Bæjarbúar á Eskifirði ósáttir við framkvæmdir Þórdís Valsdóttir skrifar 22. febrúar 2016 07:00 Framkvæmdir við Hlíðarendaá á Eskifirði eru harðlega gagnrýndar af bæjarbúum. Mynd/Atli Börkur Egilsson Mikil óánægja ríkir vegna framkvæmda Ofanflóðasjóðs og Fjarðabyggðar við Hlíðarendaá á Eskifirði en áin er ein af fimm í bænum sem ráðist verður í framkvæmdir við. Framkvæmdirnar eru sagðar óþarfar og telja bæjarbúar mannvirkið vera mikið lýti fyrir bæjarmyndina. Þar að auki eru umhverfisspjöll vegna framkvæmdanna sögð gríðarleg. Framkvæmdirnar eru grundvallaðar á hættumati Veðurstofu sem samþykkt var árið 2002 af hættumatsnefnd Fjarðabyggðar. Hættumat vegna ofanflóða er liður í forvarnarstarfi í þágu öryggis íbúa. Framkvæmdirnar hófust í júlí síðastliðnum og voru áætluð verklok þann 30. nóvember 2015 en þær standa enn yfir. Fjölmargir bæjarbúar segja að líkja megi framkvæmdinni við gljúfurgerð og segja þeir að greinilega sé um að ræða gríðarlegt rask og eðlisbreytingu á ánni og umhverfi hennar. „Framkvæmdirnar eru alveg óskiljanlegar að mínu mati. Hvorki ég né aðrir vitum til þess að Hlíðarendaá hafi nokkurn tímann hlaupið,“ segir Grétar Rögnvarsson skipstjóri. Grétar furðar sig á forgangsröðun framkvæmda í bænum því brýnna sé að ráðast í framkvæmdir við þær ár bæjarins sem hafa hlaupið síðustu ár og eru hættulegri, svo sem Grjótá. Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur hjá Ofanflóðasjóði, segir að eftir að hættumat Veðurstofunnar var samþykkt hafi farið af stað hönnunarferli. Ákveða átti í hvaða röð framkvæmdirnar yrðu. „Tekin var ákvörðun um að byrja framkvæmdir í bænum við Bleiksá og svo Hlíðarendaá í kjölfarið. Helsta ástæða þess að ekki var farið í framkvæmdir við Grjótá var sú að mikil umferð bíla er um svæðið við ána,“ segir Hafsteinn en Norðfjarðargöng verða opnuð á næstu misserum og verður þá hafist handa við framkvæmdir við Grjótá. Kostnaður við framkvæmdirnar er um 90 milljónir og er verkið nánast á áætlun að sögn Hafsteins. „Framkvæmdir ættu að klárast í vor, en vont veður á svæðinu hefur gert það að verkum að verkið hefur tafist,“ segir Hafsteinn. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
Mikil óánægja ríkir vegna framkvæmda Ofanflóðasjóðs og Fjarðabyggðar við Hlíðarendaá á Eskifirði en áin er ein af fimm í bænum sem ráðist verður í framkvæmdir við. Framkvæmdirnar eru sagðar óþarfar og telja bæjarbúar mannvirkið vera mikið lýti fyrir bæjarmyndina. Þar að auki eru umhverfisspjöll vegna framkvæmdanna sögð gríðarleg. Framkvæmdirnar eru grundvallaðar á hættumati Veðurstofu sem samþykkt var árið 2002 af hættumatsnefnd Fjarðabyggðar. Hættumat vegna ofanflóða er liður í forvarnarstarfi í þágu öryggis íbúa. Framkvæmdirnar hófust í júlí síðastliðnum og voru áætluð verklok þann 30. nóvember 2015 en þær standa enn yfir. Fjölmargir bæjarbúar segja að líkja megi framkvæmdinni við gljúfurgerð og segja þeir að greinilega sé um að ræða gríðarlegt rask og eðlisbreytingu á ánni og umhverfi hennar. „Framkvæmdirnar eru alveg óskiljanlegar að mínu mati. Hvorki ég né aðrir vitum til þess að Hlíðarendaá hafi nokkurn tímann hlaupið,“ segir Grétar Rögnvarsson skipstjóri. Grétar furðar sig á forgangsröðun framkvæmda í bænum því brýnna sé að ráðast í framkvæmdir við þær ár bæjarins sem hafa hlaupið síðustu ár og eru hættulegri, svo sem Grjótá. Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur hjá Ofanflóðasjóði, segir að eftir að hættumat Veðurstofunnar var samþykkt hafi farið af stað hönnunarferli. Ákveða átti í hvaða röð framkvæmdirnar yrðu. „Tekin var ákvörðun um að byrja framkvæmdir í bænum við Bleiksá og svo Hlíðarendaá í kjölfarið. Helsta ástæða þess að ekki var farið í framkvæmdir við Grjótá var sú að mikil umferð bíla er um svæðið við ána,“ segir Hafsteinn en Norðfjarðargöng verða opnuð á næstu misserum og verður þá hafist handa við framkvæmdir við Grjótá. Kostnaður við framkvæmdirnar er um 90 milljónir og er verkið nánast á áætlun að sögn Hafsteins. „Framkvæmdir ættu að klárast í vor, en vont veður á svæðinu hefur gert það að verkum að verkið hefur tafist,“ segir Hafsteinn.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira