnir eru hættulegir, gangi lausir. „Til dæmis að menn neyti ekki vímuefna og að menn séu ekki búsettir með börnum,“ segir Heiða Björg.
Barnavernd Fjölskyldumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur metið það svo að 13 ára barni manns, sem dæmdur var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum börnum sínum, stafi engin hætta af því að búa með föður sínum. Lögfræðingur móðurinnar segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns. 5. janúar 2020 19:38 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur metið það svo að 13 ára barni manns, sem dæmdur var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum börnum sínum, stafi engin hætta af því að búa með föður sínum. Lögfræðingur móðurinnar segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns. 5. janúar 2020 19:38