Segir verkferlum hafa verið fylgt í máli konu sem lést eftir átök við lögreglu Nadine Guðrún Yaghi og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 20. janúar 2020 18:30 Öllum verkferlum var fylgt þegar beiðni um sjúkrabíl og aðstoð sjúkraflutningamanna fyrir unga konu í geðrofi var beint til lögreglu. Þetta segir aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Konan lést eftir átök við lögregluna. Hjúkrunarfræðingur frú Ragnheiðar segir að stundum sé skjólstæðingum þeirra frekar mætt með valdbeitingu lögreglu en aðstoð heilbrigðisstarfsmanna. Í Kompás sem birtur var á Vísi í morgun er ítarlega fjallað um mál ungrar konur, Heklu Lindar Jónsdóttur, sem lést síðastliðið vor eftir átök við lögreglumenn sem handtóku hana þegar hún var í slæmu geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna. Lögreglumennirnir höfðu réttarstöðu sakbornings í nokkra mánuði en málið var svo látið niður falla þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellis. Réttarmeinafræðingur fullyrðir þó að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða Heklu Lindar. Hekla hafði verið með vinum sínum í íbúð í miðbæ Reykjavíkur þar sem mikið var um eiturlyf. Hún hljóp út úr húsinu í mikilli geðshræringu og var óviðráðanleg að sögn vitna. Vinur hennar hringdi nokkrum sinnum í Neyðarlínuna og bað um sjúkrabíl vegna manneskju í geðrofi. Hann kom ekki en tveir lögreglumenn mættu á vettvang sem kom henni í enn meira uppnám og reyndi hún að flýja undan þeim. Hún stökk yfir vegg og inn í bakgarð þar sem lögreglumennirnir náðu henni. Þeir handtóku hana og skömmu síðar fór hún í hjartastopp. „Það var kallað eftir sjúkrabíl fyrir hana því hún var í geðrofi og þurfti hjálp. Hún var ekki búin að brjóta neitt af sér. Hún var ekki glæpamaður en þessir lögreglumenn virðast hafa ráðist á hana og legið þannig á henni með hné í bak og axlir þannig það voru gríðarlega miklir áverkar. Eins og réttarmeiningarfræðingur segir þá átti hún bara aldrei möguleika," segir Jón Ingi Gunnarsson, faðir Heklu Lindar en ítarlega er rætt við foreldra hennar í Kompás. Mikilvægt að mati hjúkrunarfræðings að sjúkrabílar komi, sé þess óskað „Auðvitað eru það þau sem vinna á sjúkrabílunum sem eru best til þess fallin að bregðast við svona aðstæðum og þá af mannúð og til að tryggja öryggi skjólstæðingsins líka. Þau sem vinna á sjúkrabíl eiga auðvitað að hafa þá faglegu þekkingu og hafa öll tæki og tól og viðeigandi lyf sem þarf í þessum aðstæðum," segir Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur Frú Ragnheiðar. „Við tökum erindið eins og það kemur til okkar og greinum hvað er viðeigandi viðbragð og í þessu tilviki er að það sé lögreglan,“ segir Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði.Vísir/Egill Vettvangur hafi verið metinn óstöður og sjúkraflutningamenn ekki sendir í slíkar aðstæður. Öllum ferlum hafi verið fylgt. „Þarna í miklu partýástandi og miklum æsingi frá mörgum þá er þetta rétta niðurstaðan, já,“ segir Tómas. Elísabet segir aftur á móti að réttast væri að sjúkrabílar séu alltaf kallaðir á vettvang þegar óskað er eftir því. „Ég hef fullan skilning á því að stundum sé lögreglan kölluð út á vettvang með sjúkrabíl út af forgangskerfi hjá þeim en þá þarf auðvitað bara að tryggja að sjúkraflutningamenn mæti alltaf á vettvanginn með lögreglunni.“ Það eigi allir rétt á heilbrigðisaðstoð. Málið sé grafalvarlegt en því miður ekki einsdæmi. „Það er okkar tilfinning í frú Ragnheiði að skjólstæðingar okkar hafi ekki fengið aðstoð þegar þeir hafa kallað eftir henni heldur hafi verið mætt með valdbeitingu af hálfu lögreglunnar,“ segir Elísabet. Kompás Lögreglan Tengdar fréttir Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Öllum verkferlum var fylgt þegar beiðni um sjúkrabíl og aðstoð sjúkraflutningamanna fyrir unga konu í geðrofi var beint til lögreglu. Þetta segir aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Konan lést eftir átök við lögregluna. Hjúkrunarfræðingur frú Ragnheiðar segir að stundum sé skjólstæðingum þeirra frekar mætt með valdbeitingu lögreglu en aðstoð heilbrigðisstarfsmanna. Í Kompás sem birtur var á Vísi í morgun er ítarlega fjallað um mál ungrar konur, Heklu Lindar Jónsdóttur, sem lést síðastliðið vor eftir átök við lögreglumenn sem handtóku hana þegar hún var í slæmu geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna. Lögreglumennirnir höfðu réttarstöðu sakbornings í nokkra mánuði en málið var svo látið niður falla þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellis. Réttarmeinafræðingur fullyrðir þó að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða Heklu Lindar. Hekla hafði verið með vinum sínum í íbúð í miðbæ Reykjavíkur þar sem mikið var um eiturlyf. Hún hljóp út úr húsinu í mikilli geðshræringu og var óviðráðanleg að sögn vitna. Vinur hennar hringdi nokkrum sinnum í Neyðarlínuna og bað um sjúkrabíl vegna manneskju í geðrofi. Hann kom ekki en tveir lögreglumenn mættu á vettvang sem kom henni í enn meira uppnám og reyndi hún að flýja undan þeim. Hún stökk yfir vegg og inn í bakgarð þar sem lögreglumennirnir náðu henni. Þeir handtóku hana og skömmu síðar fór hún í hjartastopp. „Það var kallað eftir sjúkrabíl fyrir hana því hún var í geðrofi og þurfti hjálp. Hún var ekki búin að brjóta neitt af sér. Hún var ekki glæpamaður en þessir lögreglumenn virðast hafa ráðist á hana og legið þannig á henni með hné í bak og axlir þannig það voru gríðarlega miklir áverkar. Eins og réttarmeiningarfræðingur segir þá átti hún bara aldrei möguleika," segir Jón Ingi Gunnarsson, faðir Heklu Lindar en ítarlega er rætt við foreldra hennar í Kompás. Mikilvægt að mati hjúkrunarfræðings að sjúkrabílar komi, sé þess óskað „Auðvitað eru það þau sem vinna á sjúkrabílunum sem eru best til þess fallin að bregðast við svona aðstæðum og þá af mannúð og til að tryggja öryggi skjólstæðingsins líka. Þau sem vinna á sjúkrabíl eiga auðvitað að hafa þá faglegu þekkingu og hafa öll tæki og tól og viðeigandi lyf sem þarf í þessum aðstæðum," segir Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur Frú Ragnheiðar. „Við tökum erindið eins og það kemur til okkar og greinum hvað er viðeigandi viðbragð og í þessu tilviki er að það sé lögreglan,“ segir Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði.Vísir/Egill Vettvangur hafi verið metinn óstöður og sjúkraflutningamenn ekki sendir í slíkar aðstæður. Öllum ferlum hafi verið fylgt. „Þarna í miklu partýástandi og miklum æsingi frá mörgum þá er þetta rétta niðurstaðan, já,“ segir Tómas. Elísabet segir aftur á móti að réttast væri að sjúkrabílar séu alltaf kallaðir á vettvang þegar óskað er eftir því. „Ég hef fullan skilning á því að stundum sé lögreglan kölluð út á vettvang með sjúkrabíl út af forgangskerfi hjá þeim en þá þarf auðvitað bara að tryggja að sjúkraflutningamenn mæti alltaf á vettvanginn með lögreglunni.“ Það eigi allir rétt á heilbrigðisaðstoð. Málið sé grafalvarlegt en því miður ekki einsdæmi. „Það er okkar tilfinning í frú Ragnheiði að skjólstæðingar okkar hafi ekki fengið aðstoð þegar þeir hafa kallað eftir henni heldur hafi verið mætt með valdbeitingu af hálfu lögreglunnar,“ segir Elísabet.
Kompás Lögreglan Tengdar fréttir Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00