Samkeppniseftirlitið útilokar ekki rannsókn á olíufélögunum Svavar Hávarðsson skrifar 11. janúar 2016 06:00 Olíufélögin Samkeppniseftirlitið lýsir yfir furðu sinni á því að tvö af þremur stærstu olíufélögum landsins skiluðu ekki inn tilboði í sölu á þúsundum tonna af eldsneyti til útgerða og smábátasjómanna í fyrra. Það gengur þvert á frumniðurstöður yfirstandandi markaðsrannsóknar á eldsneytismarkaðnum – að meiri samkeppni virðist ríkja í sölu eldsneytis til fyrirtækja en einstaklinga. Eins og Fréttablaðið greindi frá á fimmtudag skiluðu tvö af þremur stóru olíufélögunum á Íslandi, N1 og Olís, ekki inn tilboði til að tryggja sér viðskipti með verulegt magn af eldsneyti til á þriðja hundruð smábátasjómanna. Skeljungur tryggði sér samninginn í lok árs 2015 en auk Skerljungs tók Atlantsolía þátt í útboðinu. Í október var sama uppi á teningnum í útboði til allmargra útgerða þar sem Olís skilaði ekki inn tilboði. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, gagnrýndi harðlega að félögin hafi ekki skilað inn tilboði, og vísaði til samkeppnissjónarmiða í viðtali við Fréttablaðið. Forsvarsmenn Olís og N1 sögðu hins vegar að útboðsskilmálar hefðu verið óaðgengilegir fyrir margra hluta sakir, og ekki hafi komið til greina að greiða millilið vegna viðskipta með eldsneyti til sjómanna [Sjávarkaup hf. sem annaðist bæði útboðin]. Skeljungur telur hins vegar að útboðsskilmálar hafi verið með öllu eðlilegir, og tryggði sér viðskiptin í báðum útboðunum. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins: „Í ljósi þeirrar niðurstöðu skýrslunnar að samkeppni sé virkust í stærri viðskiptum kemur það Samkeppniseftirlitinu verulega á óvart að aðeins eitt af stóru olíufélögunum hafi sóst eftir viðskiptum sem eru nokkuð umfangsmikil. Hafi átt sér stað einhver samskipti, milli olíufélaganna sem ekki buðu, sem með beinum eða óbeinum hætti varða umrætt útboð væri um alvarlegt mál að ræða. Samkeppniseftirlitið hefur hins vegar engar upplýsingar um að svo hafi verið,“ skrifar Páll Gunnar og bætir við að búi einhver yfir slíkum upplýsingum geti viðkomandi snúið sér til eftirlitsins. Spurður hvort sú staðreynd að tvö félög af þremur stærstu taka ekki þátt í útboðum á rúmlega 18% af öllu eldsneyti sem selt er til útgerðarinnar á ársgrundvelli sé ein og sér tilefni til rannsóknar, svarar Páll Gunnar. „Við munum leggja mat á það þegar við höfum fengið fram sjónarmið við frummatsskýrslunni,“ og vísar til markaðsrannsóknar eftirlitsins. Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Samkeppniseftirlitið lýsir yfir furðu sinni á því að tvö af þremur stærstu olíufélögum landsins skiluðu ekki inn tilboði í sölu á þúsundum tonna af eldsneyti til útgerða og smábátasjómanna í fyrra. Það gengur þvert á frumniðurstöður yfirstandandi markaðsrannsóknar á eldsneytismarkaðnum – að meiri samkeppni virðist ríkja í sölu eldsneytis til fyrirtækja en einstaklinga. Eins og Fréttablaðið greindi frá á fimmtudag skiluðu tvö af þremur stóru olíufélögunum á Íslandi, N1 og Olís, ekki inn tilboði til að tryggja sér viðskipti með verulegt magn af eldsneyti til á þriðja hundruð smábátasjómanna. Skeljungur tryggði sér samninginn í lok árs 2015 en auk Skerljungs tók Atlantsolía þátt í útboðinu. Í október var sama uppi á teningnum í útboði til allmargra útgerða þar sem Olís skilaði ekki inn tilboði. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, gagnrýndi harðlega að félögin hafi ekki skilað inn tilboði, og vísaði til samkeppnissjónarmiða í viðtali við Fréttablaðið. Forsvarsmenn Olís og N1 sögðu hins vegar að útboðsskilmálar hefðu verið óaðgengilegir fyrir margra hluta sakir, og ekki hafi komið til greina að greiða millilið vegna viðskipta með eldsneyti til sjómanna [Sjávarkaup hf. sem annaðist bæði útboðin]. Skeljungur telur hins vegar að útboðsskilmálar hafi verið með öllu eðlilegir, og tryggði sér viðskiptin í báðum útboðunum. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins: „Í ljósi þeirrar niðurstöðu skýrslunnar að samkeppni sé virkust í stærri viðskiptum kemur það Samkeppniseftirlitinu verulega á óvart að aðeins eitt af stóru olíufélögunum hafi sóst eftir viðskiptum sem eru nokkuð umfangsmikil. Hafi átt sér stað einhver samskipti, milli olíufélaganna sem ekki buðu, sem með beinum eða óbeinum hætti varða umrætt útboð væri um alvarlegt mál að ræða. Samkeppniseftirlitið hefur hins vegar engar upplýsingar um að svo hafi verið,“ skrifar Páll Gunnar og bætir við að búi einhver yfir slíkum upplýsingum geti viðkomandi snúið sér til eftirlitsins. Spurður hvort sú staðreynd að tvö félög af þremur stærstu taka ekki þátt í útboðum á rúmlega 18% af öllu eldsneyti sem selt er til útgerðarinnar á ársgrundvelli sé ein og sér tilefni til rannsóknar, svarar Páll Gunnar. „Við munum leggja mat á það þegar við höfum fengið fram sjónarmið við frummatsskýrslunni,“ og vísar til markaðsrannsóknar eftirlitsins.
Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira