Segir sig sjálft að það gangi ekki að vera með 270 þúsund krónur útborgað Birgir Olgeirsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 4. febrúar 2020 20:00 Starfsfólk Reykjavíkurborgar sem lagði niður störf í dag kom saman til baráttufundar í Iðnó þar sem þetta skilti blasti við. vísir/elín Helmingur allra leikskólabarna í Reykjavíkurborg var sendur heim þegar félagsmenn Eflingar lögðu niður störf í hádeginu í dag. Aðgerðirnar höfðu víðtæk áhrif í borginni. 3.500 börn voru send heim af leikskólum í Reykjavíkurborg sem eru 63 talsins og hafði verkfallið mismikil áhrif þá. Ófaglært starfsfólk leikskóla er í Eflingu. Verkfallið hafði mest áhrif í Breiðholti þar sem 80 prósent leikskólabarna voru send heim. Í Árbæ og Grafarvogi voru 68 prósent leikskólabarna send heim. Flest börn voru send heim af leikskólanum Langholti, 148 talsins. Áhrif verkfallsins voru mismikil eftir hverfum borgarinnar.grafík/hafsteinn „Þetta eru 23 starfsmenn sem ganga út hjá okkur plús eldhúsfólkið okkar, þeir sem starfa í eldhúsinu. Það eru þrír starfsmenn,“ sagði Valborg Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri Langholts, í samtali við fréttastofu í dag. Leikskólinn í Langholti er sá næst fjölmennasti í borginni. Valborg segist styðja sitt starfsfólk sem lagði niður störf. „Og að vera með rétt 270 þúsund krónur útborgarðar, það segir sig bara sjálft að það gengur ekki upp í þessu samfélagi sem við búum í í dag,“ sagði Valborg. Foreldrar, forráðamenn, ömmur og afar streymdu svo að skólanum í hádeginu til að sækja börnin og studdu flestir kjarabaráttuna. „Mér finnst að það þurfi að bæta kjörin hjá lægst launuðum,“ sagði Þórdís Jónsdóttir, amma, sem mætt var til að sækja barnabörnin á Langholt ásamt afanum. „Mér finnst að þetta fólk þurfi meiri laun sem hér eru. Ég er bara afi að ná í börn þannig að þetta gerir mér ekki neitt til þannig,“ sagði Valgeir Jónasson, afi og fyrrverandi rafvirki sem var líka mættur til að sækja. „Þetta er fólk sem er að ala upp börnin okkar. Þau þurfa hærri laun, það er skammarlegt hvað þetta er lágt,“ sagði Dagmar Jónsdóttir, amma sem einnig var komin til að sækja barnabarn. Í grunnskólum lögðu skólaliðar á göngum og starfsfólk í mötuneyti niður störf. Í Hagaskóla gekk skólastjórinn í uppvaskið því annars hefði þurft að farga mat sem hafði verið pantaður. Þá var ekki hægt að bjóða upp á mat og kaffiveitingar í níu félagsmiðstöðvum fyrir aldraða. Borgin sótti um undanþágu fyrir 245 stöðugildi af um 450 á velferðarsviði og varð Efling við þeim öllum. Þar á meðal vegna gistiskýlisins á Lindargötu fyrir heimilislausa. Verkfallið náði einnig til sorphirðumanna borgarinnar. Komi til verkfalls á fimmtudag hirða þeir ekki sorp í heilan sólarhring. Munu þeir vinna það upp í yfirvinnu á komandi helgi. Þá voru hjólastígar ekki hálkuvarðir eftir hádegi í dag vegna verkfallsins. Efling stóð síðan fyrir fjölmennum baráttufundi í Iðnó í dag. Þar flutti Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, meðal annars ávarp og Bubbi Morthens tók nokkur lög áður en haldið var í kröfugöngu yfir í Ráðhús Reykjavíkur. Viðstaddir tóku vel undir þegar Bubbi Morthens tók eitt af sínum vinsælustu lögum sem fjallar um raunir verkalýðsins, Stál og hnífur. Rætt var við Sólveigu Önnu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá viðtalið í lok fréttarinnar í spilaranum hér fyrir neðan. Félagsmál Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Helmingur allra leikskólabarna í Reykjavíkurborg var sendur heim þegar félagsmenn Eflingar lögðu niður störf í hádeginu í dag. Aðgerðirnar höfðu víðtæk áhrif í borginni. 3.500 börn voru send heim af leikskólum í Reykjavíkurborg sem eru 63 talsins og hafði verkfallið mismikil áhrif þá. Ófaglært starfsfólk leikskóla er í Eflingu. Verkfallið hafði mest áhrif í Breiðholti þar sem 80 prósent leikskólabarna voru send heim. Í Árbæ og Grafarvogi voru 68 prósent leikskólabarna send heim. Flest börn voru send heim af leikskólanum Langholti, 148 talsins. Áhrif verkfallsins voru mismikil eftir hverfum borgarinnar.grafík/hafsteinn „Þetta eru 23 starfsmenn sem ganga út hjá okkur plús eldhúsfólkið okkar, þeir sem starfa í eldhúsinu. Það eru þrír starfsmenn,“ sagði Valborg Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri Langholts, í samtali við fréttastofu í dag. Leikskólinn í Langholti er sá næst fjölmennasti í borginni. Valborg segist styðja sitt starfsfólk sem lagði niður störf. „Og að vera með rétt 270 þúsund krónur útborgarðar, það segir sig bara sjálft að það gengur ekki upp í þessu samfélagi sem við búum í í dag,“ sagði Valborg. Foreldrar, forráðamenn, ömmur og afar streymdu svo að skólanum í hádeginu til að sækja börnin og studdu flestir kjarabaráttuna. „Mér finnst að það þurfi að bæta kjörin hjá lægst launuðum,“ sagði Þórdís Jónsdóttir, amma, sem mætt var til að sækja barnabörnin á Langholt ásamt afanum. „Mér finnst að þetta fólk þurfi meiri laun sem hér eru. Ég er bara afi að ná í börn þannig að þetta gerir mér ekki neitt til þannig,“ sagði Valgeir Jónasson, afi og fyrrverandi rafvirki sem var líka mættur til að sækja. „Þetta er fólk sem er að ala upp börnin okkar. Þau þurfa hærri laun, það er skammarlegt hvað þetta er lágt,“ sagði Dagmar Jónsdóttir, amma sem einnig var komin til að sækja barnabarn. Í grunnskólum lögðu skólaliðar á göngum og starfsfólk í mötuneyti niður störf. Í Hagaskóla gekk skólastjórinn í uppvaskið því annars hefði þurft að farga mat sem hafði verið pantaður. Þá var ekki hægt að bjóða upp á mat og kaffiveitingar í níu félagsmiðstöðvum fyrir aldraða. Borgin sótti um undanþágu fyrir 245 stöðugildi af um 450 á velferðarsviði og varð Efling við þeim öllum. Þar á meðal vegna gistiskýlisins á Lindargötu fyrir heimilislausa. Verkfallið náði einnig til sorphirðumanna borgarinnar. Komi til verkfalls á fimmtudag hirða þeir ekki sorp í heilan sólarhring. Munu þeir vinna það upp í yfirvinnu á komandi helgi. Þá voru hjólastígar ekki hálkuvarðir eftir hádegi í dag vegna verkfallsins. Efling stóð síðan fyrir fjölmennum baráttufundi í Iðnó í dag. Þar flutti Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, meðal annars ávarp og Bubbi Morthens tók nokkur lög áður en haldið var í kröfugöngu yfir í Ráðhús Reykjavíkur. Viðstaddir tóku vel undir þegar Bubbi Morthens tók eitt af sínum vinsælustu lögum sem fjallar um raunir verkalýðsins, Stál og hnífur. Rætt var við Sólveigu Önnu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá viðtalið í lok fréttarinnar í spilaranum hér fyrir neðan.
Félagsmál Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira