Vestfirskt flæði og grúv 3. júní 2011 13:00 Vestfirska hip hop-sveitin Stjörnuryk hefur gefið út sína fyrstu plötu. Flæðið og grúvið skiptir rapparana höfuðmáli í tónsmíðunum. Hip-hop hljómsveitin Stjörnuryk, sem á rætur að rekja til Ísafjarðar, hefur gefið út sína fyrstu plötu, Þetta reddast. Stjörnuryk var stofnuð fyrir tveimur árum af röppurunum Geira, Ká eff bé, Gauta og Rattó, sem heita réttu nafni Ásgeir Þór Kristinsson, Kristinn F. Birgisson, Óttar Gnýr Rögnvaldsson og Gautur Ingi Ingimarsson. Þeir byrjuðu reyndar að rappa saman 2002 en tóku góðan tíma í að stofna hljómsveitina. Síðan þá hafa þeir tvívegis spilað á hátíðinni Aldrei fór ég suður og á Villta vestrinu á Akranesi. Núna búa þeir á höfuðborgarsvæðinu og tveir þeirra stefna á nám í hljóðblöndun, eða Geiri og Ká eff bé. Strákarnir eru fæddir 1982 og 1985 og kominn tími á plötu að þeirra mati. „Við erum orðnir svolítið gamlir. Við urðum eiginlega að gefa þetta út strax. Við vildum vera búnir að gera eitthvað fyrir þrítugt," segir Geiri, sem tók einnig upp plötuna. Aðspurður segir hann að þeir rappi um allt sem þeim dettur í hug. „Við erum aðallega að leika okkur með flæðið. Textinn er ekkert alltaf aðalmálið en það eru nokkur lög þar sem við spáum meira í textanum," segir hann. „Þetta snýst um að búa til gott grúv." Mikið er um gestagang á plötunni og má þá nefna þá bræður Erp og Eyjólf Eyvindarsyni (Blaz Roca og Sesar A) sem syngja með Stjörnuryki lagið Westfirzka mafían. Einnig koma fram á plötunni þeir Ástþór Óðinn, Þóra Ingimars, Ramses og hinn kornungi rappari MC Ísaksen. Útgáfutónleikar vegna plötunnar verða á Prikinu á föstudagskvöld. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira
Vestfirska hip hop-sveitin Stjörnuryk hefur gefið út sína fyrstu plötu. Flæðið og grúvið skiptir rapparana höfuðmáli í tónsmíðunum. Hip-hop hljómsveitin Stjörnuryk, sem á rætur að rekja til Ísafjarðar, hefur gefið út sína fyrstu plötu, Þetta reddast. Stjörnuryk var stofnuð fyrir tveimur árum af röppurunum Geira, Ká eff bé, Gauta og Rattó, sem heita réttu nafni Ásgeir Þór Kristinsson, Kristinn F. Birgisson, Óttar Gnýr Rögnvaldsson og Gautur Ingi Ingimarsson. Þeir byrjuðu reyndar að rappa saman 2002 en tóku góðan tíma í að stofna hljómsveitina. Síðan þá hafa þeir tvívegis spilað á hátíðinni Aldrei fór ég suður og á Villta vestrinu á Akranesi. Núna búa þeir á höfuðborgarsvæðinu og tveir þeirra stefna á nám í hljóðblöndun, eða Geiri og Ká eff bé. Strákarnir eru fæddir 1982 og 1985 og kominn tími á plötu að þeirra mati. „Við erum orðnir svolítið gamlir. Við urðum eiginlega að gefa þetta út strax. Við vildum vera búnir að gera eitthvað fyrir þrítugt," segir Geiri, sem tók einnig upp plötuna. Aðspurður segir hann að þeir rappi um allt sem þeim dettur í hug. „Við erum aðallega að leika okkur með flæðið. Textinn er ekkert alltaf aðalmálið en það eru nokkur lög þar sem við spáum meira í textanum," segir hann. „Þetta snýst um að búa til gott grúv." Mikið er um gestagang á plötunni og má þá nefna þá bræður Erp og Eyjólf Eyvindarsyni (Blaz Roca og Sesar A) sem syngja með Stjörnuryki lagið Westfirzka mafían. Einnig koma fram á plötunni þeir Ástþór Óðinn, Þóra Ingimars, Ramses og hinn kornungi rappari MC Ísaksen. Útgáfutónleikar vegna plötunnar verða á Prikinu á föstudagskvöld. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira