Dómsorð í Hlíðamálinu Tinni Sveinsson skrifar 6. júlí 2018 12:00 Úr Hæstarétti. Hæstiréttur staðfesti nýlega dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli tveggja manna gegn 365 miðlum ehf. og fjórum fréttamönnum vegna umfjöllunar um Hlíðamálið svonefnda. Héraðsdómur dæmdi nokkur ummæli ómerk og blaðamennina til að greiða mönnunum miskabætur. Þá er Vísi meðal annars gert að birta forsendur og dómsorð dómsins. Forsaga málsins er sú að Fréttablaðið greindi frá rannsókn lögreglu á nauðgun í íbúð í Hlíðunum. Vakti sérstaklega athygli að íbúðin var sögð útbúin til nauðgana. Fréttirnar vöktu mikla reiði og leiddu meðal annars til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Öllum kærum á hendur mönnunum tveimur var vísað frá og töldu þeir sig hafa orðið fyrir töluverðum miska vegna umfjöllunar um málið. Þeir kröfðust þess að fréttamönnunum yrði gert að greiða, hvorum um sig, tólf og hálfa milljón í miskabætur. Dómurinn féllst ekki á svo háa upphæð en úrskurðaði að Nadine Guðrún Yaghi skyldi greiða þeim samtals 1400 þúsund, Þórhildur Þorkelsdóttir greiði öðrum þeirra 100 þúsund en hinum 200 þúsund og Heimir Már Pétursson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson greiði mönnunum samtals 100 þúsund krónur hvor. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem staðfesti dóminn. Dóminn má lesa hér í heild sinni á vef Hæstaréttar.Dómsorð í máli nr. 729/2017 Eftirfarandi ummæli skulu vera dauð og ómerk: Ummæli í kröfuliðum 3 og 19 í stefnu „Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana“. Ummæli í kröfuliðum 5, 9, 14 og 20 í stefnu „Samkvæmt heimildum [Frétta]blaðsins voru árásirnar hrottalegar og íbúðin búin tækjum til ofbeldisverka“. Ummæli í kröfuliðum 8, 13, 18 og 25 í stefnu „Þá voru hankar í loftinu sem grunur leikur á að mennirnir hafi notað til að hengja upp aðra konuna á meðan ráðist var á hana“. Ummæli í kröfulið 26 í stefnu „Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að íbúðin væri búin tækjum og tólum til ofbeldisiðkunar“. Ummæli í kröfulið 30 í stefnu „... en í fyrra tilfellinu var annarri þeirra nauðgað af bekkjarbróður hennar en seinni konunni var nauðgað af báðum mönnum í heimahúsi í Hlíðunum“. Ummæli í kröfulið 31 í stefnu „Samkvæmt heimildum blaðsins voru árásirnar hrottalegar og íbúðin búin tækjum til ofbeldisiðkunar, sem lögregla gerði upptæk“. Að öðru leyti eru stefndu sýknuð af ómerkingarkröfum stefnenda. Stefnda, Nadine Guðrún Yaghi, greiði hvorum stefnanda um sig, A og B, 700.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 11. nóvember 2015 til 27. maí 2016 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi, Heimir Már Pétursson, greiði hvorum stefnanda um sig, 50.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 6. nóvember 2015 til 27. maí 2016 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi, Stefán Rafn Sigurbjörnsson, greiði hvorum stefnanda um sig, 50.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 6. nóvember 2015 til 27. maí 2016 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefnda, Þórhildur Þorkelsdóttir, greiði stefnanda, A, 100.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 9. nóvember 2015 til 27. maí 2016 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefnda, Þórhildur, greiði stefnanda, B, 200.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 9. nóvember 2015 til 27. maí 2016 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Birta skal forsendur og dómsorð dóms þessa eigi síðar en sjö dögum eftir dómsuppsögu í Fréttablaðinu og á vefsvæðinu www.visir.is og gera grein fyrir þeim í útvarpsfréttum Bylgjunnar og sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 að viðlögðum 50.000 króna dagsektum. Stefndu greiði óskipt stefnendum 900.000 krónur í málskostnað. Dómsmál Hlíðamálið Tengdar fréttir Fjórir fréttamenn 365 dæmdir fyrir meiðyrði Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ummæli fjögurra fréttamanna fréttastofu 365 dauð og ómerk. 26. október 2017 13:32 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti nýlega dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli tveggja manna gegn 365 miðlum ehf. og fjórum fréttamönnum vegna umfjöllunar um Hlíðamálið svonefnda. Héraðsdómur dæmdi nokkur ummæli ómerk og blaðamennina til að greiða mönnunum miskabætur. Þá er Vísi meðal annars gert að birta forsendur og dómsorð dómsins. Forsaga málsins er sú að Fréttablaðið greindi frá rannsókn lögreglu á nauðgun í íbúð í Hlíðunum. Vakti sérstaklega athygli að íbúðin var sögð útbúin til nauðgana. Fréttirnar vöktu mikla reiði og leiddu meðal annars til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Öllum kærum á hendur mönnunum tveimur var vísað frá og töldu þeir sig hafa orðið fyrir töluverðum miska vegna umfjöllunar um málið. Þeir kröfðust þess að fréttamönnunum yrði gert að greiða, hvorum um sig, tólf og hálfa milljón í miskabætur. Dómurinn féllst ekki á svo háa upphæð en úrskurðaði að Nadine Guðrún Yaghi skyldi greiða þeim samtals 1400 þúsund, Þórhildur Þorkelsdóttir greiði öðrum þeirra 100 þúsund en hinum 200 þúsund og Heimir Már Pétursson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson greiði mönnunum samtals 100 þúsund krónur hvor. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem staðfesti dóminn. Dóminn má lesa hér í heild sinni á vef Hæstaréttar.Dómsorð í máli nr. 729/2017 Eftirfarandi ummæli skulu vera dauð og ómerk: Ummæli í kröfuliðum 3 og 19 í stefnu „Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana“. Ummæli í kröfuliðum 5, 9, 14 og 20 í stefnu „Samkvæmt heimildum [Frétta]blaðsins voru árásirnar hrottalegar og íbúðin búin tækjum til ofbeldisverka“. Ummæli í kröfuliðum 8, 13, 18 og 25 í stefnu „Þá voru hankar í loftinu sem grunur leikur á að mennirnir hafi notað til að hengja upp aðra konuna á meðan ráðist var á hana“. Ummæli í kröfulið 26 í stefnu „Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að íbúðin væri búin tækjum og tólum til ofbeldisiðkunar“. Ummæli í kröfulið 30 í stefnu „... en í fyrra tilfellinu var annarri þeirra nauðgað af bekkjarbróður hennar en seinni konunni var nauðgað af báðum mönnum í heimahúsi í Hlíðunum“. Ummæli í kröfulið 31 í stefnu „Samkvæmt heimildum blaðsins voru árásirnar hrottalegar og íbúðin búin tækjum til ofbeldisiðkunar, sem lögregla gerði upptæk“. Að öðru leyti eru stefndu sýknuð af ómerkingarkröfum stefnenda. Stefnda, Nadine Guðrún Yaghi, greiði hvorum stefnanda um sig, A og B, 700.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 11. nóvember 2015 til 27. maí 2016 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi, Heimir Már Pétursson, greiði hvorum stefnanda um sig, 50.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 6. nóvember 2015 til 27. maí 2016 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi, Stefán Rafn Sigurbjörnsson, greiði hvorum stefnanda um sig, 50.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 6. nóvember 2015 til 27. maí 2016 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefnda, Þórhildur Þorkelsdóttir, greiði stefnanda, A, 100.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 9. nóvember 2015 til 27. maí 2016 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefnda, Þórhildur, greiði stefnanda, B, 200.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 9. nóvember 2015 til 27. maí 2016 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Birta skal forsendur og dómsorð dóms þessa eigi síðar en sjö dögum eftir dómsuppsögu í Fréttablaðinu og á vefsvæðinu www.visir.is og gera grein fyrir þeim í útvarpsfréttum Bylgjunnar og sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 að viðlögðum 50.000 króna dagsektum. Stefndu greiði óskipt stefnendum 900.000 krónur í málskostnað.
Dómsmál Hlíðamálið Tengdar fréttir Fjórir fréttamenn 365 dæmdir fyrir meiðyrði Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ummæli fjögurra fréttamanna fréttastofu 365 dauð og ómerk. 26. október 2017 13:32 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Sjá meira
Fjórir fréttamenn 365 dæmdir fyrir meiðyrði Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ummæli fjögurra fréttamanna fréttastofu 365 dauð og ómerk. 26. október 2017 13:32