Fjölmennt lið lögreglu aftur kallað út í Móabarð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2016 10:23 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki haft hendur í hári manns sem grunaður er um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot á heimili í Móabarði í Hafnarfirði fyrir viku. Nágrannar urðu þess varir í gær þegar fjórir eða fimm lögreglubílar voru kallaðir út á sama heimili. Mun hinn grunaði hafa verið aftur á ferð en ekki fæst staðfest að hverju brot gærkvöldsins snýr. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður hjá kynferðisbrotadeild lögreglu, staðfestir við Vísi að lögregluaðgerð hafi verið í Móabarði í gær og málið sé litið alvarlegum augum. Hann geti þó ekki tjá sig nánar þar sem málið sé afar viðkvæmt. Von er á tilkynningu frá lögreglu vegna málsins.Villti á sér heimildirEins og Vísir greindi frá í síðustu viku var lögregla kölluð út að heimili við Móabarð mánudagsmorgun fyrir viku. Móðir, sem var ein heima með ungbarn, skýrði frá því hvernig maður hefði villt á sér heimildir, komið inn á heimilið og ráðist á hana. Líkamsárásin var samkvæmt heimildum Vísis afar gróf og til marks um það er rannsókn málsins í höndum kynferðisbrotadeildar. Lögregla lýsti í kjölfarið eftir manninum sem er talin vera um 180 cm á hæð, á aldrinum 35-45 ára, fölleitur og með svarta hanska og húfu í umrætt skipti. Einhverjar ábendingar hafa borist lögreglu en hafa ekki skilað árangri til þessa. Mannsins er enn leitað. Maðurinn mun hafa tjáð konunni að hann ætlaði að lesa af mælum og þannig hafi hann komist inn á heimilið. Forsvarsmenn orkufyrirtækja sem sjá um mælingar í Hafnarfirði segja sína starsmenn alltaf einkennisklædda og með starfsmannaskírteini. Þá sé ekki farið á heimili að mæla fyrr en eftir klukkan tíu á morgnana.Óska eftir aðstoð almennings Sem fyrr segir er rannsókn málsins á viðkvæmu stigi og vill lögregla sem minnst um hana segja. Þó er von á tilkynningu frá lögreglu á eftir þar sem óskað verður eftir frekari aðstoð almennings að hafa uppi á manninum. Þeir sem geta veitt upplýsingar um manninn og ferðir hans eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu á skrifstofutíma í síma 444 1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Uppfært klukkan 11:05Tilkynningu frá lögreglu má sjá að neðan.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að karlmanni sem var á ferli í Móabarði í Hafnarfirði sl. mánudagsmorgun, 15....Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Monday, February 22, 2016 Líkamsárás í Móabarði Tengdar fréttir Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30 Lögregla leitar dökkklædds manns með svarta hanska og húfu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að karlmanni sem var á ferli í Móabarði í Hafnarfirði um áttaleytið á mánudagsmorgun, 15. febrúar. 17. febrúar 2016 13:23 Hinn grunaði þóttist þurfa að lesa af mælum Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og HS Veitna segja starfsmenn á þeirra vegum ekki banka upp á heima hjá fólki snemma á morgnana. 18. febrúar 2016 12:30 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki haft hendur í hári manns sem grunaður er um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot á heimili í Móabarði í Hafnarfirði fyrir viku. Nágrannar urðu þess varir í gær þegar fjórir eða fimm lögreglubílar voru kallaðir út á sama heimili. Mun hinn grunaði hafa verið aftur á ferð en ekki fæst staðfest að hverju brot gærkvöldsins snýr. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður hjá kynferðisbrotadeild lögreglu, staðfestir við Vísi að lögregluaðgerð hafi verið í Móabarði í gær og málið sé litið alvarlegum augum. Hann geti þó ekki tjá sig nánar þar sem málið sé afar viðkvæmt. Von er á tilkynningu frá lögreglu vegna málsins.Villti á sér heimildirEins og Vísir greindi frá í síðustu viku var lögregla kölluð út að heimili við Móabarð mánudagsmorgun fyrir viku. Móðir, sem var ein heima með ungbarn, skýrði frá því hvernig maður hefði villt á sér heimildir, komið inn á heimilið og ráðist á hana. Líkamsárásin var samkvæmt heimildum Vísis afar gróf og til marks um það er rannsókn málsins í höndum kynferðisbrotadeildar. Lögregla lýsti í kjölfarið eftir manninum sem er talin vera um 180 cm á hæð, á aldrinum 35-45 ára, fölleitur og með svarta hanska og húfu í umrætt skipti. Einhverjar ábendingar hafa borist lögreglu en hafa ekki skilað árangri til þessa. Mannsins er enn leitað. Maðurinn mun hafa tjáð konunni að hann ætlaði að lesa af mælum og þannig hafi hann komist inn á heimilið. Forsvarsmenn orkufyrirtækja sem sjá um mælingar í Hafnarfirði segja sína starsmenn alltaf einkennisklædda og með starfsmannaskírteini. Þá sé ekki farið á heimili að mæla fyrr en eftir klukkan tíu á morgnana.Óska eftir aðstoð almennings Sem fyrr segir er rannsókn málsins á viðkvæmu stigi og vill lögregla sem minnst um hana segja. Þó er von á tilkynningu frá lögreglu á eftir þar sem óskað verður eftir frekari aðstoð almennings að hafa uppi á manninum. Þeir sem geta veitt upplýsingar um manninn og ferðir hans eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu á skrifstofutíma í síma 444 1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Uppfært klukkan 11:05Tilkynningu frá lögreglu má sjá að neðan.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að karlmanni sem var á ferli í Móabarði í Hafnarfirði sl. mánudagsmorgun, 15....Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Monday, February 22, 2016
Líkamsárás í Móabarði Tengdar fréttir Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30 Lögregla leitar dökkklædds manns með svarta hanska og húfu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að karlmanni sem var á ferli í Móabarði í Hafnarfirði um áttaleytið á mánudagsmorgun, 15. febrúar. 17. febrúar 2016 13:23 Hinn grunaði þóttist þurfa að lesa af mælum Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og HS Veitna segja starfsmenn á þeirra vegum ekki banka upp á heima hjá fólki snemma á morgnana. 18. febrúar 2016 12:30 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30
Lögregla leitar dökkklædds manns með svarta hanska og húfu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að karlmanni sem var á ferli í Móabarði í Hafnarfirði um áttaleytið á mánudagsmorgun, 15. febrúar. 17. febrúar 2016 13:23
Hinn grunaði þóttist þurfa að lesa af mælum Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og HS Veitna segja starfsmenn á þeirra vegum ekki banka upp á heima hjá fólki snemma á morgnana. 18. febrúar 2016 12:30