Fjölmennt lið lögreglu aftur kallað út í Móabarð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2016 10:23 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki haft hendur í hári manns sem grunaður er um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot á heimili í Móabarði í Hafnarfirði fyrir viku. Nágrannar urðu þess varir í gær þegar fjórir eða fimm lögreglubílar voru kallaðir út á sama heimili. Mun hinn grunaði hafa verið aftur á ferð en ekki fæst staðfest að hverju brot gærkvöldsins snýr. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður hjá kynferðisbrotadeild lögreglu, staðfestir við Vísi að lögregluaðgerð hafi verið í Móabarði í gær og málið sé litið alvarlegum augum. Hann geti þó ekki tjá sig nánar þar sem málið sé afar viðkvæmt. Von er á tilkynningu frá lögreglu vegna málsins.Villti á sér heimildirEins og Vísir greindi frá í síðustu viku var lögregla kölluð út að heimili við Móabarð mánudagsmorgun fyrir viku. Móðir, sem var ein heima með ungbarn, skýrði frá því hvernig maður hefði villt á sér heimildir, komið inn á heimilið og ráðist á hana. Líkamsárásin var samkvæmt heimildum Vísis afar gróf og til marks um það er rannsókn málsins í höndum kynferðisbrotadeildar. Lögregla lýsti í kjölfarið eftir manninum sem er talin vera um 180 cm á hæð, á aldrinum 35-45 ára, fölleitur og með svarta hanska og húfu í umrætt skipti. Einhverjar ábendingar hafa borist lögreglu en hafa ekki skilað árangri til þessa. Mannsins er enn leitað. Maðurinn mun hafa tjáð konunni að hann ætlaði að lesa af mælum og þannig hafi hann komist inn á heimilið. Forsvarsmenn orkufyrirtækja sem sjá um mælingar í Hafnarfirði segja sína starsmenn alltaf einkennisklædda og með starfsmannaskírteini. Þá sé ekki farið á heimili að mæla fyrr en eftir klukkan tíu á morgnana.Óska eftir aðstoð almennings Sem fyrr segir er rannsókn málsins á viðkvæmu stigi og vill lögregla sem minnst um hana segja. Þó er von á tilkynningu frá lögreglu á eftir þar sem óskað verður eftir frekari aðstoð almennings að hafa uppi á manninum. Þeir sem geta veitt upplýsingar um manninn og ferðir hans eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu á skrifstofutíma í síma 444 1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Uppfært klukkan 11:05Tilkynningu frá lögreglu má sjá að neðan.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að karlmanni sem var á ferli í Móabarði í Hafnarfirði sl. mánudagsmorgun, 15....Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Monday, February 22, 2016 Líkamsárás í Móabarði Tengdar fréttir Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30 Lögregla leitar dökkklædds manns með svarta hanska og húfu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að karlmanni sem var á ferli í Móabarði í Hafnarfirði um áttaleytið á mánudagsmorgun, 15. febrúar. 17. febrúar 2016 13:23 Hinn grunaði þóttist þurfa að lesa af mælum Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og HS Veitna segja starfsmenn á þeirra vegum ekki banka upp á heima hjá fólki snemma á morgnana. 18. febrúar 2016 12:30 Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki haft hendur í hári manns sem grunaður er um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot á heimili í Móabarði í Hafnarfirði fyrir viku. Nágrannar urðu þess varir í gær þegar fjórir eða fimm lögreglubílar voru kallaðir út á sama heimili. Mun hinn grunaði hafa verið aftur á ferð en ekki fæst staðfest að hverju brot gærkvöldsins snýr. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður hjá kynferðisbrotadeild lögreglu, staðfestir við Vísi að lögregluaðgerð hafi verið í Móabarði í gær og málið sé litið alvarlegum augum. Hann geti þó ekki tjá sig nánar þar sem málið sé afar viðkvæmt. Von er á tilkynningu frá lögreglu vegna málsins.Villti á sér heimildirEins og Vísir greindi frá í síðustu viku var lögregla kölluð út að heimili við Móabarð mánudagsmorgun fyrir viku. Móðir, sem var ein heima með ungbarn, skýrði frá því hvernig maður hefði villt á sér heimildir, komið inn á heimilið og ráðist á hana. Líkamsárásin var samkvæmt heimildum Vísis afar gróf og til marks um það er rannsókn málsins í höndum kynferðisbrotadeildar. Lögregla lýsti í kjölfarið eftir manninum sem er talin vera um 180 cm á hæð, á aldrinum 35-45 ára, fölleitur og með svarta hanska og húfu í umrætt skipti. Einhverjar ábendingar hafa borist lögreglu en hafa ekki skilað árangri til þessa. Mannsins er enn leitað. Maðurinn mun hafa tjáð konunni að hann ætlaði að lesa af mælum og þannig hafi hann komist inn á heimilið. Forsvarsmenn orkufyrirtækja sem sjá um mælingar í Hafnarfirði segja sína starsmenn alltaf einkennisklædda og með starfsmannaskírteini. Þá sé ekki farið á heimili að mæla fyrr en eftir klukkan tíu á morgnana.Óska eftir aðstoð almennings Sem fyrr segir er rannsókn málsins á viðkvæmu stigi og vill lögregla sem minnst um hana segja. Þó er von á tilkynningu frá lögreglu á eftir þar sem óskað verður eftir frekari aðstoð almennings að hafa uppi á manninum. Þeir sem geta veitt upplýsingar um manninn og ferðir hans eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu á skrifstofutíma í síma 444 1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Uppfært klukkan 11:05Tilkynningu frá lögreglu má sjá að neðan.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að karlmanni sem var á ferli í Móabarði í Hafnarfirði sl. mánudagsmorgun, 15....Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Monday, February 22, 2016
Líkamsárás í Móabarði Tengdar fréttir Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30 Lögregla leitar dökkklædds manns með svarta hanska og húfu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að karlmanni sem var á ferli í Móabarði í Hafnarfirði um áttaleytið á mánudagsmorgun, 15. febrúar. 17. febrúar 2016 13:23 Hinn grunaði þóttist þurfa að lesa af mælum Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og HS Veitna segja starfsmenn á þeirra vegum ekki banka upp á heima hjá fólki snemma á morgnana. 18. febrúar 2016 12:30 Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Sjá meira
Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30
Lögregla leitar dökkklædds manns með svarta hanska og húfu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að karlmanni sem var á ferli í Móabarði í Hafnarfirði um áttaleytið á mánudagsmorgun, 15. febrúar. 17. febrúar 2016 13:23
Hinn grunaði þóttist þurfa að lesa af mælum Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og HS Veitna segja starfsmenn á þeirra vegum ekki banka upp á heima hjá fólki snemma á morgnana. 18. febrúar 2016 12:30