Tónlist

Hot Chip remixar Eurovisionlag Daða Freys

Andri Eysteinsson skrifar
Daði Freyr hefur svo sannarlega slegið í gegn.
Daði Freyr hefur svo sannarlega slegið í gegn. Vísir/Andri Marinó

Ný útgáfa af laginu Think about things, Eurovisionlagi Daða Freys sem átti að vera framlag Íslands í keppninni í ár, verður gefin út á miðnætti í kvöld. Útgáfan er engin venjuleg útgáfa því hljómsveitin Hot Chip hefur endurhljóðblandað lagið af sinni alkunnu snilld.

Daði Freyr tilkynnti þetta á Twitter síðu sinni í dag og segir Hot Chip þar hafa verið sér mikinn innblástur á síðustu tíu árum. Það sé því sannur heiður að þeir hafi ákveðið að gæða lagið nýju lífi.

Hér að neðan má hlusta á remix Hot Chip á lagi Daða.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.