Ríflega helmingi færri ný smit í dag en í gær Kjartan Kjartansson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 3. apríl 2020 13:05 Mikið álag er nú á heilbrigðiskerfinu vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.364 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 45 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær en þá var greint frá meira en tvöfalt fleiri smitum. Þó virðist sem að hátt í helmingi færri sýni hafi verið tekin á veirufræðideild Landspítalans, sem hefur greint langflesta þá smituðu, í gær en daginn áður. Fjöldi jákvæðra smita á veirufræðideildinni undanfarinn sólarhring eru fjörutíu úr 335 prófum. Jákvæðu smitin sólarhringinn á undan voru 93 úr 597 prófum. Hlutfall jákvæða smita á veirufræðideildinni var því 12 prósent undanfarinn sólarhring en 16 prósent sólarhringinn á undan. Hlutfall jákvæðra smita úr sýnatöku Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem fólk er greint án þess að vera með einkenni, er áfram undir einu prósenti. Á síðunni kemur einnig fram að 44 manns hafi verið lagðir inn á sjúkrahús vegna faraldursins, þar af tólf á gjörgæslu. Alls hefur 309 manns batnað af veikinni. Þá eru 6.300 manns í sóttkví og 1.051 í einangrun. Þeim sem eru í sóttkví fækkar um 866 á milli daga og hafa nú alls 10.289 manns lokið sóttkví. Sýni hafa verið tekin úr 22.195 manns. Klukkan tvö verður, líkt og síðustu daga, haldinn upplýsingafundur almannavarna, landlæknis og sóttvarnalæknis þar sem farið verður yfir stöðu þeirra mála sem tengjast faraldri kórónuveirunnar og aðgerðum til þess að sporna við útbreiðslu. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, verður einnig á fundinum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.364 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 45 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær en þá var greint frá meira en tvöfalt fleiri smitum. Þó virðist sem að hátt í helmingi færri sýni hafi verið tekin á veirufræðideild Landspítalans, sem hefur greint langflesta þá smituðu, í gær en daginn áður. Fjöldi jákvæðra smita á veirufræðideildinni undanfarinn sólarhring eru fjörutíu úr 335 prófum. Jákvæðu smitin sólarhringinn á undan voru 93 úr 597 prófum. Hlutfall jákvæða smita á veirufræðideildinni var því 12 prósent undanfarinn sólarhring en 16 prósent sólarhringinn á undan. Hlutfall jákvæðra smita úr sýnatöku Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem fólk er greint án þess að vera með einkenni, er áfram undir einu prósenti. Á síðunni kemur einnig fram að 44 manns hafi verið lagðir inn á sjúkrahús vegna faraldursins, þar af tólf á gjörgæslu. Alls hefur 309 manns batnað af veikinni. Þá eru 6.300 manns í sóttkví og 1.051 í einangrun. Þeim sem eru í sóttkví fækkar um 866 á milli daga og hafa nú alls 10.289 manns lokið sóttkví. Sýni hafa verið tekin úr 22.195 manns. Klukkan tvö verður, líkt og síðustu daga, haldinn upplýsingafundur almannavarna, landlæknis og sóttvarnalæknis þar sem farið verður yfir stöðu þeirra mála sem tengjast faraldri kórónuveirunnar og aðgerðum til þess að sporna við útbreiðslu. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, verður einnig á fundinum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira