Uppfært 21:30 - Hellisheiði hefur verið opnuð aftur.
Upprunalega fréttin:
Hellisheiði hefur verið lokað vegna veðurs. Þrengslin eru enn opin en snjóþekja og skafrenningur er þar. Hríðarveður gengur nú yfir á svæðinu en á að ganga niður um miðnætti.
Upplýsingar um færð og veður er að finna á heimasíðu Vegagerðarinnar og í síma 1777.
