Segir farið áratugi aftur í tímann í öryggismálum farþega 7. ágúst 2014 12:37 Vísir/Stefán „Okkur bílstjórum fannst langt gengið þegar við áttum að vera ábyrgir fyrir öllum farþegum aftur í bílnum. Það var nú gefið eftir með það, en núna að menn séu lausir og það sé bara troðið inn í langferðabíla fólki. Þetta eru áratugir aftur í tímann í öryggismálum. Það er ótrúlegt að þetta viðgangist í dag, þrátt fyrir að það sé búið að benda á þetta aftur og aftur, “segir Hlífar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Austfjarðaleiðar, í samtali við Reykjavík Síðdegis í gær. Í þættinum var fjallað um öryggismál í strætisvögnum sem fara landshluta á milli. Þar kom fram að kvörtunum vegna þess að farþegar eru lausir, eða standandi í strætisvögnum sem fara landshluta á milli hefur farið fjölgandi undanfarin ár. Foreldrar heyra gjarnan af ungmennum sem eru að fara landshlutanna í milli á mannamót, og eini kosturinn er að fara standandi í strætisvagni. „Það hefur auðvitað bara sýnt sig í þeim slysum sem hafa orðið að sum sæti hafa rifnað upp, og það hefur líka sýnt sig að, verði óhapp á annað borð, þá er það lausi farþeginn sem slasar gjarnan þann sem er ólaður niður. Þar með var það afar þarft að setja um þetta reglur,“ segir Hlífar. Hlífar bendir á að þrátt fyrir að ekki sé skylt að hafa belti í strætisvögnum séu sveitarfélögin engu að síður ábyrg fyrir öryggi farþeganna. Bæti þurfi reglur um bílbeltanotkun í strætisvögnum sem fari langferðir því þar sé í raun um langferðabíla að ræða. „Það er rauninni bara breytt um nafn. Áður voru þetta sérleyfishafar, og ríkisvaldið og sveitarfélög, eða sem sagt pólitíkin gengur í það að koma þessu í þennan farveg sem þetta er í í dag. Það eru einhverjir sérfræðingar sem útbúa reglurnar og þær eru ekki betri en þetta. Ég veit ekki hvað segja skal“, segir Hlífar. Hann segir að þarna sé verið að leika að sér að orðum og efast um að það standist reglur að leyfa farþegum í strætisvögnum að standa í langferðum. Þarna sé tekin mikil áhætta, hugsanlega í því skyni að spara opinberum aðilum fé. Þegar upp er staðið geti það þó kostað samfélagið mikla fjármuni. „Þarna virðast menn leika sér með þetta orð, strætó, sem er ekkert annað en orð fyrir svona innanbæjar eða borgar farþegaflutningabíl, þar sem fólk stendur á minni hraða. Þetta orð er orðið útfært yfir á langferðabíla. Ég veit ekki einu sinni hvort að þessir bílar, sem þið eruð að nefna að fólk hafi staðið í, hvort það séu heimildir fyrir stæði innan borgar eða innan bæjar. Þannig að mér finnst þetta vera leikur að orðum, óttalegur skrípaleikur. Kannski til að spara einhverjar krónur hugsanlega í einhverjum útboðsgögnum, en þær væru fljótar að fara til baka ef að slys verður. Þá þarf samfélagið að borga það. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sjá meira
„Okkur bílstjórum fannst langt gengið þegar við áttum að vera ábyrgir fyrir öllum farþegum aftur í bílnum. Það var nú gefið eftir með það, en núna að menn séu lausir og það sé bara troðið inn í langferðabíla fólki. Þetta eru áratugir aftur í tímann í öryggismálum. Það er ótrúlegt að þetta viðgangist í dag, þrátt fyrir að það sé búið að benda á þetta aftur og aftur, “segir Hlífar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Austfjarðaleiðar, í samtali við Reykjavík Síðdegis í gær. Í þættinum var fjallað um öryggismál í strætisvögnum sem fara landshluta á milli. Þar kom fram að kvörtunum vegna þess að farþegar eru lausir, eða standandi í strætisvögnum sem fara landshluta á milli hefur farið fjölgandi undanfarin ár. Foreldrar heyra gjarnan af ungmennum sem eru að fara landshlutanna í milli á mannamót, og eini kosturinn er að fara standandi í strætisvagni. „Það hefur auðvitað bara sýnt sig í þeim slysum sem hafa orðið að sum sæti hafa rifnað upp, og það hefur líka sýnt sig að, verði óhapp á annað borð, þá er það lausi farþeginn sem slasar gjarnan þann sem er ólaður niður. Þar með var það afar þarft að setja um þetta reglur,“ segir Hlífar. Hlífar bendir á að þrátt fyrir að ekki sé skylt að hafa belti í strætisvögnum séu sveitarfélögin engu að síður ábyrg fyrir öryggi farþeganna. Bæti þurfi reglur um bílbeltanotkun í strætisvögnum sem fari langferðir því þar sé í raun um langferðabíla að ræða. „Það er rauninni bara breytt um nafn. Áður voru þetta sérleyfishafar, og ríkisvaldið og sveitarfélög, eða sem sagt pólitíkin gengur í það að koma þessu í þennan farveg sem þetta er í í dag. Það eru einhverjir sérfræðingar sem útbúa reglurnar og þær eru ekki betri en þetta. Ég veit ekki hvað segja skal“, segir Hlífar. Hann segir að þarna sé verið að leika að sér að orðum og efast um að það standist reglur að leyfa farþegum í strætisvögnum að standa í langferðum. Þarna sé tekin mikil áhætta, hugsanlega í því skyni að spara opinberum aðilum fé. Þegar upp er staðið geti það þó kostað samfélagið mikla fjármuni. „Þarna virðast menn leika sér með þetta orð, strætó, sem er ekkert annað en orð fyrir svona innanbæjar eða borgar farþegaflutningabíl, þar sem fólk stendur á minni hraða. Þetta orð er orðið útfært yfir á langferðabíla. Ég veit ekki einu sinni hvort að þessir bílar, sem þið eruð að nefna að fólk hafi staðið í, hvort það séu heimildir fyrir stæði innan borgar eða innan bæjar. Þannig að mér finnst þetta vera leikur að orðum, óttalegur skrípaleikur. Kannski til að spara einhverjar krónur hugsanlega í einhverjum útboðsgögnum, en þær væru fljótar að fara til baka ef að slys verður. Þá þarf samfélagið að borga það.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sjá meira